Toppurinn í frábærri tónleikaröð Jónas Sen skrifar 14. mars 2015 12:00 Flutningur Richards Goode á Beethoven var snilldarlega útfærður. Heimspíanistar í Hörpu Richard Goode píanóleikari lék verk eftir Beethoven. Norðurljós í Hörpu, þriðjudaginn 10. mars. Ein skemmtilegasta tónleikaröðin á Íslandi er án efa Heimspíanistar í Hörpu. Þar gefst fólki tækifæri til að heyra einleikstónleika með píanóleikurum í fremstu röð. Áður fyrr voru slíkir tónleikar á vegum Tónlistarfélagsins, en þeir lögðust af fyrir löngu. Í mörg ár fyrir tíð Hörpu gerðist það því varla að erlendir píanóleikarar héldu einleikstónleika á Íslandi. Það var helst á Listahátíð að þeir sóttu okkur heim. Því er tónleikalífið í Hörpu frábært. Þetta sannaðist á tónleikum bandaríska píanistans Richards Goode (f. 1943) í Norðurljósum á þriðjudagskvöldið. Hann lék þrjár síðustu sónötur Beethovens. Það verður lengi í minnum haft, þetta var einhver magnaðasti tónaseiður sem ég hef upplifað lengi. Hvað var svona flott? Jú, það var hvernig Goode tókst að fanga anda Beethovens og miðla honum til áheyrenda. Síðustu þrjár píanósónöturnar eru meðal þess sem telst vera hápunkturinn á ævistarfi tónskáldsins. Þetta er á köflum innhverf tónlist. Hún er full af andakt, en tilfinningalega er hún oft óræð, jafnvel mótsagnakennd. Því er ekki sjálfgefið að hún skili sér í flutningi. En það gerði hún fyllilega í meðförum píanóleikarans. Heyrn Beethovens byrjaði að dala fyrir þrítugt, og hann var orðinn heyrnarlaus þegar hann samdi mörg mögnuðustu verk sín, eins og t.d. níundu sinfóníuna. Eins og gefur að skilja var heyrnarleysið gríðarlegt áfall, og olli miklum innri átökum sem gegnsýrðu verk tónskáldsins. Venjulega er þessu skipt í þrjú tímabil. Hið fyrsta var áður en heyrnarleysið gerði vart við sig, og allt gekk eins og best varð á kosið í lífi Beethovens. Á öðru tímabilinu snerist tónsköpun hans um heyrnarleysið og örlögin, náttúruna, vilja Guðs, manninn og alheiminn. En í verkum þriðja tímabilsins er að finna uppgjör, nýja lífsýn og sátt, sem þó er þrungin trega. Þetta er svo áberandi í síðustu þremur píanósónötunum. Þar eru átök, en niðurstaðan er ýmist friðsæl eða fagnandi, þótt sorgin sé aldrei langt undan. Goode hafði þetta fullkomlega á valdi sínu. Leikur hans var dásamlega mjúkur, túlkunin djúp og full af skáldskap. Sérstaklega falleg var sónatan op. 110, sem í túlkun Goodes var byggð upp á einkar sannfærandi hátt. Í sónötunni er fúga sem var gædd magnaðri stígandi. Sorgarsöngurinn sem fléttast inn í hana var unaðslega fagur og þegar allt sprakk í hamslausri gleði í lokin var það afar áhrifamikið. Sömu sögu er að segja um seinni kaflann í sónötunni op. 111, sem var ekki af þessum heimi. Sónatan er í tveimur köflum, sá fyrri er hraður og ákafur, en hinn síðari þögull og draumkenndur. Þar er eins og tónlistin hverfi inn í eitthvert algleymi sem erfitt er að skilgreina. Það var snilldarlega útfært af Goode, tónarnir voru fullkomlega mótaðir, smæstu blæbrigði voru skýr og heildarmyndin sterk. Þetta var sjaldgæfur unaður.Niðurstaða: Algerlega frábær túlkun á Beethoven. Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Heimspíanistar í Hörpu Richard Goode píanóleikari lék verk eftir Beethoven. Norðurljós í Hörpu, þriðjudaginn 10. mars. Ein skemmtilegasta tónleikaröðin á Íslandi er án efa Heimspíanistar í Hörpu. Þar gefst fólki tækifæri til að heyra einleikstónleika með píanóleikurum í fremstu röð. Áður fyrr voru slíkir tónleikar á vegum Tónlistarfélagsins, en þeir lögðust af fyrir löngu. Í mörg ár fyrir tíð Hörpu gerðist það því varla að erlendir píanóleikarar héldu einleikstónleika á Íslandi. Það var helst á Listahátíð að þeir sóttu okkur heim. Því er tónleikalífið í Hörpu frábært. Þetta sannaðist á tónleikum bandaríska píanistans Richards Goode (f. 1943) í Norðurljósum á þriðjudagskvöldið. Hann lék þrjár síðustu sónötur Beethovens. Það verður lengi í minnum haft, þetta var einhver magnaðasti tónaseiður sem ég hef upplifað lengi. Hvað var svona flott? Jú, það var hvernig Goode tókst að fanga anda Beethovens og miðla honum til áheyrenda. Síðustu þrjár píanósónöturnar eru meðal þess sem telst vera hápunkturinn á ævistarfi tónskáldsins. Þetta er á köflum innhverf tónlist. Hún er full af andakt, en tilfinningalega er hún oft óræð, jafnvel mótsagnakennd. Því er ekki sjálfgefið að hún skili sér í flutningi. En það gerði hún fyllilega í meðförum píanóleikarans. Heyrn Beethovens byrjaði að dala fyrir þrítugt, og hann var orðinn heyrnarlaus þegar hann samdi mörg mögnuðustu verk sín, eins og t.d. níundu sinfóníuna. Eins og gefur að skilja var heyrnarleysið gríðarlegt áfall, og olli miklum innri átökum sem gegnsýrðu verk tónskáldsins. Venjulega er þessu skipt í þrjú tímabil. Hið fyrsta var áður en heyrnarleysið gerði vart við sig, og allt gekk eins og best varð á kosið í lífi Beethovens. Á öðru tímabilinu snerist tónsköpun hans um heyrnarleysið og örlögin, náttúruna, vilja Guðs, manninn og alheiminn. En í verkum þriðja tímabilsins er að finna uppgjör, nýja lífsýn og sátt, sem þó er þrungin trega. Þetta er svo áberandi í síðustu þremur píanósónötunum. Þar eru átök, en niðurstaðan er ýmist friðsæl eða fagnandi, þótt sorgin sé aldrei langt undan. Goode hafði þetta fullkomlega á valdi sínu. Leikur hans var dásamlega mjúkur, túlkunin djúp og full af skáldskap. Sérstaklega falleg var sónatan op. 110, sem í túlkun Goodes var byggð upp á einkar sannfærandi hátt. Í sónötunni er fúga sem var gædd magnaðri stígandi. Sorgarsöngurinn sem fléttast inn í hana var unaðslega fagur og þegar allt sprakk í hamslausri gleði í lokin var það afar áhrifamikið. Sömu sögu er að segja um seinni kaflann í sónötunni op. 111, sem var ekki af þessum heimi. Sónatan er í tveimur köflum, sá fyrri er hraður og ákafur, en hinn síðari þögull og draumkenndur. Þar er eins og tónlistin hverfi inn í eitthvert algleymi sem erfitt er að skilgreina. Það var snilldarlega útfært af Goode, tónarnir voru fullkomlega mótaðir, smæstu blæbrigði voru skýr og heildarmyndin sterk. Þetta var sjaldgæfur unaður.Niðurstaða: Algerlega frábær túlkun á Beethoven.
Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira