Dómur í samhengi Stjórnarmaðurinn skrifar 18. febrúar 2015 07:00 Ekki er ofsagt að dómurinn yfir Kaupþingsmönnum marki tímamót. Stjórnarmaðurinn ætlar ekki að mynda sér skoðun á sekt eða sýknu hinna dæmdu, en telur þó rétt að nefna hér nokkur atriði. Í kjölfar bankahrunsins hefur orðið lenska að gera lítið úr íslensku bönkunum. Engu að síður eru væntar endurheimtur úr búi Kaupþings kringum 24%, og úr búi Glitnis um 30%. Áður en fólk hleypur upp til handa og fóta skal tekið fram að þetta er gott á alþjóðlegan mælikvarða, en til samanburðar má nefna að heimtur í bú Lehman Brothers eru um 18%. Því fer fjarri að þarna hafi verið rekin einhvers konar grínstarfsemi. Viðskiptin sem dómurinn snýst um voru gerð á viðsjárverðum tímum. Lausafjárþörf var ekki séríslenskt fyrirbrigði, eins og dæmi Lehman, Bear Stearns, Northern Rock og fleiri sanna. Gripið var til ýmissa ráða, margir, t.d. RBS, leituðu á náðir opinberra aðila. Aðrir fóru til Miðausturlanda. Hinn breski Barclays-banki var einn þeirra sem leituðu fjárfesta á þeim slóðum, en fjárfestar frá Katar keyptu ríflega 15% hlut í bankanum. Fyrir liggur að Barclays lánaði a.m.k. að hluta fyrir kaupunum, og var það ekki tilkynnt sérstaklega. Málinu lauk með sektargerð á hendur Barclays (raunar fyrir annað athæfi en fjármögnunina sjálfa) en ekki kom til þess að einstaklingar sættu ákærum. Annað dæmi frá sama tíma um að banki hafi lánað til kaupa á bréfum í sjálfum sér var belgíski bankinn Dexia, en í því tilviki var niðurstaðan sú að ekki hefði verið bann við slíku í lögum á þeim tíma. Því hefur síðar verið breytt. Þetta er rétt nálgun þegar lögum er ábótavant. Stjórnarmanninum finnst rétt að spyrja spurninga þegar reynt er að finna upp hjólið í íslenskum dómsölum þegar alþjóðleg dæmi liggja fyrir. Síðast en ekki síst hlýtur að mega spyrja hvers vegna ekki var gerð raunveruleg tilraun til að hafa hendur í hári katarska sjeiksins sjálfs, en það var hann sem að endingu átti að hagnast á viðskiptunum. Einn ákærðu í málinu var búsettur í Lúxemborg og áttu allar athafnir hans sér stað utan íslenskrar lögsögu. Samt virðist dómurinn sakfella á þeim grundvelli að afleiðingar brotsins hafi komið fram á Íslandi. Hlýtur ekki hið sama að gilda um sjeikinn, eða er það kannski svo að friðþægingin er fram komin, og engin ástæða til að eltast við kóngafólk í fjarlægum löndum?Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Ekki er ofsagt að dómurinn yfir Kaupþingsmönnum marki tímamót. Stjórnarmaðurinn ætlar ekki að mynda sér skoðun á sekt eða sýknu hinna dæmdu, en telur þó rétt að nefna hér nokkur atriði. Í kjölfar bankahrunsins hefur orðið lenska að gera lítið úr íslensku bönkunum. Engu að síður eru væntar endurheimtur úr búi Kaupþings kringum 24%, og úr búi Glitnis um 30%. Áður en fólk hleypur upp til handa og fóta skal tekið fram að þetta er gott á alþjóðlegan mælikvarða, en til samanburðar má nefna að heimtur í bú Lehman Brothers eru um 18%. Því fer fjarri að þarna hafi verið rekin einhvers konar grínstarfsemi. Viðskiptin sem dómurinn snýst um voru gerð á viðsjárverðum tímum. Lausafjárþörf var ekki séríslenskt fyrirbrigði, eins og dæmi Lehman, Bear Stearns, Northern Rock og fleiri sanna. Gripið var til ýmissa ráða, margir, t.d. RBS, leituðu á náðir opinberra aðila. Aðrir fóru til Miðausturlanda. Hinn breski Barclays-banki var einn þeirra sem leituðu fjárfesta á þeim slóðum, en fjárfestar frá Katar keyptu ríflega 15% hlut í bankanum. Fyrir liggur að Barclays lánaði a.m.k. að hluta fyrir kaupunum, og var það ekki tilkynnt sérstaklega. Málinu lauk með sektargerð á hendur Barclays (raunar fyrir annað athæfi en fjármögnunina sjálfa) en ekki kom til þess að einstaklingar sættu ákærum. Annað dæmi frá sama tíma um að banki hafi lánað til kaupa á bréfum í sjálfum sér var belgíski bankinn Dexia, en í því tilviki var niðurstaðan sú að ekki hefði verið bann við slíku í lögum á þeim tíma. Því hefur síðar verið breytt. Þetta er rétt nálgun þegar lögum er ábótavant. Stjórnarmanninum finnst rétt að spyrja spurninga þegar reynt er að finna upp hjólið í íslenskum dómsölum þegar alþjóðleg dæmi liggja fyrir. Síðast en ekki síst hlýtur að mega spyrja hvers vegna ekki var gerð raunveruleg tilraun til að hafa hendur í hári katarska sjeiksins sjálfs, en það var hann sem að endingu átti að hagnast á viðskiptunum. Einn ákærðu í málinu var búsettur í Lúxemborg og áttu allar athafnir hans sér stað utan íslenskrar lögsögu. Samt virðist dómurinn sakfella á þeim grundvelli að afleiðingar brotsins hafi komið fram á Íslandi. Hlýtur ekki hið sama að gilda um sjeikinn, eða er það kannski svo að friðþægingin er fram komin, og engin ástæða til að eltast við kóngafólk í fjarlægum löndum?Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira