Átta ástæður til að stunda ekki viðskipti á Íslandi Stjórnarmaðurinn skrifar 25. febrúar 2015 07:00 1. Það þarf að leggja út tæpar 650 þúsund krónur til að stofna einkahlutafélag. Í Bretlandi þarf tvö hundruð krónur. Þetta skiptir miklu máli fyrir smærri félög. 2. Íslenskir fatakaupmenn greiða tvöfaldan toll af vörukaupum. 15% þegar varningur lendir innan Evrópusambandsins, frá Kína eða sambærilegu framleiðslulandi, og svo aftur við flutning frá Evrópu til Íslands. Eru stjórnvöld undrandi á því að H&M er sagt vera með 30% markaðshlutdeild á Íslandi án þess að reka verslun hér á landi? 3. Fyrirtækjaskrá neyðir þig til að borga 25 þúsund krónur í þjónustugjöld til bankans fyrir að fá skráða íslenska kennitölu á erlent félag. Þetta snýst um eitt eyðublað; það er ekki hlutverk opinberra aðila að innheimta gjöld fyrir einkarekna banka. 4. Afgreiðsla hjá opinberum aðilum á borð við skattayfirvöld og fyrirtækjaskrá er tilviljanakennd, seinvirk, og einkennist af tortryggni. Hvernig má það vera að ekki sé allt orðið rafrænt hjá fyrirtækjaskrá árið 2015? 5. Umræða í fjölmiðlum er óvinveitt erlendum fjárfestum. Kröfuhafar bankanna eru iðulega kallaðir „hrægammar“ eða „hrægammasjóðir“. Vissulega er rétt að í einhverjum tilvikum eru kröfurnar í eigu aðila sem stunda það að fjárfesta í „eitruðum“ eignum. Þó eru þessar kröfur keyptar í samræmi við gildandi reglur, og af fyrri kröfuhöfum sem stofnuðu til viðskipta í góðri trú. Sama gildir um Huang Nobu – tókst einhverjum einhvern tíma að færa sönnur fyrir því að hann gengi erinda vondra kínverskra kommúnista þegar hann sýndi áhuga á að kaupa eyðijörð í einkismannslandi? 6. Óstöðugt stjórnarfar. Kröfuhafar bankanna hafa þurft að búa við stöðugar lagabreytingar og hringlandahátt frá hruni. Við ríkisstjórnarskipti verður nánast alltaf 180 gráðu umturnun á öllum málum. Það er forsenda þess að laða að erlenda fjárfesta, að stöðugleiki sé tryggður. Frá því er langur vegur á Íslandi. 7. Ríkið er með puttana í of mörgum pæum. Opinberir aðilar hafa niðurgreitt innlendar landbúnaðarvörur til sölu erlendis, t.d. í Whole Foods í Bandaríkjunum. Ávinningur íslenskra bænda af því er í besta falli enginn. Þrátt fyrir áratugareynslu af vonlausum útrásardraumum, hafði MS fyrir því að eltast við íslenskan mann sem seldi skyr í Bandaríkjunum, Siggi's Skyr. Siggi náði margföldum árangri MS, með brotabroti af kostnaðinum, og seldi síðar félagið. Væri ekki nær að veita honum verðlaun? 8. Gjaldeyrishöftin.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
1. Það þarf að leggja út tæpar 650 þúsund krónur til að stofna einkahlutafélag. Í Bretlandi þarf tvö hundruð krónur. Þetta skiptir miklu máli fyrir smærri félög. 2. Íslenskir fatakaupmenn greiða tvöfaldan toll af vörukaupum. 15% þegar varningur lendir innan Evrópusambandsins, frá Kína eða sambærilegu framleiðslulandi, og svo aftur við flutning frá Evrópu til Íslands. Eru stjórnvöld undrandi á því að H&M er sagt vera með 30% markaðshlutdeild á Íslandi án þess að reka verslun hér á landi? 3. Fyrirtækjaskrá neyðir þig til að borga 25 þúsund krónur í þjónustugjöld til bankans fyrir að fá skráða íslenska kennitölu á erlent félag. Þetta snýst um eitt eyðublað; það er ekki hlutverk opinberra aðila að innheimta gjöld fyrir einkarekna banka. 4. Afgreiðsla hjá opinberum aðilum á borð við skattayfirvöld og fyrirtækjaskrá er tilviljanakennd, seinvirk, og einkennist af tortryggni. Hvernig má það vera að ekki sé allt orðið rafrænt hjá fyrirtækjaskrá árið 2015? 5. Umræða í fjölmiðlum er óvinveitt erlendum fjárfestum. Kröfuhafar bankanna eru iðulega kallaðir „hrægammar“ eða „hrægammasjóðir“. Vissulega er rétt að í einhverjum tilvikum eru kröfurnar í eigu aðila sem stunda það að fjárfesta í „eitruðum“ eignum. Þó eru þessar kröfur keyptar í samræmi við gildandi reglur, og af fyrri kröfuhöfum sem stofnuðu til viðskipta í góðri trú. Sama gildir um Huang Nobu – tókst einhverjum einhvern tíma að færa sönnur fyrir því að hann gengi erinda vondra kínverskra kommúnista þegar hann sýndi áhuga á að kaupa eyðijörð í einkismannslandi? 6. Óstöðugt stjórnarfar. Kröfuhafar bankanna hafa þurft að búa við stöðugar lagabreytingar og hringlandahátt frá hruni. Við ríkisstjórnarskipti verður nánast alltaf 180 gráðu umturnun á öllum málum. Það er forsenda þess að laða að erlenda fjárfesta, að stöðugleiki sé tryggður. Frá því er langur vegur á Íslandi. 7. Ríkið er með puttana í of mörgum pæum. Opinberir aðilar hafa niðurgreitt innlendar landbúnaðarvörur til sölu erlendis, t.d. í Whole Foods í Bandaríkjunum. Ávinningur íslenskra bænda af því er í besta falli enginn. Þrátt fyrir áratugareynslu af vonlausum útrásardraumum, hafði MS fyrir því að eltast við íslenskan mann sem seldi skyr í Bandaríkjunum, Siggi's Skyr. Siggi náði margföldum árangri MS, með brotabroti af kostnaðinum, og seldi síðar félagið. Væri ekki nær að veita honum verðlaun? 8. Gjaldeyrishöftin.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira