Mæna er frökk og litrík í ár Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 9. mars 2015 12:45 Fimmtán grafískir hönnuðir útskrifast frá Listaháskóla Íslands í vor. Hópurinn gefur út tímaritið Mænu og býður í útgáfuhóf á miðvikudag. mynd/stefán Úgáfuhóf Mænu, tímarits útskriftarnema í grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands, verður haldið á miðvikudag 11. mars í SÍM-salnum, Hafnarstræti 16. Klukkan 18. Þetta er sjötta árið sem Mæna er gefin út en markmið Mænu er að þenja mörk grafískrar hönnunar með tilraunastarfsemi og tilraunakenndum samræðum. „Mæna er fyrir alla sem hafa áhuga á grafískri hönnun, vilja kynna sér um hvað hún snýst og sjá hvað verið er að gera í Listaháskólanum. Þetta blað er alls ekki bara fyrir faglærða,“ segir Hrefna Lind Einarsdóttir, ein þeirra fimmtán útskriftarnema sem vinna blaðið á ár. „Mæna er alltaf unnin út frá ákveðnu þema hvert ár og núna var þemað „kerfi“. Við sáum um útlit blaðsins en það samanstendur af greinum og ljósmyndum. Mæna er mjög frökk og litrík í ár,“ segir Hrefna. „Við gefum hana út í fimm hundruð eintökum sem gefin verða í útgáfupartíinu. Fyrstir koma, fyrstir fá en upplagið klárast yfirleitt alltaf,“ bætir hún við. Greinarhöfundar eru meðal annarra Ármann Jakobsson, Ásta Jóhannsdóttir, Bryndís Björgvinsdóttir, Goddur, Hörður Lárusson og Thomas Pausz en ritstjórn er í höndum Birnu Geirfinnsdóttur, fagstjóra og lektors, og Bryndísar Björgvinsdóttur, fagstjóra fræðagreina. Hrefna segir vinnuna við blaðið hafa gengið vel og hópurinn sé ánægður með afraksturinn. „Við byrjuðum fyrir jól að vinna blaðið og skiptum með okkur verkum. Þetta var mikil tilraunastarfsemi, við vildum gera eitthvað nýtt og prófuðum okkur áfram. Það er lögð áhersla á fræðilega umræðu, líflegar hugmyndir og skoðanaskipti en í blaðinu er mikið af flottum greinum. Þetta hjálpaði okkur sjálfum að víkka sjóndeildarhringinn og að sjá hvað er hægt að gera hlutina á ólíkan hátt og skerpti sýn okkar á hönnunarferlið. Blaðið sýnir vel hvað grafísk hönnun er að gera,“ segir Hrefna Lind. Hópurinn vann Mænu í samstarfi við prentsmiðjuna Odda og Gunnar Eggertsson hf. og voru fyrstu eintökin að koma úr prentun. „Það er allt að verða tilbúið fyrir útgáfuhófið,“ segir Hrefna.Hér má sjá myndband af Mænu í prentun. Á heimasíðunni mæna.is má skoða eldri útgáfur en sú nýjasta fer inn á vefinn við útgáfuna 11. mars. Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Menning Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Fleiri fréttir Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira
Úgáfuhóf Mænu, tímarits útskriftarnema í grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands, verður haldið á miðvikudag 11. mars í SÍM-salnum, Hafnarstræti 16. Klukkan 18. Þetta er sjötta árið sem Mæna er gefin út en markmið Mænu er að þenja mörk grafískrar hönnunar með tilraunastarfsemi og tilraunakenndum samræðum. „Mæna er fyrir alla sem hafa áhuga á grafískri hönnun, vilja kynna sér um hvað hún snýst og sjá hvað verið er að gera í Listaháskólanum. Þetta blað er alls ekki bara fyrir faglærða,“ segir Hrefna Lind Einarsdóttir, ein þeirra fimmtán útskriftarnema sem vinna blaðið á ár. „Mæna er alltaf unnin út frá ákveðnu þema hvert ár og núna var þemað „kerfi“. Við sáum um útlit blaðsins en það samanstendur af greinum og ljósmyndum. Mæna er mjög frökk og litrík í ár,“ segir Hrefna. „Við gefum hana út í fimm hundruð eintökum sem gefin verða í útgáfupartíinu. Fyrstir koma, fyrstir fá en upplagið klárast yfirleitt alltaf,“ bætir hún við. Greinarhöfundar eru meðal annarra Ármann Jakobsson, Ásta Jóhannsdóttir, Bryndís Björgvinsdóttir, Goddur, Hörður Lárusson og Thomas Pausz en ritstjórn er í höndum Birnu Geirfinnsdóttur, fagstjóra og lektors, og Bryndísar Björgvinsdóttur, fagstjóra fræðagreina. Hrefna segir vinnuna við blaðið hafa gengið vel og hópurinn sé ánægður með afraksturinn. „Við byrjuðum fyrir jól að vinna blaðið og skiptum með okkur verkum. Þetta var mikil tilraunastarfsemi, við vildum gera eitthvað nýtt og prófuðum okkur áfram. Það er lögð áhersla á fræðilega umræðu, líflegar hugmyndir og skoðanaskipti en í blaðinu er mikið af flottum greinum. Þetta hjálpaði okkur sjálfum að víkka sjóndeildarhringinn og að sjá hvað er hægt að gera hlutina á ólíkan hátt og skerpti sýn okkar á hönnunarferlið. Blaðið sýnir vel hvað grafísk hönnun er að gera,“ segir Hrefna Lind. Hópurinn vann Mænu í samstarfi við prentsmiðjuna Odda og Gunnar Eggertsson hf. og voru fyrstu eintökin að koma úr prentun. „Það er allt að verða tilbúið fyrir útgáfuhófið,“ segir Hrefna.Hér má sjá myndband af Mænu í prentun. Á heimasíðunni mæna.is má skoða eldri útgáfur en sú nýjasta fer inn á vefinn við útgáfuna 11. mars.
Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Menning Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Fleiri fréttir Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira