Ætlaði alltaf að verða búðarkona Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 19. mars 2015 09:00 Snúran opnar í Síðumúla í dag og það er allt að verða tilbúið. Vísir/Pjetur „Það var þrennt sem ég ætlaði að gera þegar ég var lítil. Ég ætlaði alltaf að verða búðarkona, fegurðardrottning og ekki gifta mig. Ég er gift og með fjögur börn þannig ég ætla að láta þann draum að verða búðarkona rætast, “ segir Rakel Hlín Bergsdóttir, eigandi verslunarinnar Snúran, hlæjandi. Í dag opnar Snúran verslun í húsnæði í Síðumúla en Snúran hefur fram til þessa einungis verið vefverslun. „Þetta var orðið svo rosalega mikið að ég var alveg búin að sprengja utan af mér allt hérna heima,“ segir Rakel um ástæður þess að hún ákvað að opna verslunina. „Þótt fólk sé mikið að panta á netinu þá er stór hópur sem vill fá að skoða vöruna.“ Snúruna opnaði Rakel fyrir rúmu ári og hafa viðtökurnar verið vonum framar. „Ég ætlaði bara að vera í námi og skráði mig í master í fjarnámi. Ég hef ekki geta gert neitt í því, þetta er bara búin að vera full vinna síðan ég byrjaði,“ segir hún og hlær. Vöruúrval verslunarinnar mun óhjákvæmilega stækka í kjölfar stærra rýmis. „Ég er búin að bæta við mig svolítið af stærri húsgögnum, stólum, gólfmottum og borðum.“ En verslunin selur meðal annars vörur frá merkjunum Pia Wallén, Herman Cph og íslenska hönnun frá Pyro Pets og Finnsdóttur. Í tilefni af opnuninni verður opnunarteiti í nýjum húskynnum Snúrunnar að Síðumúla 21 klukkan fimm. Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira
„Það var þrennt sem ég ætlaði að gera þegar ég var lítil. Ég ætlaði alltaf að verða búðarkona, fegurðardrottning og ekki gifta mig. Ég er gift og með fjögur börn þannig ég ætla að láta þann draum að verða búðarkona rætast, “ segir Rakel Hlín Bergsdóttir, eigandi verslunarinnar Snúran, hlæjandi. Í dag opnar Snúran verslun í húsnæði í Síðumúla en Snúran hefur fram til þessa einungis verið vefverslun. „Þetta var orðið svo rosalega mikið að ég var alveg búin að sprengja utan af mér allt hérna heima,“ segir Rakel um ástæður þess að hún ákvað að opna verslunina. „Þótt fólk sé mikið að panta á netinu þá er stór hópur sem vill fá að skoða vöruna.“ Snúruna opnaði Rakel fyrir rúmu ári og hafa viðtökurnar verið vonum framar. „Ég ætlaði bara að vera í námi og skráði mig í master í fjarnámi. Ég hef ekki geta gert neitt í því, þetta er bara búin að vera full vinna síðan ég byrjaði,“ segir hún og hlær. Vöruúrval verslunarinnar mun óhjákvæmilega stækka í kjölfar stærra rýmis. „Ég er búin að bæta við mig svolítið af stærri húsgögnum, stólum, gólfmottum og borðum.“ En verslunin selur meðal annars vörur frá merkjunum Pia Wallén, Herman Cph og íslenska hönnun frá Pyro Pets og Finnsdóttur. Í tilefni af opnuninni verður opnunarteiti í nýjum húskynnum Snúrunnar að Síðumúla 21 klukkan fimm.
Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira