Ekki lengur á vellinum á eigin forsendum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. apríl 2015 10:00 Það var stuð á æfingu kvennalandsliðsins í vikunni. Hér eru Margrét Lára og Guðný Björk Óðinsdóttir á flugi. fréttablaðið/vilhelm „Að sumu leyti líður mér eins og ég sé að byrja upp á nýtt. Það er svolítið skrítið að koma aftur inn í landsliðið eftir langa fjarveru,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir en hún kom aftur inn í íslenska landsliðið á Algarve-mótinu á dögunum en hún hafði þá verið fjarverandi í eitt og hálft ár þar sem hún eignaðist barn. Margrét Lára og stelpurnar í landsliðinu verða í eldlínunni í Kórnum í dag klukkan 14.00 er þær spila við sterkt lið Hollands í vináttulandsleik. „Hugarfarið hjá mér hefur líka breyst svolítið. Ég er farin að þroskast og taka meiri ábyrgð en áður. Maður hugsar meira um að hjálpa liðinu fyrst og fremst og leikmönnunum í kringum sig. Ég er orðin smá mamma í mér og það fer með mér út á völlinn líka. Ég er ekki lengur á vellinum á eigin forsendum að reyna að bæta eitthvað markamet,“ segir Margrét Lára en var hún þá bara að hugsa um sjálfa sig áður? „Nei, ég segi það nú ekki. Þetta er bara öðruvísi núna. Ég á sjö ára meiðslasögu á bakinu, er að eldast og veit að ég er ekkert að fara til Potsdam. Forsendurnar hjá mér hafa breyst og ég í leiðinni.“Losnar aldrei við meiðslin Eins og Margrét kemur inn á var hún að glíma við erfið meiðsli aftan í læri í mörg ár en það lagaðist eftir barnsburðinn. Sá gamlidraugur er þó byrjaður að banka aftur upp á. „Ég hef verið að lenda í smá vandræðum út af þessu. Það var búið að vera mikið álag og ég hélt að ég væri orðin alveg laus við þetta en það er ljóst að ég verð að lifa við þetta það sem eftir er af mínum ferli. Álagið á mér var því minnkað aftur og ég er í fínu jafnvægi núna.“ Framherjinn magnaði er kominn aftur á mála hjá sænska liðinu Kristianstad þar sem hún gerði það gott áður. „Það er mjög gaman og frábært að geta einbeitt sér að fótboltanum aftur. Það eru forréttindi að hafa boltann að atvinnu og maður verður að kreista það aðeins lengur,“ segir Margrét Lára en hún verður 29 ára gömul í sumar.vísir/gettyÆtlar í master í sálfræði Á meðan hún hefur spila fótbolta hefur hún líka menntað sig og er farin að huga að því sem tekur við er hún leggur skóna á hilluna. „Óneitanlega er ég farin að horfa fram á veginn því ég hef markmið varðandi atvinnu síðar meir. Ég er búin að klára BS í sálfræði og íþróttafræði og stefni á mastersnám í sálfræði. Meðan líkaminn er í góðu standi og ég hef svona gaman af þessu þá held ég áfram. Ég er búin að lofa þjálfaranum að fara í það minnsta með á næstu lokakeppni sem er 2017. Það væri gaman að toppa þar sem leikmaður með liðinu. Ég horfi því þangað og mun taka stöðuna eftir það.“ Margrét Lára er markahæsti leikmaður í sögu kvennalandsliðsins með 71 mark í 97 landsleikjum. Hvorki hún né aðrir leikmenn landsliðsins voru á skotskónum á Algarve-mótinu þar sem liðið skoraði ekki eitt einasta mark. „Við reyndum að taka það jákvæða úr mótinu. Það var fullt af flottum hlutum sem við vorum að gera. Við vorum að einbeita okkur að varnarleiknum og hann gekk mjög vel. Það má heldur ekki gleyma því að við vorum að spila á móti bestu þjóðum heims,“ segir Margrét en engu að síður hefur íslenska liðinu oft gengið vel á þessu móti og meðal annars komist í úrslit. Þetta var slakasta frammistaða Íslands á mótinu. „Þetta var æfingamót og við fengum út úr mótinu það sem við þurftum fyrir utan stigin. Ég held samt að það sé mikilvægt að við vinnum þennan leik gegn Hollandi. Ekki síst fyrir andlegu hliðina. Að fá sigurtilfinninguna aftur.“ Það eru búin að vera kynslóðaskipti í landsliðinu og meðan þau gengu yfir tókst liðinu ekki að komast á HM og í kjölfarið kom slakur árangur á Algarve. Nú er þeim lokið og stelpurnar ætla sér stóra hluti í undankeppni EM.Ætlum að vinna riðilinn „Við höfum aldrei unnið riðilinn okkar í undankeppni EM en nú erum við í efsta styrkleikaflokki þannig að möguleikinn á að vinna riðilinn er fyrir hendi. Við ætlum því að vinna þennan riðil og fara beint á EM,“ segir Margrét Lára en hver er munurinn á liðinu í dag og fyrir þrem til fjórum árum? „Það hefur alltaf verið mikill metnaður í kvennalandsliðinu og leikmenn hafa lagt mikið á sig. Við erum með 11-13 leikmenn sem spila erlendis. Fæstar okkar eru þar vegna peninganna heldur erum við þarna af því okkur langar að bæta okkur og vera betri leikmenn. Það hugarfar er í þessum hópi. Hér eru allar stelpurnar í toppformi og heilt yfir finnst mér allir leikmennirnir vera þannig í dag. Mér finnst unun að horfa á þetta lið og sjá hvað leikmenn eru miklir fagmenn.“ Íslenski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Fleiri fréttir „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Sjá meira
„Að sumu leyti líður mér eins og ég sé að byrja upp á nýtt. Það er svolítið skrítið að koma aftur inn í landsliðið eftir langa fjarveru,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir en hún kom aftur inn í íslenska landsliðið á Algarve-mótinu á dögunum en hún hafði þá verið fjarverandi í eitt og hálft ár þar sem hún eignaðist barn. Margrét Lára og stelpurnar í landsliðinu verða í eldlínunni í Kórnum í dag klukkan 14.00 er þær spila við sterkt lið Hollands í vináttulandsleik. „Hugarfarið hjá mér hefur líka breyst svolítið. Ég er farin að þroskast og taka meiri ábyrgð en áður. Maður hugsar meira um að hjálpa liðinu fyrst og fremst og leikmönnunum í kringum sig. Ég er orðin smá mamma í mér og það fer með mér út á völlinn líka. Ég er ekki lengur á vellinum á eigin forsendum að reyna að bæta eitthvað markamet,“ segir Margrét Lára en var hún þá bara að hugsa um sjálfa sig áður? „Nei, ég segi það nú ekki. Þetta er bara öðruvísi núna. Ég á sjö ára meiðslasögu á bakinu, er að eldast og veit að ég er ekkert að fara til Potsdam. Forsendurnar hjá mér hafa breyst og ég í leiðinni.“Losnar aldrei við meiðslin Eins og Margrét kemur inn á var hún að glíma við erfið meiðsli aftan í læri í mörg ár en það lagaðist eftir barnsburðinn. Sá gamlidraugur er þó byrjaður að banka aftur upp á. „Ég hef verið að lenda í smá vandræðum út af þessu. Það var búið að vera mikið álag og ég hélt að ég væri orðin alveg laus við þetta en það er ljóst að ég verð að lifa við þetta það sem eftir er af mínum ferli. Álagið á mér var því minnkað aftur og ég er í fínu jafnvægi núna.“ Framherjinn magnaði er kominn aftur á mála hjá sænska liðinu Kristianstad þar sem hún gerði það gott áður. „Það er mjög gaman og frábært að geta einbeitt sér að fótboltanum aftur. Það eru forréttindi að hafa boltann að atvinnu og maður verður að kreista það aðeins lengur,“ segir Margrét Lára en hún verður 29 ára gömul í sumar.vísir/gettyÆtlar í master í sálfræði Á meðan hún hefur spila fótbolta hefur hún líka menntað sig og er farin að huga að því sem tekur við er hún leggur skóna á hilluna. „Óneitanlega er ég farin að horfa fram á veginn því ég hef markmið varðandi atvinnu síðar meir. Ég er búin að klára BS í sálfræði og íþróttafræði og stefni á mastersnám í sálfræði. Meðan líkaminn er í góðu standi og ég hef svona gaman af þessu þá held ég áfram. Ég er búin að lofa þjálfaranum að fara í það minnsta með á næstu lokakeppni sem er 2017. Það væri gaman að toppa þar sem leikmaður með liðinu. Ég horfi því þangað og mun taka stöðuna eftir það.“ Margrét Lára er markahæsti leikmaður í sögu kvennalandsliðsins með 71 mark í 97 landsleikjum. Hvorki hún né aðrir leikmenn landsliðsins voru á skotskónum á Algarve-mótinu þar sem liðið skoraði ekki eitt einasta mark. „Við reyndum að taka það jákvæða úr mótinu. Það var fullt af flottum hlutum sem við vorum að gera. Við vorum að einbeita okkur að varnarleiknum og hann gekk mjög vel. Það má heldur ekki gleyma því að við vorum að spila á móti bestu þjóðum heims,“ segir Margrét en engu að síður hefur íslenska liðinu oft gengið vel á þessu móti og meðal annars komist í úrslit. Þetta var slakasta frammistaða Íslands á mótinu. „Þetta var æfingamót og við fengum út úr mótinu það sem við þurftum fyrir utan stigin. Ég held samt að það sé mikilvægt að við vinnum þennan leik gegn Hollandi. Ekki síst fyrir andlegu hliðina. Að fá sigurtilfinninguna aftur.“ Það eru búin að vera kynslóðaskipti í landsliðinu og meðan þau gengu yfir tókst liðinu ekki að komast á HM og í kjölfarið kom slakur árangur á Algarve. Nú er þeim lokið og stelpurnar ætla sér stóra hluti í undankeppni EM.Ætlum að vinna riðilinn „Við höfum aldrei unnið riðilinn okkar í undankeppni EM en nú erum við í efsta styrkleikaflokki þannig að möguleikinn á að vinna riðilinn er fyrir hendi. Við ætlum því að vinna þennan riðil og fara beint á EM,“ segir Margrét Lára en hver er munurinn á liðinu í dag og fyrir þrem til fjórum árum? „Það hefur alltaf verið mikill metnaður í kvennalandsliðinu og leikmenn hafa lagt mikið á sig. Við erum með 11-13 leikmenn sem spila erlendis. Fæstar okkar eru þar vegna peninganna heldur erum við þarna af því okkur langar að bæta okkur og vera betri leikmenn. Það hugarfar er í þessum hópi. Hér eru allar stelpurnar í toppformi og heilt yfir finnst mér allir leikmennirnir vera þannig í dag. Mér finnst unun að horfa á þetta lið og sjá hvað leikmenn eru miklir fagmenn.“
Íslenski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Fleiri fréttir „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti