Eitthvað aðdáunarvert í fari allra kvennanna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 23. apríl 2015 13:45 "Núna finnst okkur þær vera hópur vinkvenna okkar,“ segir Guðrún um konurnar fimmtán sem eru í fókus á sýningunni í Borgarnesi. „Hugmyndin snýst um að miðla fróðleik um fimmtán konur sem voru á lífi árið 1915,“ segir Guðrún Jónsdóttir, forstöðumaður Safnahúss Borgarfjarðar, um sýningu sem verður opnuð þar við hátíðlega athöfn í dag klukkan 15. „Við höfum fengið muni senda víða að og þó sýningin sé ekki stór þá er hún djúp. Fjölskyldur kvennanna hafa skilað inn myndum, textum og munum og þær ætla líka að fjölmenna á opnunina sem er mikill heiður fyrir okkur.“ Konur eru sérstaklega dregnar fram að þessu sinni í tilefni afmælisárs kosningaréttar þeirra, að sögn Guðrúnar. En hvernig skyldu þessar fimmtán hafa verið valdar? „Fyrst horfðum við á nöfn 300 kvenna og völdum lista á eina A4-síðu, úr því urðu 40 nöfn. Okkar starfssvæði er frá rótum Snæfellsness að Hvalfirði og við vildum velja á sýninguna konur af öllu svæðinu. Það var örugglega eitthvað aðdáunarvert í fari allra kvennanna 300 og erfitt að velja bara 15 úr en núna finnst okkur þær vera hópur vinkvenna okkar, við erum búin að lesa um þær, skoða myndir af þeim og hlusta á sögur af þeim.“ Guðrún segir konurnar fimmtán merkar á margan hátt og nefnir dæmi. „Ein fæddist 1862 í blárri fátækt, eins og svo margar formæður okkar, en keypti sér jörð, varð sjálfstæður bóndi og byggði þar upp húsakost. Önnur var með öflugan veitingarekstur, stundum á þremur stöðum í einu og með fullt af fólki í vinnu.Ein var fórnarlamb þess hugsunarháttar að það þyrfti að taka börnin af fólki sem ekki var sjálfstætt fjárhagslega, hún eignaðist sjö börn en fékk bara að hafa eitt hjá sér að staðaldri, hin fóru í fóstur á bæi, svo og svo margra vikna gömul. Ein er fulltrúi þeirra sem unnu hjá öðrum allt sitt líf og var vinnukona á sama bænum í áratugi og tvær öfluðu sér menntunar og gerðust far- og heimiliskennarar.“ Skyldu einhverjar heimildir vera til um hvort þær kusu? „Við höfum komist að því að þær voru hugsandi og áhugasamar um sitt ytra umhverfi og erum sannfærð um að allar eru góðir fulltrúar kvenna sem löngu fyrir 1915 voru verðugar þess að kjósa. Við opnun sýningarinnar Gleym þeim ei verða merkilegir tónleikar, uppskeruhátíð verkefnis sem Safnahús vinnur að ásamt Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Þar frumflytja nemendur skólans eigin verk og yngsta tónskáldið er einungis sex ára gamalt. Þetta er þriðja árið í röð sem þessar stofnanir vinna saman í safna- og skólastarfi. Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Skellti sér á djammið Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Hugmyndin snýst um að miðla fróðleik um fimmtán konur sem voru á lífi árið 1915,“ segir Guðrún Jónsdóttir, forstöðumaður Safnahúss Borgarfjarðar, um sýningu sem verður opnuð þar við hátíðlega athöfn í dag klukkan 15. „Við höfum fengið muni senda víða að og þó sýningin sé ekki stór þá er hún djúp. Fjölskyldur kvennanna hafa skilað inn myndum, textum og munum og þær ætla líka að fjölmenna á opnunina sem er mikill heiður fyrir okkur.“ Konur eru sérstaklega dregnar fram að þessu sinni í tilefni afmælisárs kosningaréttar þeirra, að sögn Guðrúnar. En hvernig skyldu þessar fimmtán hafa verið valdar? „Fyrst horfðum við á nöfn 300 kvenna og völdum lista á eina A4-síðu, úr því urðu 40 nöfn. Okkar starfssvæði er frá rótum Snæfellsness að Hvalfirði og við vildum velja á sýninguna konur af öllu svæðinu. Það var örugglega eitthvað aðdáunarvert í fari allra kvennanna 300 og erfitt að velja bara 15 úr en núna finnst okkur þær vera hópur vinkvenna okkar, við erum búin að lesa um þær, skoða myndir af þeim og hlusta á sögur af þeim.“ Guðrún segir konurnar fimmtán merkar á margan hátt og nefnir dæmi. „Ein fæddist 1862 í blárri fátækt, eins og svo margar formæður okkar, en keypti sér jörð, varð sjálfstæður bóndi og byggði þar upp húsakost. Önnur var með öflugan veitingarekstur, stundum á þremur stöðum í einu og með fullt af fólki í vinnu.Ein var fórnarlamb þess hugsunarháttar að það þyrfti að taka börnin af fólki sem ekki var sjálfstætt fjárhagslega, hún eignaðist sjö börn en fékk bara að hafa eitt hjá sér að staðaldri, hin fóru í fóstur á bæi, svo og svo margra vikna gömul. Ein er fulltrúi þeirra sem unnu hjá öðrum allt sitt líf og var vinnukona á sama bænum í áratugi og tvær öfluðu sér menntunar og gerðust far- og heimiliskennarar.“ Skyldu einhverjar heimildir vera til um hvort þær kusu? „Við höfum komist að því að þær voru hugsandi og áhugasamar um sitt ytra umhverfi og erum sannfærð um að allar eru góðir fulltrúar kvenna sem löngu fyrir 1915 voru verðugar þess að kjósa. Við opnun sýningarinnar Gleym þeim ei verða merkilegir tónleikar, uppskeruhátíð verkefnis sem Safnahús vinnur að ásamt Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Þar frumflytja nemendur skólans eigin verk og yngsta tónskáldið er einungis sex ára gamalt. Þetta er þriðja árið í röð sem þessar stofnanir vinna saman í safna- og skólastarfi.
Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Skellti sér á djammið Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira