Tapi snúið í hagnað eftir bið frá 2007 Óli Kristján Ármannsson skrifar 28. mars 2015 07:00 Aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna forsendubrestsins svokallaða bera með sér milljarðakostnað fyrir Íbúðalánasjóð. Fréttablaðið/GVA Tap Íbúðalánasjóðs vegna skuldaleiðréttingaraðgerða ríkisstjórnarinnar var fyrirséð. Að sögn Sigurðar Erlingssonar, forstjóra sjóðsins, liggur líka fyrir vilyrði stjórnvalda um fjárveitingu til að mæta kostnaðinum. Ekki liggur þó fyrir hvernig eða hvenær sjóðnum verður bætt upp tapið. Í félags- og húsnæðismálaráðuneytinu er enn unnið að heildarendurskoðun húsnæðismála. Búist er við að hluti þeirrar endurskoðunar verði lagður fyrir Alþingi næstu daga í formi nýrra lagafrumvarpa. Stjórn sjóðsins vekur athygli á fyrirséðu tapi vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar í skuldamálum í skýrslu sinni með ársreikningi síðasta árs sem lagður var fram á fimmtudag. Þar kemur fram að tapaðar vaxtatekjur sjóðsins vegna aðgerðanna geti numið 900 til 1.350 milljónum króna á ári næstu ár. Töluvert hefur hallað á sjóðinn eftir hrun, bæði vegna greiðsluvanda fólks og uppgreiðslu lána. Frá hruni hefur ríkið þurft að leggja sjóðnum til 53,5 milljarða.Sigurður ErlingssonSigurður segir sjóðinn ekki hafa getað annað en vakið athygli á áhrifum úrræða ríkisins í skýrslu stjórnar og forstjóra í ársskýrslu sinni. Kostnaðurinn segir hann að fari svo minnkandi á ári hverju eftir því sem lán greiðast niður. „En þetta er einhvers staðar í kring um tíu milljarða króna, varlega áætlað.“ Þótt þarna séu kannski slæmar fréttir að hluta bendir Sigurður á að mikill og ánægjulegur viðsnúningur hafi orðið á rekstri sjóðsins sem á síðasta ári skilaði hagnaði í fyrsta sinn frá árinu 2007. Hagnaður 2014 nemur rúmum 3,2 milljörðum króna, samanborið við tæplega 4,4 milljarða króna tap árið áður. Ríkissjóður mun því ekki þurfa að leggja sjóðnum til eigið fé vegna rekstursins á síðasta ári. „Það hefur mjög mikið áunnist,“ segir Sigurður og telur þar koma til bæði árangur af hagræðingaraðgerðum, auk þess sem færð sé til baka virðisrýrnun sem orðið hafi vegna hrunsins. „Þetta kemur í raun flatt upp á marga,“ segir Sigurður því öll umræða um sjóðinn hafi síðustu ár verið mjög neikvæð. Skort hafi bæði þolinmæði og skilning á því að tíma tæki að vinna úr efnahagshruninu. „En þegar þessi atriði klárast og efnahagsreikningurinn verður eðlilegri þá eru möguleikar til staðar.“ Taprekstrarár og innspýting frá ríkinu hafi eðlilega mótað umræðuna. „En mér finnst þetta tækifæri til að sýna að ástandið er ekki svona svakalega slæmt í raun og hlutirnir togast í rétta átt. Það eru líka stóru tíðindin í uppgjörinu,“ segir Sigurður. Alþingi Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Tap Íbúðalánasjóðs vegna skuldaleiðréttingaraðgerða ríkisstjórnarinnar var fyrirséð. Að sögn Sigurðar Erlingssonar, forstjóra sjóðsins, liggur líka fyrir vilyrði stjórnvalda um fjárveitingu til að mæta kostnaðinum. Ekki liggur þó fyrir hvernig eða hvenær sjóðnum verður bætt upp tapið. Í félags- og húsnæðismálaráðuneytinu er enn unnið að heildarendurskoðun húsnæðismála. Búist er við að hluti þeirrar endurskoðunar verði lagður fyrir Alþingi næstu daga í formi nýrra lagafrumvarpa. Stjórn sjóðsins vekur athygli á fyrirséðu tapi vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar í skuldamálum í skýrslu sinni með ársreikningi síðasta árs sem lagður var fram á fimmtudag. Þar kemur fram að tapaðar vaxtatekjur sjóðsins vegna aðgerðanna geti numið 900 til 1.350 milljónum króna á ári næstu ár. Töluvert hefur hallað á sjóðinn eftir hrun, bæði vegna greiðsluvanda fólks og uppgreiðslu lána. Frá hruni hefur ríkið þurft að leggja sjóðnum til 53,5 milljarða.Sigurður ErlingssonSigurður segir sjóðinn ekki hafa getað annað en vakið athygli á áhrifum úrræða ríkisins í skýrslu stjórnar og forstjóra í ársskýrslu sinni. Kostnaðurinn segir hann að fari svo minnkandi á ári hverju eftir því sem lán greiðast niður. „En þetta er einhvers staðar í kring um tíu milljarða króna, varlega áætlað.“ Þótt þarna séu kannski slæmar fréttir að hluta bendir Sigurður á að mikill og ánægjulegur viðsnúningur hafi orðið á rekstri sjóðsins sem á síðasta ári skilaði hagnaði í fyrsta sinn frá árinu 2007. Hagnaður 2014 nemur rúmum 3,2 milljörðum króna, samanborið við tæplega 4,4 milljarða króna tap árið áður. Ríkissjóður mun því ekki þurfa að leggja sjóðnum til eigið fé vegna rekstursins á síðasta ári. „Það hefur mjög mikið áunnist,“ segir Sigurður og telur þar koma til bæði árangur af hagræðingaraðgerðum, auk þess sem færð sé til baka virðisrýrnun sem orðið hafi vegna hrunsins. „Þetta kemur í raun flatt upp á marga,“ segir Sigurður því öll umræða um sjóðinn hafi síðustu ár verið mjög neikvæð. Skort hafi bæði þolinmæði og skilning á því að tíma tæki að vinna úr efnahagshruninu. „En þegar þessi atriði klárast og efnahagsreikningurinn verður eðlilegri þá eru möguleikar til staðar.“ Taprekstrarár og innspýting frá ríkinu hafi eðlilega mótað umræðuna. „En mér finnst þetta tækifæri til að sýna að ástandið er ekki svona svakalega slæmt í raun og hlutirnir togast í rétta átt. Það eru líka stóru tíðindin í uppgjörinu,“ segir Sigurður.
Alþingi Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira