Að stíga fram Viktoría Hermannsdóttir skrifar 4. mars 2015 07:00 Reglulega koma fram í fjölmiðlum hugrakkir viðmælendur sem stíga fram og segja sína sögu. Það er ekki auðvelt skref að opna sig fyrir framan alþjóð um mál sem fólk hefur í sumum tilfellum þagað um nánast alla ævi. Bjarnheiður Hannesdóttir sem sagði sögu sína í Kastljósi á dögunum og þar áður í Fréttablaðinu er gott dæmi um þetta. Hún sagði sína sögu til þess að sýna hversu alvarlegar afleiðingar átröskun getur haft á fólk, enda er hún sjálf lifandi dæmi um það. Hún fór í hjartastopp eftir að hafa hunsað aðvaranir lækna. Í dag er hún bundin hjólastól, er með mikinn spasma og á erfitt með að tjá sig. Vonandi verður saga hennar til þess að einhverjir sem þjást af þessum sjúkdómi leiti sér hjálpar áður en það verður of seint og ég er nokkuð viss um að sú verði raunin. Í nóvember á síðasta ári sagði Fréttablaðið sögu Liönu Belinska, kvensjúkdómalæknis frá Úkraínu. Liana hefur starfað á leikskóla hérlendis í átta ár vegna þess að hún hefur ekki fengið menntun sína metna þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Eftir umfjöllunina fór þingmaður að skoða málin og það endaði með því að Liönu voru boðnar nokkrar leiðir hjá læknadeildinni til þess að fá námið metið á sanngjarnari hátt en áður. Það mun hugsanlega gera öðrum innflytjendum auðveldara fyrir að fá menntun sína metna þegar komið er hingað til lands. ÞegarKastljósið fjallaði um brot Karl Vignis fyrir um tveimur árum þá varð sprengja í tilkynningum kynferðisbrota. Fjölmargir stigu fram og gerðu upp sín mál, mál sem oft hafa stjórnað lífi þeirra í alltof mörg ár. Fjölmörg þeirra tengdust ekki Karli Vigni en vegna umræðunnar öðlaðist fólk hugrekki til þess að skila skömminni þangað sem hún á heima, nefnilega ekki hjá þeim sjálfum. Þettaeru aðeins örfá dæmi af mörgum um fólk sem tekið það stóra skref að segja opinberlega frá einhvers konar misbeitingu eða brestum. Hvort sem það er af völdum sjúkdóms, misnotkunar eða misréttis. Allt skiptir þetta máli. Það þrífst svo margt í skjóli þöggunar og þess vegna er svo mikilvægt þegar fólk hefur kjark til þess að segja frá vegna þess að yfirleitt hjálpar það ekki bara því sjálfu heldur öðrum líka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viktoría Hermannsdóttir Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Reglulega koma fram í fjölmiðlum hugrakkir viðmælendur sem stíga fram og segja sína sögu. Það er ekki auðvelt skref að opna sig fyrir framan alþjóð um mál sem fólk hefur í sumum tilfellum þagað um nánast alla ævi. Bjarnheiður Hannesdóttir sem sagði sögu sína í Kastljósi á dögunum og þar áður í Fréttablaðinu er gott dæmi um þetta. Hún sagði sína sögu til þess að sýna hversu alvarlegar afleiðingar átröskun getur haft á fólk, enda er hún sjálf lifandi dæmi um það. Hún fór í hjartastopp eftir að hafa hunsað aðvaranir lækna. Í dag er hún bundin hjólastól, er með mikinn spasma og á erfitt með að tjá sig. Vonandi verður saga hennar til þess að einhverjir sem þjást af þessum sjúkdómi leiti sér hjálpar áður en það verður of seint og ég er nokkuð viss um að sú verði raunin. Í nóvember á síðasta ári sagði Fréttablaðið sögu Liönu Belinska, kvensjúkdómalæknis frá Úkraínu. Liana hefur starfað á leikskóla hérlendis í átta ár vegna þess að hún hefur ekki fengið menntun sína metna þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Eftir umfjöllunina fór þingmaður að skoða málin og það endaði með því að Liönu voru boðnar nokkrar leiðir hjá læknadeildinni til þess að fá námið metið á sanngjarnari hátt en áður. Það mun hugsanlega gera öðrum innflytjendum auðveldara fyrir að fá menntun sína metna þegar komið er hingað til lands. ÞegarKastljósið fjallaði um brot Karl Vignis fyrir um tveimur árum þá varð sprengja í tilkynningum kynferðisbrota. Fjölmargir stigu fram og gerðu upp sín mál, mál sem oft hafa stjórnað lífi þeirra í alltof mörg ár. Fjölmörg þeirra tengdust ekki Karli Vigni en vegna umræðunnar öðlaðist fólk hugrekki til þess að skila skömminni þangað sem hún á heima, nefnilega ekki hjá þeim sjálfum. Þettaeru aðeins örfá dæmi af mörgum um fólk sem tekið það stóra skref að segja opinberlega frá einhvers konar misbeitingu eða brestum. Hvort sem það er af völdum sjúkdóms, misnotkunar eða misréttis. Allt skiptir þetta máli. Það þrífst svo margt í skjóli þöggunar og þess vegna er svo mikilvægt þegar fólk hefur kjark til þess að segja frá vegna þess að yfirleitt hjálpar það ekki bara því sjálfu heldur öðrum líka.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun