Kýldu vömbina, vinur Sara McMahon skrifar 17. febrúar 2015 07:00 Nú skal sko kýla vömbina! Landsmenn átu margir á sig gat af gómsætum rjómabollum í gær. Í dag er sprengidagur og þá skal torga ógrynnum öllum af saltkjöti og baunum, eða allt þar til maður stendur á blístri og getur sig hvergi hreyft sökum seddu. Á morgun rennur svo upp öskudagur og þá mun ungviðið klæðast grímubúningum, lalla syngjandi á milli verslana og hljóta sælgæti að launum. Það er ekki aðeins hér á landi sem haldið er upp á sprengidaginn; hann er haldinn hátíðlegur víða um heim og undir ýmsum nöfnum. Á frönsku kallast dagurinn mardi gras og í Brasilíu halda heimamenn hina annáluðu kjötkveðjuhátíð. Sem sagt: þrír dagar af ofáti áður en fastan gengur í garð, en langafasta er hinn kirkjulegi tími iðrunar og samkvæmt kristinni hefð má ekki neyta kjöts aftur fyrr en á páskum. Líklega eru þeir fáir (ef nokkrir) Íslendingarnir sem enn halda í heiðri þá hefð að leggja sér ekki kjöt til munns á meðan á föstunni stendur. En flest tökum við þátt í því allsnægtaborði sem á undan fer, enda miklu skemmtilegra að dekra við sig en hitt. Og hví ekki að dekra sig ögn, svona fyrst við getum það á annað borð? Um helgina minntu sænski knattspyrnumaðurinn Zlatan Ibrahimovic og United Nations World Food Programme, samtök sem berjast gegn hungri í heiminum (hægt er að leggja málstaðnum lið með fjárframlögum á heimasíðu samtakanna), á að um 805 milljónir manna glíma enn við hungur. Höfum það hugfast er við setjumst að snæðingi í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara McMahon Sprengidagur Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun
Nú skal sko kýla vömbina! Landsmenn átu margir á sig gat af gómsætum rjómabollum í gær. Í dag er sprengidagur og þá skal torga ógrynnum öllum af saltkjöti og baunum, eða allt þar til maður stendur á blístri og getur sig hvergi hreyft sökum seddu. Á morgun rennur svo upp öskudagur og þá mun ungviðið klæðast grímubúningum, lalla syngjandi á milli verslana og hljóta sælgæti að launum. Það er ekki aðeins hér á landi sem haldið er upp á sprengidaginn; hann er haldinn hátíðlegur víða um heim og undir ýmsum nöfnum. Á frönsku kallast dagurinn mardi gras og í Brasilíu halda heimamenn hina annáluðu kjötkveðjuhátíð. Sem sagt: þrír dagar af ofáti áður en fastan gengur í garð, en langafasta er hinn kirkjulegi tími iðrunar og samkvæmt kristinni hefð má ekki neyta kjöts aftur fyrr en á páskum. Líklega eru þeir fáir (ef nokkrir) Íslendingarnir sem enn halda í heiðri þá hefð að leggja sér ekki kjöt til munns á meðan á föstunni stendur. En flest tökum við þátt í því allsnægtaborði sem á undan fer, enda miklu skemmtilegra að dekra við sig en hitt. Og hví ekki að dekra sig ögn, svona fyrst við getum það á annað borð? Um helgina minntu sænski knattspyrnumaðurinn Zlatan Ibrahimovic og United Nations World Food Programme, samtök sem berjast gegn hungri í heiminum (hægt er að leggja málstaðnum lið með fjárframlögum á heimasíðu samtakanna), á að um 805 milljónir manna glíma enn við hungur. Höfum það hugfast er við setjumst að snæðingi í dag.