Konur að kjötkötlunum Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 23. febrúar 2015 07:00 Eddan, uppskeruhátíð íslenska sjónvarps- og kvikmyndageirans, var haldin hátíðleg um helgina. Þar var kvikmyndaárinu sem nú er nýliðið fagnað og verðlaun veitt fyrir góða frammistöðu á ýmsum sviðum. Eins og svo oft áður kom bágborin staða kvenna fyrir í umfjöllun skemmtikrafta og verðlaunahafa. Fréttablaðið greindi frá því á föstudag að engin kona var leikstjóri, handritshöfundur, kvikmyndatökumaður eða höfundur tónlistar í kvikmynd í fullri lengd árið 2014. Sjö myndir voru framleiddar á árinu og viðfangsefni flestra þeirra það sem kalla má karllæg og aðalsöguhetjan í flestum tilvikum karlmaður. Kristín Atladóttir hagfræðingur tók af tilefni uppskeruhátíðarinnar saman gögn um hlutföll kvenna í íslenskum kvikmyndum á síðasta ári. Þar kom fram að þegar litið er til allra verka við kvikmyndagerð á síðasta ári voru karlar 73 prósent þeirra sem störfuðu í kvikmyndum og aðeins 27 prósent kvenna. Konur veljast fremur í aukahlutverk og starfa frekar við búninga og smink en karlar við framleiðslu, leikstjórn og kvikmyndatöku. Formaður Samtaka kvenna í sjónvarpi og kvikmyndum, Dögg Mósesdóttir, segir þörf á róttækum breytingum til að jafna hlutföll kynja í kvikmyndagerð – staðan sé mjög vandræðaleg. Hún bendir á ákveðinn valdastrúktúr í greininni sem flestir séu blindir á og viðhaldi ástandinu. Þannig er það skilyrði að styrkþegar frá Kvikmyndamiðstöð starfi í greininni. Meirihluti þeirra sem þar starfa eru karlar. Þannig eru líkur á því að konur hljóti styrki augljóslega litlar. Dögg segir pressu „að ofan“ nauðsynlega og telur lausnina mögulega felast í því að setja kynjakvóta. Þrýsta þurfi á breytingar. Þessi ræða er kunnugleg. Nokkurn veginn nákvæmlega sama umræða og umkvartanir áttu sér stað í aðdraganda þess að lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja voru sett. Þrátt fyrir áratugalanga baráttu kvenréttindasinna, aukna menntun kvenna og umsnúning kynjahlutfalla á ýmsum sviðum þjóðfélagsins voru efri stig viðskiptalífsins einsetin af körlum. Sýnt þótti að tíminn myndi ekki sjá um að leiðrétta þennan halla og því væri lagasetning nauðsynleg. Nú stendur kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðurinn í sömu stöðu og viðskiptalífið gerði fyrir lagasetninguna. Líkt og Dögg bendir á sækir mest öll framleiðsla í þeim geira rekstrarfé sitt í ríkisstyrki. Um þá gilda lög. Jafnréttislög. „Það er fullkomlega réttlætanlegt að krefjast þess að ójöfn staða kynjanna sé leiðrétt,“ sagði Dögg í viðtali við helgarblað Fréttablaðsins. Meira að segja þeir sem tala hæst fyrir kynjakvótum vilja líklegast ekki að þeirra sé þörf. En það er erfitt að breyta ára-, ef ekki áratugalöngum venjum yfir nótt. Ef sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðurinn ætlar ekki að eiga á hættu að fá yfir sig íþyngjandi lagasetningu líkt og viðskiptalífið ríður á að bretta upp ermar og hleypa hinu kyninu að. Taka konurnar með og gefa þeim tækifæri. Það vill nefnilega svo skemmtilega til að helmingur áhorfenda eru konur. Þeim finnst líka gaman að upplifa sinn reynsluheim í sjónvarpi og kvikmyndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun
Eddan, uppskeruhátíð íslenska sjónvarps- og kvikmyndageirans, var haldin hátíðleg um helgina. Þar var kvikmyndaárinu sem nú er nýliðið fagnað og verðlaun veitt fyrir góða frammistöðu á ýmsum sviðum. Eins og svo oft áður kom bágborin staða kvenna fyrir í umfjöllun skemmtikrafta og verðlaunahafa. Fréttablaðið greindi frá því á föstudag að engin kona var leikstjóri, handritshöfundur, kvikmyndatökumaður eða höfundur tónlistar í kvikmynd í fullri lengd árið 2014. Sjö myndir voru framleiddar á árinu og viðfangsefni flestra þeirra það sem kalla má karllæg og aðalsöguhetjan í flestum tilvikum karlmaður. Kristín Atladóttir hagfræðingur tók af tilefni uppskeruhátíðarinnar saman gögn um hlutföll kvenna í íslenskum kvikmyndum á síðasta ári. Þar kom fram að þegar litið er til allra verka við kvikmyndagerð á síðasta ári voru karlar 73 prósent þeirra sem störfuðu í kvikmyndum og aðeins 27 prósent kvenna. Konur veljast fremur í aukahlutverk og starfa frekar við búninga og smink en karlar við framleiðslu, leikstjórn og kvikmyndatöku. Formaður Samtaka kvenna í sjónvarpi og kvikmyndum, Dögg Mósesdóttir, segir þörf á róttækum breytingum til að jafna hlutföll kynja í kvikmyndagerð – staðan sé mjög vandræðaleg. Hún bendir á ákveðinn valdastrúktúr í greininni sem flestir séu blindir á og viðhaldi ástandinu. Þannig er það skilyrði að styrkþegar frá Kvikmyndamiðstöð starfi í greininni. Meirihluti þeirra sem þar starfa eru karlar. Þannig eru líkur á því að konur hljóti styrki augljóslega litlar. Dögg segir pressu „að ofan“ nauðsynlega og telur lausnina mögulega felast í því að setja kynjakvóta. Þrýsta þurfi á breytingar. Þessi ræða er kunnugleg. Nokkurn veginn nákvæmlega sama umræða og umkvartanir áttu sér stað í aðdraganda þess að lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja voru sett. Þrátt fyrir áratugalanga baráttu kvenréttindasinna, aukna menntun kvenna og umsnúning kynjahlutfalla á ýmsum sviðum þjóðfélagsins voru efri stig viðskiptalífsins einsetin af körlum. Sýnt þótti að tíminn myndi ekki sjá um að leiðrétta þennan halla og því væri lagasetning nauðsynleg. Nú stendur kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðurinn í sömu stöðu og viðskiptalífið gerði fyrir lagasetninguna. Líkt og Dögg bendir á sækir mest öll framleiðsla í þeim geira rekstrarfé sitt í ríkisstyrki. Um þá gilda lög. Jafnréttislög. „Það er fullkomlega réttlætanlegt að krefjast þess að ójöfn staða kynjanna sé leiðrétt,“ sagði Dögg í viðtali við helgarblað Fréttablaðsins. Meira að segja þeir sem tala hæst fyrir kynjakvótum vilja líklegast ekki að þeirra sé þörf. En það er erfitt að breyta ára-, ef ekki áratugalöngum venjum yfir nótt. Ef sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðurinn ætlar ekki að eiga á hættu að fá yfir sig íþyngjandi lagasetningu líkt og viðskiptalífið ríður á að bretta upp ermar og hleypa hinu kyninu að. Taka konurnar með og gefa þeim tækifæri. Það vill nefnilega svo skemmtilega til að helmingur áhorfenda eru konur. Þeim finnst líka gaman að upplifa sinn reynsluheim í sjónvarpi og kvikmyndum.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun