Fátt er svo með öllu illt Óli Kristján Ármannsson skrifar 20. mars 2015 07:00 Nýbirt skoðanakönnun MMR staðfestir gott gengi Pírata sem fram kom í könnun Fréttablaðsins fyrir viku. Þá voru Píratar næststærsti stjórnmálaflokkur landsins. Í millitíðinni lagði utanríkisráðherra og ríkisstjórnin öll upp í leiðangur með bréf til Evrópusambandsins. Núna eru Píratar orðnir stærsti stjórnmálaflokkur landsins. Fleira hjálpar Pírötum en óánægja fólks með framgöngu stjórnarinnar. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur vakið athygli fyrir vasklega framgöngu í störfum sínum fyrir flokkinn á þingi og í umræðum utan þings. Hann þykir réttsýnn og glöggur, um leið og hann er sagður nálgast viðfangsefni sín af ákveðinni auðmýkt. Hann er ekkert að þykjast. Þetta endurspeglaðist ágætlega í umræðum um störf þingsins á miðvikudag þar sem Helgi Hrafn velti fyrir sér umbótum sem huga mætti að í ljósi þess hvernig ríkisstjórnin hafi kosið að sniðganga Alþingi í samskiptum við Evrópusambandið. Hugmyndirnar hafa sumar verið viðraðar áður og virðast um margt ágætar, svo sem að stuðla að auknum aðskilnaði löggjafar- og framkvæmdarvaldsins með því að ráðherrar sitji ekki á þingi. Þá orðaði hann málskotsrétt þjóðarinnar þegar ekki tekst að útkljá mál á Alþingi og málskotsrétt minnihluta Alþingis, þannig að þriðjungur þingmanna geti kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þetta eru hógværar, ódýrar og einfaldar lausnir sem mundu koma okkur fram á við. Þá getum við kannski hætt þessum andskotans sandkassaleik,“ klykkti hann út og hlaut fyrir ákúrur þingforseta vegna orðbragðsins. Margir gætu þó vel tekið undir með Helga Hrafni og láta framsetninguna ekki trufla sig neitt, enda bara töluð íslenska. Niðurstaða skoðanakönnunar sem Fréttablaðið birtir í dag endurspeglar aftur á móti óánægju fólks með framgöngu utanríkisráðherra í samskiptum við Evrópusambandið. Heilt yfir kann fólk yfirleitt ekki að meta einhverja klækjaleiki til að fá vilja sínum framgengt eða verja einhverja óskilgreinda hagsmuni. Og þó að tæpur fjórðungur kunni að láta sem sér líki ágætlega og telur þá kannski að tilgangurinn helgi meðalið þá hlýtur það að vera utanríkisráðherra og stjórninni allri áhyggjuefni að 63 prósent aðspurðra í könnuninni hafa illan bifur á stjórnarháttunum. En fátt er svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott. Yfirgengilegur valdhroki og þjösnaskapur í stjórnarháttum er líklega sú leið sem líklegust er til að vekja pólitíska vitund ungmenna þessa lands. Unga fólkið er einmitt sá hópur sem síst hefur skilað sér á kjörstað. Haldi stjórnin uppteknum hætti má eins gera ráð fyrir að niðurstöður skoðanakannana um stuðning við Pírata nú gangi eftir þegar kemur að kosningum. Vitanlega getur margt gerst og fylgi stjórnmálaafla sveiflast, en víst er að flokkar, jafnvel gamalgrónir, geta ekki gengið að fylginu vísu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun
Nýbirt skoðanakönnun MMR staðfestir gott gengi Pírata sem fram kom í könnun Fréttablaðsins fyrir viku. Þá voru Píratar næststærsti stjórnmálaflokkur landsins. Í millitíðinni lagði utanríkisráðherra og ríkisstjórnin öll upp í leiðangur með bréf til Evrópusambandsins. Núna eru Píratar orðnir stærsti stjórnmálaflokkur landsins. Fleira hjálpar Pírötum en óánægja fólks með framgöngu stjórnarinnar. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur vakið athygli fyrir vasklega framgöngu í störfum sínum fyrir flokkinn á þingi og í umræðum utan þings. Hann þykir réttsýnn og glöggur, um leið og hann er sagður nálgast viðfangsefni sín af ákveðinni auðmýkt. Hann er ekkert að þykjast. Þetta endurspeglaðist ágætlega í umræðum um störf þingsins á miðvikudag þar sem Helgi Hrafn velti fyrir sér umbótum sem huga mætti að í ljósi þess hvernig ríkisstjórnin hafi kosið að sniðganga Alþingi í samskiptum við Evrópusambandið. Hugmyndirnar hafa sumar verið viðraðar áður og virðast um margt ágætar, svo sem að stuðla að auknum aðskilnaði löggjafar- og framkvæmdarvaldsins með því að ráðherrar sitji ekki á þingi. Þá orðaði hann málskotsrétt þjóðarinnar þegar ekki tekst að útkljá mál á Alþingi og málskotsrétt minnihluta Alþingis, þannig að þriðjungur þingmanna geti kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þetta eru hógværar, ódýrar og einfaldar lausnir sem mundu koma okkur fram á við. Þá getum við kannski hætt þessum andskotans sandkassaleik,“ klykkti hann út og hlaut fyrir ákúrur þingforseta vegna orðbragðsins. Margir gætu þó vel tekið undir með Helga Hrafni og láta framsetninguna ekki trufla sig neitt, enda bara töluð íslenska. Niðurstaða skoðanakönnunar sem Fréttablaðið birtir í dag endurspeglar aftur á móti óánægju fólks með framgöngu utanríkisráðherra í samskiptum við Evrópusambandið. Heilt yfir kann fólk yfirleitt ekki að meta einhverja klækjaleiki til að fá vilja sínum framgengt eða verja einhverja óskilgreinda hagsmuni. Og þó að tæpur fjórðungur kunni að láta sem sér líki ágætlega og telur þá kannski að tilgangurinn helgi meðalið þá hlýtur það að vera utanríkisráðherra og stjórninni allri áhyggjuefni að 63 prósent aðspurðra í könnuninni hafa illan bifur á stjórnarháttunum. En fátt er svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott. Yfirgengilegur valdhroki og þjösnaskapur í stjórnarháttum er líklega sú leið sem líklegust er til að vekja pólitíska vitund ungmenna þessa lands. Unga fólkið er einmitt sá hópur sem síst hefur skilað sér á kjörstað. Haldi stjórnin uppteknum hætti má eins gera ráð fyrir að niðurstöður skoðanakannana um stuðning við Pírata nú gangi eftir þegar kemur að kosningum. Vitanlega getur margt gerst og fylgi stjórnmálaafla sveiflast, en víst er að flokkar, jafnvel gamalgrónir, geta ekki gengið að fylginu vísu.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun