Guðbjörg: Fríða getur gleymt því að vera fyrst til að skora hjá mér Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. apríl 2015 08:00 Guðbjörg Gunnarsdóttir er ekki enn búin að fá á sig mark í norsku úrvalsdeildinni. vísir/AFP „Það bjuggust allir við því að sóknarleikurinn yrði okkar aðalsmerki,“ segir Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður í fótbolta, við Fréttablaðið, um lið sitt Lilleström í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Sóknarleikurinn hefur aðeins „brugðist“, en liðið er bara búið að skora fimm mörk í fyrstu fjórum leikjunum. Það kemur þó ekki að sök því Guðbjörg er búin að halda hreinu í öllum leikjunum fjórum og eru meistararnir því með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. „Við erum meira með boltann í öllum leikjunum en náum ekki að skora nóg. En eitt mark er nóg á meðan við fáum ekki á okkur mark,“ segir Guðbjörg. Hún kom á miðju sumri til Lilleström í fyrra en komst aldrei í byrjunarliðið. „Ég fór í aðgerð á hné og var ekki leikfær fyrr en í byrjun október. Þá voru svo fáir leikir eftir að það var engin ástæða til að skipta út markverðinum. En það var ógeðslega svekkjandi að fá ekki að spila,“ segir Guðbjörg. Einn af landsliðsmarkvörðum Noregs stóð vaktina í marki LSK í fyrra en sá missti byrjunarliðssætið til Guðbjargar í vetur. „Ég er í bullandi samkeppni við þessa norsku sem er í baráttunni um að komast með Noregi á HM. Ég er búin að spila alla leikina frá og með mars og hlýt nú að vera langt komin með að tryggja mér byrjunarliðssætið endanlega eftir að hafa haldið hreinu í fyrstu fjórum leikjunum,“ segir Guðbjörg. Næsti leikur LSK er Íslendingaslagur á móti Avaldsnes þar sem markavélin Hólmfríður Magnúsdóttir er á mála. „Hún verður ekki sú fyrsta sem skorar hjá mér. Það er alveg klárt. Hún sagði á Facebook að hún ætlaði að „klobba“ mig. Hún getur náttúrlega gleymt því,“ segir Guðbjörg sem nýtur lífins hjá Lilleström enda dálkurinn yfir mörk fengin á sig fastur í núlli. „Það er gott fyrir egóið en maður verður bara að halda áfram.“ Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Fótbolti Fleiri fréttir Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Sjá meira
„Það bjuggust allir við því að sóknarleikurinn yrði okkar aðalsmerki,“ segir Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður í fótbolta, við Fréttablaðið, um lið sitt Lilleström í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Sóknarleikurinn hefur aðeins „brugðist“, en liðið er bara búið að skora fimm mörk í fyrstu fjórum leikjunum. Það kemur þó ekki að sök því Guðbjörg er búin að halda hreinu í öllum leikjunum fjórum og eru meistararnir því með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. „Við erum meira með boltann í öllum leikjunum en náum ekki að skora nóg. En eitt mark er nóg á meðan við fáum ekki á okkur mark,“ segir Guðbjörg. Hún kom á miðju sumri til Lilleström í fyrra en komst aldrei í byrjunarliðið. „Ég fór í aðgerð á hné og var ekki leikfær fyrr en í byrjun október. Þá voru svo fáir leikir eftir að það var engin ástæða til að skipta út markverðinum. En það var ógeðslega svekkjandi að fá ekki að spila,“ segir Guðbjörg. Einn af landsliðsmarkvörðum Noregs stóð vaktina í marki LSK í fyrra en sá missti byrjunarliðssætið til Guðbjargar í vetur. „Ég er í bullandi samkeppni við þessa norsku sem er í baráttunni um að komast með Noregi á HM. Ég er búin að spila alla leikina frá og með mars og hlýt nú að vera langt komin með að tryggja mér byrjunarliðssætið endanlega eftir að hafa haldið hreinu í fyrstu fjórum leikjunum,“ segir Guðbjörg. Næsti leikur LSK er Íslendingaslagur á móti Avaldsnes þar sem markavélin Hólmfríður Magnúsdóttir er á mála. „Hún verður ekki sú fyrsta sem skorar hjá mér. Það er alveg klárt. Hún sagði á Facebook að hún ætlaði að „klobba“ mig. Hún getur náttúrlega gleymt því,“ segir Guðbjörg sem nýtur lífins hjá Lilleström enda dálkurinn yfir mörk fengin á sig fastur í núlli. „Það er gott fyrir egóið en maður verður bara að halda áfram.“
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Fótbolti Fleiri fréttir Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Sjá meira