NBA-deildin semur við Pepsi Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. apríl 2015 20:18 Forstjórinn Indra Nooyi kynnti samninginn fyrir hönd PepsiCo. Nordicphotos/afp Bandaríski drykkjarframleiðandinn PepsiCo mun styrkja bandarísku NBA-körfuboltadeildina á næsta leiktímabili. Þar með er 28 ára auglýsingasamningi deildarinnar við Coca Cola lokið. BBC segir að upplýsingar um verðmæti samningsins sem gerður var við Pepsi liggi ekki fyrir. „NBA hefur reynst ein af skemmtilegustu og framsæknustu íþróttadeildum í heiminum,“ segir Indra Nooyi, forstjóri Pepsi. „Við hlökkum til að vinna sameiginlega að því að þróa sameiginlega markaðssamninga,“ segir hún ennfremur. Samningurinn lýtur að kynningu á margvíslegum vörum, þar á meðal Pepsi, en einnig drykkjunum Aquafina og Lipton Brisk. Einnig lýtur samningurinn að Doritos og Ruffles. Mountain Dew verður aðaldrykkur NBA-deildarinnar. Þótt Coca Cola muni ekki lengur styrkja NBA-deildina þá mun fyrirtækið styrkja einstök lið og leikmenn í deildinni. Coca Cola hefur einni samið við Bandaríska knattspyrnusambandið og Meistaradeildina í Bandaríkjunum og Kanada. Pepsi hefur verið með samning við Meistaradeildina allt frá því að hún hóf fyrst göngu sína árið 1996. Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Bandaríski drykkjarframleiðandinn PepsiCo mun styrkja bandarísku NBA-körfuboltadeildina á næsta leiktímabili. Þar með er 28 ára auglýsingasamningi deildarinnar við Coca Cola lokið. BBC segir að upplýsingar um verðmæti samningsins sem gerður var við Pepsi liggi ekki fyrir. „NBA hefur reynst ein af skemmtilegustu og framsæknustu íþróttadeildum í heiminum,“ segir Indra Nooyi, forstjóri Pepsi. „Við hlökkum til að vinna sameiginlega að því að þróa sameiginlega markaðssamninga,“ segir hún ennfremur. Samningurinn lýtur að kynningu á margvíslegum vörum, þar á meðal Pepsi, en einnig drykkjunum Aquafina og Lipton Brisk. Einnig lýtur samningurinn að Doritos og Ruffles. Mountain Dew verður aðaldrykkur NBA-deildarinnar. Þótt Coca Cola muni ekki lengur styrkja NBA-deildina þá mun fyrirtækið styrkja einstök lið og leikmenn í deildinni. Coca Cola hefur einni samið við Bandaríska knattspyrnusambandið og Meistaradeildina í Bandaríkjunum og Kanada. Pepsi hefur verið með samning við Meistaradeildina allt frá því að hún hóf fyrst göngu sína árið 1996.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira