Þessi stelpa er ekkert fórnarlamb Magnús Guðmundsson skrifar 27. febrúar 2015 11:30 Ævintýrið um Lísu í Undralandi er 150 ára en hún gengur í endurnýjun lífdaga hjá Leikfélagi Akureyrar um þessar mundir. Fyrir dyrum er frumsýning á nýrri leikgerð eftir Margréti Örnólfsdóttur með tónlist eftir dr. Gunna í leikstjórn Vignis Rafns Valþórssonar sem hefur verið vakandi og sofandi yfir Lísu og Undralandinu hennar síðustu vikurnar. „Magga skilaði inn alveg frábærri leikgerð og svo lenti hún auðvitað í hakkavélinni hjá okkur,“ segir Vignir Rafn og hlær við tilhugsunina. „Það er bara þannig með svona verk að það er ekki hægt að komast nema ákveðið langt á blaði, svo þarf leiksviðið og hópurinn að taka við. Magga hefur tekið þátt í því ferli og gert það gríðarlega vel. Svo erum við með hrikalega skemmtileg lög í þessu eftir doktorinn, þar er hver smellurinn öðrum betri og við erum búin að gefa þessa tónlist alla út frítt á netinu, það er hægt að nálgast hana inni á undralandla.bandcamp.com.“Leikstjórinn Vignir Rafn Valþórsson, leikstjóri Lísu í Undralandi, skellti sér hálfa leið í búning fyrir myndatöku í tilefni af frumsýningunni í kvöld.Vignir Rafn þekkti ekki söguna um Lísu í Undralandi neitt sérstaklega vel þegar hann tók að sér þetta spennandi verkefni. „Ég hafði aldrei lesið bókina svo ég bara vatt mér í það verkefni. Satt best að segja var ég ekkert sérstaklega hrifinn. Fannst þetta fyrst svona nett leiðinleg og undarleg saga sem fer úr einu dæminu í annað án þess að tengja neitt sérstaklega þar á milli. Það er alveg það versta sem maður lendir í innan leikhússins að saga sé alltaf að enda. Þannig að í okkar útgáfu er þetta allt mikið breytt og við leggjum áherslu á að láta þetta allt saman flæða. Það var mikil áskorun í þessu litla leikhúsi að tengja alla þessa heima saman en Sigríður Sunna, sem er með leikmynd og búninga, leysir það snilldarlega. Það var útbúið hringsvið á litla leiksviðinu og svo eru unglingar á Akureyri bara sveittir við að snúa þessu og standa sig með sóma.“ Lísa í Undralandi þykir stundum eiga erindi til barna fremur en fullorðinna en Vignir Rafn segir þessa sýningu höfða til ákaflega breiðs hóps. „Sýningin er góð skemmtun fyrir alla og á líka erindi til okkar allra. Í meðförum Möggu er Lísa ekkert fórnarlamb heldur gerandi og henni hefur tekist að skapa alvöru kvenhetju, stelpu sem stendur og segir: Það ræður enginn yfir mér! Thelma Marín Jónsdóttir, sem leikur Lísu, tekur við þessu kefli af prýði og tekst að skapa fyrirmynd stelpna með fjörugt ímyndunarafl. Skemmtilega og lifandi stelpu sem berst fyrir því að fá að vera hún sjálf og lendir í allskyns skemmtilegum ævintýrum á leiðinni.“ Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Ævintýrið um Lísu í Undralandi er 150 ára en hún gengur í endurnýjun lífdaga hjá Leikfélagi Akureyrar um þessar mundir. Fyrir dyrum er frumsýning á nýrri leikgerð eftir Margréti Örnólfsdóttur með tónlist eftir dr. Gunna í leikstjórn Vignis Rafns Valþórssonar sem hefur verið vakandi og sofandi yfir Lísu og Undralandinu hennar síðustu vikurnar. „Magga skilaði inn alveg frábærri leikgerð og svo lenti hún auðvitað í hakkavélinni hjá okkur,“ segir Vignir Rafn og hlær við tilhugsunina. „Það er bara þannig með svona verk að það er ekki hægt að komast nema ákveðið langt á blaði, svo þarf leiksviðið og hópurinn að taka við. Magga hefur tekið þátt í því ferli og gert það gríðarlega vel. Svo erum við með hrikalega skemmtileg lög í þessu eftir doktorinn, þar er hver smellurinn öðrum betri og við erum búin að gefa þessa tónlist alla út frítt á netinu, það er hægt að nálgast hana inni á undralandla.bandcamp.com.“Leikstjórinn Vignir Rafn Valþórsson, leikstjóri Lísu í Undralandi, skellti sér hálfa leið í búning fyrir myndatöku í tilefni af frumsýningunni í kvöld.Vignir Rafn þekkti ekki söguna um Lísu í Undralandi neitt sérstaklega vel þegar hann tók að sér þetta spennandi verkefni. „Ég hafði aldrei lesið bókina svo ég bara vatt mér í það verkefni. Satt best að segja var ég ekkert sérstaklega hrifinn. Fannst þetta fyrst svona nett leiðinleg og undarleg saga sem fer úr einu dæminu í annað án þess að tengja neitt sérstaklega þar á milli. Það er alveg það versta sem maður lendir í innan leikhússins að saga sé alltaf að enda. Þannig að í okkar útgáfu er þetta allt mikið breytt og við leggjum áherslu á að láta þetta allt saman flæða. Það var mikil áskorun í þessu litla leikhúsi að tengja alla þessa heima saman en Sigríður Sunna, sem er með leikmynd og búninga, leysir það snilldarlega. Það var útbúið hringsvið á litla leiksviðinu og svo eru unglingar á Akureyri bara sveittir við að snúa þessu og standa sig með sóma.“ Lísa í Undralandi þykir stundum eiga erindi til barna fremur en fullorðinna en Vignir Rafn segir þessa sýningu höfða til ákaflega breiðs hóps. „Sýningin er góð skemmtun fyrir alla og á líka erindi til okkar allra. Í meðförum Möggu er Lísa ekkert fórnarlamb heldur gerandi og henni hefur tekist að skapa alvöru kvenhetju, stelpu sem stendur og segir: Það ræður enginn yfir mér! Thelma Marín Jónsdóttir, sem leikur Lísu, tekur við þessu kefli af prýði og tekst að skapa fyrirmynd stelpna með fjörugt ímyndunarafl. Skemmtilega og lifandi stelpu sem berst fyrir því að fá að vera hún sjálf og lendir í allskyns skemmtilegum ævintýrum á leiðinni.“
Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira