Áttundi mars var í gær Guðmundur Andri Thorsson skrifar 9. mars 2015 07:00 Í gær var áttundi mars – alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti, sem fær enn aukið gildi í huga okkar á þessu ári þegar við minnumst þess að hundrað ár eru liðin frá því að konur á Íslandi fengu kosningarétt. Bara hundrað ár síðan sjálfsagt þótti að útiloka annað kynið frá því að kjósa fulltrúa til alþingis. Einhver umræða fór fram um það í byrjun árs hvort nokkuð tæki því að minnast kosningaréttar kvenna sérstaklega vegna þess að um leið fengu fátækir og jarðnæðislausir karlar að kjósa í fyrsta sinn, sem vissulega voru mikil og merk tíðindi, og kallar á sérstakan fögnuð, en breytir auðvitað engu um það hvílík tímamót það voru í sögu þjóðarinnar að öðru kyninu væri ekki hreinlega neitað lengur um að kjósa. Það blasir eiginlega við. Ýmsir karlar mölduðu samt í móinn: Hvað er nú verið að rifja það upp? Allt er nú tínt til! Það hafa nú fleiri fengið kosningarétt og aldrei eru þessar kellingar til friðs… Og þar fram eftir götunum. Til eru karlar sem telja sig þurfa að gera athugasemdir við hvaðeina í kvennabaráttu og kvennasögu – allt, alltaf, alls staðar. Það er eins og gengur og ýmsar ástæður fyrir því; hjá einhverjum þráhyggjukennd þrasþörf, hjá öðrum þaulræktað skilningsleysi á því hvað sé svona merkilegt við það að vera kvenmaður; hjá enn öðrum einhvers konar ótti, óánægja og efasemdir um eigin stöðu í lífinu. Svo er til fólk sem virðist líta á mannréttindi sem einhvers konar köku sem sé til skiptanna; réttindi eins komi niður á réttindum annars. Þannig er það auðvitað ekki: almenn réttindi gagnast öllum; útmæld sérréttindi bitna á öllum, ekki síst forréttindafólkinu sjálfu. Eins og dæmin sanna.„We make her paint her face and dance“ Aðrir karlar vilja vera með. Auðvitað. Femínisminn er ein af hinum stóru og voldugu réttlætishreyfingum okkar daga og auðvelt að hrífast með, sérstaklega þegar haft er í huga hversu ótal margt er óunnið í þessum efnum. En sú þátttaka getur verið snúin. Og í öllum bylgjum femínismans hafa konur þurft að glíma við ráðríka karla. Mér er minnisstæður þáttur af Silfri Egils fyrir allmörgum árum þegar sátu saman kona sem er valinkunnur krati með rætur í Kvennalistanum og karl sem þá var í Vinstri grænum; og konan komst eiginlega ekkert að fyrir karlinum því hann þurfti að fá að tala svo mikið um það hvað hann væri mikill femínisti og útskýra fyrir konunni í hverju sú hugsjón fælist. Og stundum verður manni hugsað í þessu sambandi til söngsins hans Johns Lennon, Woman is the nigger of the world; sem manni þótti aldeilis flott lag og bregða upp sterkum myndum af kvennakúgun. Í lokin er þar endurtekin aftur og aftur línan: „We make her paint her face and dance…“ Með hverju árinu sem líður finnst mér þetta verri og verri lína. Eiginlega óskiljanlegt að maður sem eitt sinn var bítill skuli láta aðra eins vitleysu út úr sér. En þetta var árið 1972 þegar í tísku var að stara ómálaður í gaupnir sér, grár og gugginn af áhyggjum yfir ástandi heimsins og óhóflegri neyslu á makróbíótískum linsubaunum; sjálfur dansinn var léttúð. Hugmyndastraumarnir renna alltaf hver inn í annan og femínismi þessara ára tók lit af harðlífiskommúnisma maóismans. John Lennon var þarna genginn í EIK-ml og farinn að syngja á móti andlitsmálningu og dansi. Og farinn að gera lítið úr þeim konum sem mála sig og dansa – í nafni kvenna. Konur mála sig ekki vegna þess að karlar segi þeim að gera það. Þær velta ekki vöngum yfir kjólum og litum og sétteringum vegna þess að karlar vilji að þær geri það. Slíkar pælingar hjá konum eru ekki ómerkilegur hégómi eða léttvæg iðja heldur mikilsverður þáttur í mannlegu atferli og merkileg kvennamenning. Það er ekki ónáttúra að mála sig heldur hitt: að mála sig ekki. Það er öfugsnúið að gera ekkert með litasamsetningar, klæðast helst engu öðru en svörtu og hvítu. Hinn kristni vestræni gagnkynhneigði skrifstofumaður, óskreyttur í jakkafötum, er ekki reglan heldur undantekningin. Og þarf svo sem ekki að líta lengi í kringum sig í vestrænum stórborgum til að sjá það.Hvað ber að gera? Áttundi mars í gær og ég læt hér dæluna ganga um karla. Það er náttúrlega dæmigert, en kannski við hæfi líka því að hver er ég svo sem að fara að setja á tölur um verkefni dagsins í kvennabaráttunni. Það eina sem ég get er að vona að hún dafni og þetta afmæli verði íslenskum konum tækifæri til að gera eitthvað stórkostlegt sem gæti gagnast okkur öllum. Við lifum á válegum tímum og við þurfum sárlega á nýsköpun að halda í pólitískri hugsun – á borð við þá sem Kvennalistinn var á sinni tíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Í gær var áttundi mars – alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti, sem fær enn aukið gildi í huga okkar á þessu ári þegar við minnumst þess að hundrað ár eru liðin frá því að konur á Íslandi fengu kosningarétt. Bara hundrað ár síðan sjálfsagt þótti að útiloka annað kynið frá því að kjósa fulltrúa til alþingis. Einhver umræða fór fram um það í byrjun árs hvort nokkuð tæki því að minnast kosningaréttar kvenna sérstaklega vegna þess að um leið fengu fátækir og jarðnæðislausir karlar að kjósa í fyrsta sinn, sem vissulega voru mikil og merk tíðindi, og kallar á sérstakan fögnuð, en breytir auðvitað engu um það hvílík tímamót það voru í sögu þjóðarinnar að öðru kyninu væri ekki hreinlega neitað lengur um að kjósa. Það blasir eiginlega við. Ýmsir karlar mölduðu samt í móinn: Hvað er nú verið að rifja það upp? Allt er nú tínt til! Það hafa nú fleiri fengið kosningarétt og aldrei eru þessar kellingar til friðs… Og þar fram eftir götunum. Til eru karlar sem telja sig þurfa að gera athugasemdir við hvaðeina í kvennabaráttu og kvennasögu – allt, alltaf, alls staðar. Það er eins og gengur og ýmsar ástæður fyrir því; hjá einhverjum þráhyggjukennd þrasþörf, hjá öðrum þaulræktað skilningsleysi á því hvað sé svona merkilegt við það að vera kvenmaður; hjá enn öðrum einhvers konar ótti, óánægja og efasemdir um eigin stöðu í lífinu. Svo er til fólk sem virðist líta á mannréttindi sem einhvers konar köku sem sé til skiptanna; réttindi eins komi niður á réttindum annars. Þannig er það auðvitað ekki: almenn réttindi gagnast öllum; útmæld sérréttindi bitna á öllum, ekki síst forréttindafólkinu sjálfu. Eins og dæmin sanna.„We make her paint her face and dance“ Aðrir karlar vilja vera með. Auðvitað. Femínisminn er ein af hinum stóru og voldugu réttlætishreyfingum okkar daga og auðvelt að hrífast með, sérstaklega þegar haft er í huga hversu ótal margt er óunnið í þessum efnum. En sú þátttaka getur verið snúin. Og í öllum bylgjum femínismans hafa konur þurft að glíma við ráðríka karla. Mér er minnisstæður þáttur af Silfri Egils fyrir allmörgum árum þegar sátu saman kona sem er valinkunnur krati með rætur í Kvennalistanum og karl sem þá var í Vinstri grænum; og konan komst eiginlega ekkert að fyrir karlinum því hann þurfti að fá að tala svo mikið um það hvað hann væri mikill femínisti og útskýra fyrir konunni í hverju sú hugsjón fælist. Og stundum verður manni hugsað í þessu sambandi til söngsins hans Johns Lennon, Woman is the nigger of the world; sem manni þótti aldeilis flott lag og bregða upp sterkum myndum af kvennakúgun. Í lokin er þar endurtekin aftur og aftur línan: „We make her paint her face and dance…“ Með hverju árinu sem líður finnst mér þetta verri og verri lína. Eiginlega óskiljanlegt að maður sem eitt sinn var bítill skuli láta aðra eins vitleysu út úr sér. En þetta var árið 1972 þegar í tísku var að stara ómálaður í gaupnir sér, grár og gugginn af áhyggjum yfir ástandi heimsins og óhóflegri neyslu á makróbíótískum linsubaunum; sjálfur dansinn var léttúð. Hugmyndastraumarnir renna alltaf hver inn í annan og femínismi þessara ára tók lit af harðlífiskommúnisma maóismans. John Lennon var þarna genginn í EIK-ml og farinn að syngja á móti andlitsmálningu og dansi. Og farinn að gera lítið úr þeim konum sem mála sig og dansa – í nafni kvenna. Konur mála sig ekki vegna þess að karlar segi þeim að gera það. Þær velta ekki vöngum yfir kjólum og litum og sétteringum vegna þess að karlar vilji að þær geri það. Slíkar pælingar hjá konum eru ekki ómerkilegur hégómi eða léttvæg iðja heldur mikilsverður þáttur í mannlegu atferli og merkileg kvennamenning. Það er ekki ónáttúra að mála sig heldur hitt: að mála sig ekki. Það er öfugsnúið að gera ekkert með litasamsetningar, klæðast helst engu öðru en svörtu og hvítu. Hinn kristni vestræni gagnkynhneigði skrifstofumaður, óskreyttur í jakkafötum, er ekki reglan heldur undantekningin. Og þarf svo sem ekki að líta lengi í kringum sig í vestrænum stórborgum til að sjá það.Hvað ber að gera? Áttundi mars í gær og ég læt hér dæluna ganga um karla. Það er náttúrlega dæmigert, en kannski við hæfi líka því að hver er ég svo sem að fara að setja á tölur um verkefni dagsins í kvennabaráttunni. Það eina sem ég get er að vona að hún dafni og þetta afmæli verði íslenskum konum tækifæri til að gera eitthvað stórkostlegt sem gæti gagnast okkur öllum. Við lifum á válegum tímum og við þurfum sárlega á nýsköpun að halda í pólitískri hugsun – á borð við þá sem Kvennalistinn var á sinni tíð.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun