Skemmtiferðaskip á leiðinni heim Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2015 08:00 Eyjamenn taka við bikarnum. Vísir/Þórdís Inga Eyjamenn voru búnir að bíða í 24 ár eftir bikarmeistaratitlinum í karlahandboltanum þegar þeir tryggðu sér bikarinn í Höllinni á laugardaginn. ÍBV vann þá FH 23-22 í öðrum endurkomusigri á innan við sólarhring og Eyjamenn geta nú kynnt sig sem Íslands- og bikarmeistara. Grétar Þór Eyþórsson, fyrirliði ÍBV, fór í gegnum mikinn tilfinningarússíbana þessa helgi, allt frá því að fá rauða spjaldið og horfa upp á sitt lið lenda sex mörkum undir í undanúrslitum til þess að lyfta bikarnum innan við sólarhring seinna.Þá horfir þú bara upp í stúku „Ég var alveg farinn í stöðunni 18-12 í undanúrslitaleiknum og horfði bara á bikardrauminn fjara út. Strákarnir eru geðveikir, það eru allir tilbúnir að koma inn á og allir að skila sínu. Ef þú ert eitthvað stressaður þá horfir þú bara upp í stúku og veist að þú ert maðurinn,“ sagði Grétar. „Við kunnum ekkert annað en að hafa gaman. Við erum ekki bestu leikmennirnir en við erum frábær liðsheild og það er öll Eyjan sem er í þessu saman,“ sagði Grétar. En hvað með leikinn frá 1991? „Ég man ekki eftir honum því ég var bara fimm ára en ég er búinn að sjá hann hundrað sinnum og gæti lýst hverju einasta atriði,“ sagði Grétar aðspurður um bikarúrslitaleikinn á móti Víkingum sem ÍBV vann fyrir 24 árum. Gunnari Magnússyni hefur tekist það ótrúlega; að gera ÍBV-liðið að Íslands- og bikarmeisturum. Hann talaði um það eftir leikinn að það hefði verið besta ákvörðunin á ferlinum að taka við ÍBV. „Þetta eru mest allt heimamenn í liðinu og alveg ótrúlegir strákar. Fólkið líka sem er á bak við þetta og fólkið sem fylgir okkur er einstakt. Þetta er bara ein stór liðsheild. Þegar við hópum okkur saman er erfitt að stoppa okkur,“ sagði Gunnar við Vísi eftir leik. Andri Heimir Friðriksson kom með mikla orku inn í ÍBV-liðið í stöðunni 10-6 fyrir FH og auk þess að vinna marga bolta sem fremsti maður í vörninni þá var hann einnig markahæstur í liðinu. „Ég er búinn að vera svolítið á hælunum eftir áramót en þetta var helgin til að rífa sig upp,“ sagði Andri Heimir. „Við vorum bara allir frábærir. Það þurfti að koma annar bikartitill. Þeir eru búnir að eigna sér þennan titil í 24 ár og það er ekki hægt að láta þá eigna sér þetta endalaust. Núna er bara komið nýtt draumalið,“ sagði Andri Heimir hlæjandi. „Þetta lið í stúkunni á svo mikið hrós skilið. Það er að leggja á sig sex tíma Herjólfsferð til að sjá einn handboltaleik. Núna verður bara partý á leiðinni heim, þetta verður bara skemmtiferðaskip á leiðinni heim,“ sagði Andri. Kolbeinn Aron Arnarson var frábær í markinu og varði mörg dauðafæri, bæði víti og hraðaupphlaup. Líkt og markvörðurinn (og fyrirliðinn) Sigmar Þröstur Óskarsson var maðurinn á bak við bikarsigurinn 1991 átti Kolbeinn rosalega mikið í sigrinum á laugardaginn. „Ég var svolítið smeykur um það í hálfleik í undanúrslitaleiknum að ég væri að fara að klúðra þessu með því að vera eitthvað kaldur. Svo hitnaði ég í seinni hálfleik og byrjaði sem betur fer að verja í fyrri hálfleiknum í dag,“ sagði Kolbeinn. „Þetta er ódýrasta víman sem maður fær. Það er bara víma að koma til baka og vinna með einu. Það er ekki hægt að tapa með heilt þorp á eftir sér. Við erum búnir að vinna titil þrjú ár í röð, þetta eru æðislegir tímar hjá okkur í Eyjum og vonandi kemur meira,“ sagði Kolbeinn. Olís-deild karla Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira
Eyjamenn voru búnir að bíða í 24 ár eftir bikarmeistaratitlinum í karlahandboltanum þegar þeir tryggðu sér bikarinn í Höllinni á laugardaginn. ÍBV vann þá FH 23-22 í öðrum endurkomusigri á innan við sólarhring og Eyjamenn geta nú kynnt sig sem Íslands- og bikarmeistara. Grétar Þór Eyþórsson, fyrirliði ÍBV, fór í gegnum mikinn tilfinningarússíbana þessa helgi, allt frá því að fá rauða spjaldið og horfa upp á sitt lið lenda sex mörkum undir í undanúrslitum til þess að lyfta bikarnum innan við sólarhring seinna.Þá horfir þú bara upp í stúku „Ég var alveg farinn í stöðunni 18-12 í undanúrslitaleiknum og horfði bara á bikardrauminn fjara út. Strákarnir eru geðveikir, það eru allir tilbúnir að koma inn á og allir að skila sínu. Ef þú ert eitthvað stressaður þá horfir þú bara upp í stúku og veist að þú ert maðurinn,“ sagði Grétar. „Við kunnum ekkert annað en að hafa gaman. Við erum ekki bestu leikmennirnir en við erum frábær liðsheild og það er öll Eyjan sem er í þessu saman,“ sagði Grétar. En hvað með leikinn frá 1991? „Ég man ekki eftir honum því ég var bara fimm ára en ég er búinn að sjá hann hundrað sinnum og gæti lýst hverju einasta atriði,“ sagði Grétar aðspurður um bikarúrslitaleikinn á móti Víkingum sem ÍBV vann fyrir 24 árum. Gunnari Magnússyni hefur tekist það ótrúlega; að gera ÍBV-liðið að Íslands- og bikarmeisturum. Hann talaði um það eftir leikinn að það hefði verið besta ákvörðunin á ferlinum að taka við ÍBV. „Þetta eru mest allt heimamenn í liðinu og alveg ótrúlegir strákar. Fólkið líka sem er á bak við þetta og fólkið sem fylgir okkur er einstakt. Þetta er bara ein stór liðsheild. Þegar við hópum okkur saman er erfitt að stoppa okkur,“ sagði Gunnar við Vísi eftir leik. Andri Heimir Friðriksson kom með mikla orku inn í ÍBV-liðið í stöðunni 10-6 fyrir FH og auk þess að vinna marga bolta sem fremsti maður í vörninni þá var hann einnig markahæstur í liðinu. „Ég er búinn að vera svolítið á hælunum eftir áramót en þetta var helgin til að rífa sig upp,“ sagði Andri Heimir. „Við vorum bara allir frábærir. Það þurfti að koma annar bikartitill. Þeir eru búnir að eigna sér þennan titil í 24 ár og það er ekki hægt að láta þá eigna sér þetta endalaust. Núna er bara komið nýtt draumalið,“ sagði Andri Heimir hlæjandi. „Þetta lið í stúkunni á svo mikið hrós skilið. Það er að leggja á sig sex tíma Herjólfsferð til að sjá einn handboltaleik. Núna verður bara partý á leiðinni heim, þetta verður bara skemmtiferðaskip á leiðinni heim,“ sagði Andri. Kolbeinn Aron Arnarson var frábær í markinu og varði mörg dauðafæri, bæði víti og hraðaupphlaup. Líkt og markvörðurinn (og fyrirliðinn) Sigmar Þröstur Óskarsson var maðurinn á bak við bikarsigurinn 1991 átti Kolbeinn rosalega mikið í sigrinum á laugardaginn. „Ég var svolítið smeykur um það í hálfleik í undanúrslitaleiknum að ég væri að fara að klúðra þessu með því að vera eitthvað kaldur. Svo hitnaði ég í seinni hálfleik og byrjaði sem betur fer að verja í fyrri hálfleiknum í dag,“ sagði Kolbeinn. „Þetta er ódýrasta víman sem maður fær. Það er bara víma að koma til baka og vinna með einu. Það er ekki hægt að tapa með heilt þorp á eftir sér. Við erum búnir að vinna titil þrjú ár í röð, þetta eru æðislegir tímar hjá okkur í Eyjum og vonandi kemur meira,“ sagði Kolbeinn.
Olís-deild karla Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira