Þetta er nafnið sem mamma mín gaf mér Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 9. mars 2015 17:30 „Við erum komin á þann stað þar sem allt er í raun leyfilegt í myndlist og kannski er dálítið síðan það varð, það tekur okkur bara tíma að melta það,“ segir Freyja Eilíf. Vísir/Valli Freyja Eilíf Logadóttir myndlistarmaður sýnir bókverk í Borgarbókasafninu í Grófinni núna og rekur líka galleríið Ekkisens að Bergstaðastræti 25B.Þú heitir sérstöku nafni, Freyja Eilíf. Hvaðan kemur það? Þetta er bara nafnið sem mamma mín gaf mér. Ég veit að hún var búin að ákveða nafnið Eilíf áður en ég fæddist en það var strákanafn í hennar huga. Það kemur úr sögunni Kristínu Lafransdóttur, gamalli norskri sögu um konu sem gengur dálítið erfiða braut í sínu lífi en kynnist presti sem verður hennar stuðningsmaður. Hann heitir Eilífur. Mamma las þessa bók þegar ég var í maganum á henni.“Ertu listamaður í fullu starfi? Já, ég reyni að vera það, en vinn þó aukavinnu til að geta haldið áfram og missa ekki þráðinn. Hleyp í ýmiss konar störf og aðstoða aðra listamenn, til dæmis. Svo lifi ég mjög ódýrt.Býrðu í húsinu við Bergstaðastræti 25B þar sem galleríið þitt er? Nei, ég bý í húsinu á móti en það er hrein tilviljun. Ég er með Ekkisens í húsi ömmu og afa sem ég ólst mikið upp í.Hvað varð til þess að þú settir upp gallerí? Þegar ég útskrifaðist úr Listaháskólanum í fyrravor hugleiddi ég hvað við tæki bæði hjá mér og mínu samferðafólki í náminu og fann strax að vettvang vantaði fyrir nýútskrifaða listamenn. Fór því að svipast um eftir rými fyrir gallerí, fann það í kjallaranum hjá ömmu minni og opnaði það í október. Hver sýning stendur bara í viku og aðsóknin hefur verið framar vonum.Segðu mér frá bókverkinu í Borgarbókasafninu í Grófinni. Er það útskriftarverkefnið þitt? „Já, það eru valdar myndir af útskriftarsýningunni, 94 teikningar alls. Þátttökuverk sem fjallaði um endurvinnslu á myndlist og hvernig eignarréttur er horfinn á myndverkum. Partur af verkinu var að búa til mína listasögu. Ég þekki allt fólkið sem á rödd í bókinni og sumt af því hefur kennt mér. Ég tek bara útlínur verka þess og eftir verða bara dularfullar teikningar.Er allt leyfilegt í myndlist? Við erum komin á þann stað þar sem allt er í raun leyfilegt í myndlist og kannski er dálítið síðan það varð, það tekur okkur bara tíma að melta það. Þess má geta að Freyja Eilíf annast smiðju fyrir börn í tengslum við sýninguna í Borgarbókasafninu á sunnudag, klukkan 15. Þar verður litað og spjallað um íslenska myndlist. Menning Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Fleiri fréttir Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Freyja Eilíf Logadóttir myndlistarmaður sýnir bókverk í Borgarbókasafninu í Grófinni núna og rekur líka galleríið Ekkisens að Bergstaðastræti 25B.Þú heitir sérstöku nafni, Freyja Eilíf. Hvaðan kemur það? Þetta er bara nafnið sem mamma mín gaf mér. Ég veit að hún var búin að ákveða nafnið Eilíf áður en ég fæddist en það var strákanafn í hennar huga. Það kemur úr sögunni Kristínu Lafransdóttur, gamalli norskri sögu um konu sem gengur dálítið erfiða braut í sínu lífi en kynnist presti sem verður hennar stuðningsmaður. Hann heitir Eilífur. Mamma las þessa bók þegar ég var í maganum á henni.“Ertu listamaður í fullu starfi? Já, ég reyni að vera það, en vinn þó aukavinnu til að geta haldið áfram og missa ekki þráðinn. Hleyp í ýmiss konar störf og aðstoða aðra listamenn, til dæmis. Svo lifi ég mjög ódýrt.Býrðu í húsinu við Bergstaðastræti 25B þar sem galleríið þitt er? Nei, ég bý í húsinu á móti en það er hrein tilviljun. Ég er með Ekkisens í húsi ömmu og afa sem ég ólst mikið upp í.Hvað varð til þess að þú settir upp gallerí? Þegar ég útskrifaðist úr Listaháskólanum í fyrravor hugleiddi ég hvað við tæki bæði hjá mér og mínu samferðafólki í náminu og fann strax að vettvang vantaði fyrir nýútskrifaða listamenn. Fór því að svipast um eftir rými fyrir gallerí, fann það í kjallaranum hjá ömmu minni og opnaði það í október. Hver sýning stendur bara í viku og aðsóknin hefur verið framar vonum.Segðu mér frá bókverkinu í Borgarbókasafninu í Grófinni. Er það útskriftarverkefnið þitt? „Já, það eru valdar myndir af útskriftarsýningunni, 94 teikningar alls. Þátttökuverk sem fjallaði um endurvinnslu á myndlist og hvernig eignarréttur er horfinn á myndverkum. Partur af verkinu var að búa til mína listasögu. Ég þekki allt fólkið sem á rödd í bókinni og sumt af því hefur kennt mér. Ég tek bara útlínur verka þess og eftir verða bara dularfullar teikningar.Er allt leyfilegt í myndlist? Við erum komin á þann stað þar sem allt er í raun leyfilegt í myndlist og kannski er dálítið síðan það varð, það tekur okkur bara tíma að melta það. Þess má geta að Freyja Eilíf annast smiðju fyrir börn í tengslum við sýninguna í Borgarbókasafninu á sunnudag, klukkan 15. Þar verður litað og spjallað um íslenska myndlist.
Menning Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Fleiri fréttir Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira