Skemmtiferðaskip á leiðinni heim Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2015 08:00 Eyjamenn taka við bikarnum. Vísir/Þórdís Inga Eyjamenn voru búnir að bíða í 24 ár eftir bikarmeistaratitlinum í karlahandboltanum þegar þeir tryggðu sér bikarinn í Höllinni á laugardaginn. ÍBV vann þá FH 23-22 í öðrum endurkomusigri á innan við sólarhring og Eyjamenn geta nú kynnt sig sem Íslands- og bikarmeistara. Grétar Þór Eyþórsson, fyrirliði ÍBV, fór í gegnum mikinn tilfinningarússíbana þessa helgi, allt frá því að fá rauða spjaldið og horfa upp á sitt lið lenda sex mörkum undir í undanúrslitum til þess að lyfta bikarnum innan við sólarhring seinna.Þá horfir þú bara upp í stúku „Ég var alveg farinn í stöðunni 18-12 í undanúrslitaleiknum og horfði bara á bikardrauminn fjara út. Strákarnir eru geðveikir, það eru allir tilbúnir að koma inn á og allir að skila sínu. Ef þú ert eitthvað stressaður þá horfir þú bara upp í stúku og veist að þú ert maðurinn,“ sagði Grétar. „Við kunnum ekkert annað en að hafa gaman. Við erum ekki bestu leikmennirnir en við erum frábær liðsheild og það er öll Eyjan sem er í þessu saman,“ sagði Grétar. En hvað með leikinn frá 1991? „Ég man ekki eftir honum því ég var bara fimm ára en ég er búinn að sjá hann hundrað sinnum og gæti lýst hverju einasta atriði,“ sagði Grétar aðspurður um bikarúrslitaleikinn á móti Víkingum sem ÍBV vann fyrir 24 árum. Gunnari Magnússyni hefur tekist það ótrúlega; að gera ÍBV-liðið að Íslands- og bikarmeisturum. Hann talaði um það eftir leikinn að það hefði verið besta ákvörðunin á ferlinum að taka við ÍBV. „Þetta eru mest allt heimamenn í liðinu og alveg ótrúlegir strákar. Fólkið líka sem er á bak við þetta og fólkið sem fylgir okkur er einstakt. Þetta er bara ein stór liðsheild. Þegar við hópum okkur saman er erfitt að stoppa okkur,“ sagði Gunnar við Vísi eftir leik. Andri Heimir Friðriksson kom með mikla orku inn í ÍBV-liðið í stöðunni 10-6 fyrir FH og auk þess að vinna marga bolta sem fremsti maður í vörninni þá var hann einnig markahæstur í liðinu. „Ég er búinn að vera svolítið á hælunum eftir áramót en þetta var helgin til að rífa sig upp,“ sagði Andri Heimir. „Við vorum bara allir frábærir. Það þurfti að koma annar bikartitill. Þeir eru búnir að eigna sér þennan titil í 24 ár og það er ekki hægt að láta þá eigna sér þetta endalaust. Núna er bara komið nýtt draumalið,“ sagði Andri Heimir hlæjandi. „Þetta lið í stúkunni á svo mikið hrós skilið. Það er að leggja á sig sex tíma Herjólfsferð til að sjá einn handboltaleik. Núna verður bara partý á leiðinni heim, þetta verður bara skemmtiferðaskip á leiðinni heim,“ sagði Andri. Kolbeinn Aron Arnarson var frábær í markinu og varði mörg dauðafæri, bæði víti og hraðaupphlaup. Líkt og markvörðurinn (og fyrirliðinn) Sigmar Þröstur Óskarsson var maðurinn á bak við bikarsigurinn 1991 átti Kolbeinn rosalega mikið í sigrinum á laugardaginn. „Ég var svolítið smeykur um það í hálfleik í undanúrslitaleiknum að ég væri að fara að klúðra þessu með því að vera eitthvað kaldur. Svo hitnaði ég í seinni hálfleik og byrjaði sem betur fer að verja í fyrri hálfleiknum í dag,“ sagði Kolbeinn. „Þetta er ódýrasta víman sem maður fær. Það er bara víma að koma til baka og vinna með einu. Það er ekki hægt að tapa með heilt þorp á eftir sér. Við erum búnir að vinna titil þrjú ár í röð, þetta eru æðislegir tímar hjá okkur í Eyjum og vonandi kemur meira,“ sagði Kolbeinn. Olís-deild karla Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Fleiri fréttir Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Sjá meira
Eyjamenn voru búnir að bíða í 24 ár eftir bikarmeistaratitlinum í karlahandboltanum þegar þeir tryggðu sér bikarinn í Höllinni á laugardaginn. ÍBV vann þá FH 23-22 í öðrum endurkomusigri á innan við sólarhring og Eyjamenn geta nú kynnt sig sem Íslands- og bikarmeistara. Grétar Þór Eyþórsson, fyrirliði ÍBV, fór í gegnum mikinn tilfinningarússíbana þessa helgi, allt frá því að fá rauða spjaldið og horfa upp á sitt lið lenda sex mörkum undir í undanúrslitum til þess að lyfta bikarnum innan við sólarhring seinna.Þá horfir þú bara upp í stúku „Ég var alveg farinn í stöðunni 18-12 í undanúrslitaleiknum og horfði bara á bikardrauminn fjara út. Strákarnir eru geðveikir, það eru allir tilbúnir að koma inn á og allir að skila sínu. Ef þú ert eitthvað stressaður þá horfir þú bara upp í stúku og veist að þú ert maðurinn,“ sagði Grétar. „Við kunnum ekkert annað en að hafa gaman. Við erum ekki bestu leikmennirnir en við erum frábær liðsheild og það er öll Eyjan sem er í þessu saman,“ sagði Grétar. En hvað með leikinn frá 1991? „Ég man ekki eftir honum því ég var bara fimm ára en ég er búinn að sjá hann hundrað sinnum og gæti lýst hverju einasta atriði,“ sagði Grétar aðspurður um bikarúrslitaleikinn á móti Víkingum sem ÍBV vann fyrir 24 árum. Gunnari Magnússyni hefur tekist það ótrúlega; að gera ÍBV-liðið að Íslands- og bikarmeisturum. Hann talaði um það eftir leikinn að það hefði verið besta ákvörðunin á ferlinum að taka við ÍBV. „Þetta eru mest allt heimamenn í liðinu og alveg ótrúlegir strákar. Fólkið líka sem er á bak við þetta og fólkið sem fylgir okkur er einstakt. Þetta er bara ein stór liðsheild. Þegar við hópum okkur saman er erfitt að stoppa okkur,“ sagði Gunnar við Vísi eftir leik. Andri Heimir Friðriksson kom með mikla orku inn í ÍBV-liðið í stöðunni 10-6 fyrir FH og auk þess að vinna marga bolta sem fremsti maður í vörninni þá var hann einnig markahæstur í liðinu. „Ég er búinn að vera svolítið á hælunum eftir áramót en þetta var helgin til að rífa sig upp,“ sagði Andri Heimir. „Við vorum bara allir frábærir. Það þurfti að koma annar bikartitill. Þeir eru búnir að eigna sér þennan titil í 24 ár og það er ekki hægt að láta þá eigna sér þetta endalaust. Núna er bara komið nýtt draumalið,“ sagði Andri Heimir hlæjandi. „Þetta lið í stúkunni á svo mikið hrós skilið. Það er að leggja á sig sex tíma Herjólfsferð til að sjá einn handboltaleik. Núna verður bara partý á leiðinni heim, þetta verður bara skemmtiferðaskip á leiðinni heim,“ sagði Andri. Kolbeinn Aron Arnarson var frábær í markinu og varði mörg dauðafæri, bæði víti og hraðaupphlaup. Líkt og markvörðurinn (og fyrirliðinn) Sigmar Þröstur Óskarsson var maðurinn á bak við bikarsigurinn 1991 átti Kolbeinn rosalega mikið í sigrinum á laugardaginn. „Ég var svolítið smeykur um það í hálfleik í undanúrslitaleiknum að ég væri að fara að klúðra þessu með því að vera eitthvað kaldur. Svo hitnaði ég í seinni hálfleik og byrjaði sem betur fer að verja í fyrri hálfleiknum í dag,“ sagði Kolbeinn. „Þetta er ódýrasta víman sem maður fær. Það er bara víma að koma til baka og vinna með einu. Það er ekki hægt að tapa með heilt þorp á eftir sér. Við erum búnir að vinna titil þrjú ár í röð, þetta eru æðislegir tímar hjá okkur í Eyjum og vonandi kemur meira,“ sagði Kolbeinn.
Olís-deild karla Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Fleiri fréttir Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Sjá meira