Hárbeitt og bráðfyndin samfélagsádeila Sigríður Jónsdóttir skrifar 31. mars 2015 11:30 Birgitta Birgisdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir og Arndís Hrönn Egilsdóttir í hlutverkum sínum. Hystory Samstarfssýning Borgarleikhússins og Sokkabandsins Höfundur: Kristín Eiríksdóttir Leikarar: Arndís Hrönn Egilsdóttir, Birgitta Birgisdóttir og Elma Lísa Gunnarsdóttir Leikstjórn: Ólafur Egill EgilssonLeikmynd og búningar: Eva Signý BergerLýsing: Valdimar JóhannssonTónlist: Högni Egilsson og Valdimar JóhannssonHljóð: Baldvin Magnússon Borgarleikhúsið, í samstarfi við leikhópinn Sokkabandið, frumsýndi nýtt leikverk eftir Kristínu Eiríksdóttur í leikstjórn Ólafs Egils Egilssonar síðasta föstudag. Þrjár æskuvinkonur hittast eftir langan tíma, allar hafa þær sinn djöful að draga en deila sameiginlegu leyndarmáli. Dagný ákveður að bjóða Beggu og Lilju í heimsókn til að lagfæra þetta samskiptaleysi og draga fortíðina upp á yfirborðið en er samt ekki alveg tilbúin að vera vinkona þeirra á Facebook, slíkt væri of mikið. Leikhópurinn er þéttur og stendur sig almennt vel en fyrst verður að nefna Arndísi Hrönn í hlutverki hinnar keðjureykjandi Beggu sem er á algjörum heimavelli í veröld Kristínar. Hnitmiðaðar árásir hennar á samfélagið og æskuvinkonur sínar eru ótrúlega vel tímasettar, brjálæðislega fyndnar og gríðarlega sorglegar allt í senn. Hún leiftrar í sýningunni, jafnvel í þögninni. Viðkvæma blómið Lilja, leikin af Birgittu Birgisdóttur, fölnar við hvers kyns áreiti, heldur því fram að samskipti hennar og barnsföður hennar séu hin ágætustu þrátt fyrir að hann hafi blokkerað hana á Facebook. Birgitta fer á kostum þegar Lilja mætir niðurbrotin á baðslopp í Nettó út á Granda og umkomuleysi hennar er einstaklega vel leikið. Dagný, aðjúnktinn sem er enn að aðlagast nýju lífi eftir að sambýlismaður hennar uppgötvaði forsögu hennar og fór, er leikin af Elmu Lísu Gunnarsdóttur. Frammistaða Elmu Lísu er nokkuð góð, sérstaklega í samleik leikkvennanna þriggja, en líður örlítið fyrir litleysi Dagnýjar. Kristín hikar ekki við að spila með og snúa upp á leikritsformið þannig að persónurnar bæði ávarpa áhorfendur og virðast að einhverju leyti vera meðvitaðar um sína eigin sviðsetningu. Oft verða þessi snöggu uppbrot bráðfyndin og heppnast iðulega vel án þess að verkið missi úr takt. Hugmyndaauðgi og skarpur húmor einkennir textann þar sem samfélagið er tekið rækilega fyrir. Búningar og leikmynd eru í höndum Evu Signýjar en sviðshönnunin er með skemmtilegasta móti. Litla sviðið er afmarkað með hvítum gluggatjöldum, umkringt gervipottablómum og efst fyrir miðju trónir sjónvarp sem sýnir auglýsingar frá 1995 í byrjun sýningar. Leikmunum er komið fyrir í pappakassa, líkt og gömlum minningum, sem liggja á víð og dreif um sviðið. Bara ef búningarnir hefðu verið eins magnaðir, gráu blússurnar og buxurnar með dýramunstrinu voru heldur óspennandi. Valdimar Jóhannsson sér um lýsingu verksins og skapar dularfullt andrúmsloft yfirfullt af skuggum. Í lokasenu Hystory sést hversu frjótt samstarfið milli hans og Högna Egilssonar hefur verið en þeir sjá saman um tónlistina. Inn í þetta bætir Baldvin Magnússon áhrifamikilli hljóðmynd. Á einhverjum tímapunkti umturnast sviðið úr settlegri stofu í altari, stað fórnar þar sem eftirsjá, sorg og gömlum minningum er sturtað á stofugólfið, umlukið sígarettureyk og drekkt í nokkrum lítrum af rauðvíni og landa. Snjallar og heildstæðar lausnir einkenna mjög sterka leikstjórn Ólafs Egils, en hann hikar ekki við að brjóta upp textann og gefur einstaka senum gott pláss til að vaxa. Líkamleg umbreyting kvennanna undir lokin er vissulega sniðug en má hugsa hvort of margir lausir endar séu hnýttir. Einnig má kannski nefna að þrátt fyrir afhjúpanir kvennanna þá taka þær ekki miklum persónulegum breytingum í verkinu en breytast í eins konar ævintýralegar táknmyndir. Þetta eru smáatriði því Kristín Eiríksdóttir er virkilega spennandi leikskáld og vonandi líður ekki á löngu þar til við sjáum nýtt leikverk eftir hana.Niðurstaða: Framúrskarandi nýtt íslenskt leikverk í frumlegri uppsetningu Ólafs Egils. Gagnrýni Menning Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Hystory Samstarfssýning Borgarleikhússins og Sokkabandsins Höfundur: Kristín Eiríksdóttir Leikarar: Arndís Hrönn Egilsdóttir, Birgitta Birgisdóttir og Elma Lísa Gunnarsdóttir Leikstjórn: Ólafur Egill EgilssonLeikmynd og búningar: Eva Signý BergerLýsing: Valdimar JóhannssonTónlist: Högni Egilsson og Valdimar JóhannssonHljóð: Baldvin Magnússon Borgarleikhúsið, í samstarfi við leikhópinn Sokkabandið, frumsýndi nýtt leikverk eftir Kristínu Eiríksdóttur í leikstjórn Ólafs Egils Egilssonar síðasta föstudag. Þrjár æskuvinkonur hittast eftir langan tíma, allar hafa þær sinn djöful að draga en deila sameiginlegu leyndarmáli. Dagný ákveður að bjóða Beggu og Lilju í heimsókn til að lagfæra þetta samskiptaleysi og draga fortíðina upp á yfirborðið en er samt ekki alveg tilbúin að vera vinkona þeirra á Facebook, slíkt væri of mikið. Leikhópurinn er þéttur og stendur sig almennt vel en fyrst verður að nefna Arndísi Hrönn í hlutverki hinnar keðjureykjandi Beggu sem er á algjörum heimavelli í veröld Kristínar. Hnitmiðaðar árásir hennar á samfélagið og æskuvinkonur sínar eru ótrúlega vel tímasettar, brjálæðislega fyndnar og gríðarlega sorglegar allt í senn. Hún leiftrar í sýningunni, jafnvel í þögninni. Viðkvæma blómið Lilja, leikin af Birgittu Birgisdóttur, fölnar við hvers kyns áreiti, heldur því fram að samskipti hennar og barnsföður hennar séu hin ágætustu þrátt fyrir að hann hafi blokkerað hana á Facebook. Birgitta fer á kostum þegar Lilja mætir niðurbrotin á baðslopp í Nettó út á Granda og umkomuleysi hennar er einstaklega vel leikið. Dagný, aðjúnktinn sem er enn að aðlagast nýju lífi eftir að sambýlismaður hennar uppgötvaði forsögu hennar og fór, er leikin af Elmu Lísu Gunnarsdóttur. Frammistaða Elmu Lísu er nokkuð góð, sérstaklega í samleik leikkvennanna þriggja, en líður örlítið fyrir litleysi Dagnýjar. Kristín hikar ekki við að spila með og snúa upp á leikritsformið þannig að persónurnar bæði ávarpa áhorfendur og virðast að einhverju leyti vera meðvitaðar um sína eigin sviðsetningu. Oft verða þessi snöggu uppbrot bráðfyndin og heppnast iðulega vel án þess að verkið missi úr takt. Hugmyndaauðgi og skarpur húmor einkennir textann þar sem samfélagið er tekið rækilega fyrir. Búningar og leikmynd eru í höndum Evu Signýjar en sviðshönnunin er með skemmtilegasta móti. Litla sviðið er afmarkað með hvítum gluggatjöldum, umkringt gervipottablómum og efst fyrir miðju trónir sjónvarp sem sýnir auglýsingar frá 1995 í byrjun sýningar. Leikmunum er komið fyrir í pappakassa, líkt og gömlum minningum, sem liggja á víð og dreif um sviðið. Bara ef búningarnir hefðu verið eins magnaðir, gráu blússurnar og buxurnar með dýramunstrinu voru heldur óspennandi. Valdimar Jóhannsson sér um lýsingu verksins og skapar dularfullt andrúmsloft yfirfullt af skuggum. Í lokasenu Hystory sést hversu frjótt samstarfið milli hans og Högna Egilssonar hefur verið en þeir sjá saman um tónlistina. Inn í þetta bætir Baldvin Magnússon áhrifamikilli hljóðmynd. Á einhverjum tímapunkti umturnast sviðið úr settlegri stofu í altari, stað fórnar þar sem eftirsjá, sorg og gömlum minningum er sturtað á stofugólfið, umlukið sígarettureyk og drekkt í nokkrum lítrum af rauðvíni og landa. Snjallar og heildstæðar lausnir einkenna mjög sterka leikstjórn Ólafs Egils, en hann hikar ekki við að brjóta upp textann og gefur einstaka senum gott pláss til að vaxa. Líkamleg umbreyting kvennanna undir lokin er vissulega sniðug en má hugsa hvort of margir lausir endar séu hnýttir. Einnig má kannski nefna að þrátt fyrir afhjúpanir kvennanna þá taka þær ekki miklum persónulegum breytingum í verkinu en breytast í eins konar ævintýralegar táknmyndir. Þetta eru smáatriði því Kristín Eiríksdóttir er virkilega spennandi leikskáld og vonandi líður ekki á löngu þar til við sjáum nýtt leikverk eftir hana.Niðurstaða: Framúrskarandi nýtt íslenskt leikverk í frumlegri uppsetningu Ólafs Egils.
Gagnrýni Menning Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira