Ólga um ráðningu óperustjóra Magnús Guðmundsson skrifar 30. apríl 2015 11:15 Gunnar Guðbjörnsson er á meðal þeirra sem eru ósáttir við ráðningarferlið á nýjum óperustjóra. Visir/Valli Gunnar Guðbjörnsson, óperusöngvari og skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz, var á meðal þeirra sem sóttu um starf óperustjóra og hefur gagnrýnt það hvernig staðið var að ráðningunni. Í gær sendi svo stjórn Íslensku óperunnar frá sér greinargerð um ráðningu nýs óperustjóra. Þar er farið yfir ráðningarferlið sem lauk með því að Steinunn Birna Ragnarsdóttir, tónlistarstjóri Hörpu, var ráðin til næstu fjögurra ára. Ólgu hefur gætt í óperuheiminum vegna þess hvernig staðið var að ráðningu Steinunnar Birnu en hún var sú eina úr hópi umsækjenda sem var tekin til viðtals við stjórn Óperunnar. Í yfirlýsingu stjórnarinnar kemur fram að í auglýsingunni fyrir starfið hafi verið tilgreint að Capacent myndi aðstoða við ráðninguna.Sjá einnig: Greinagerð frá stjórn Óperunnar: „Kafað var ofan í feril umsækjenda“ Alls bárust sextán umsóknir en tvær voru dregnar til baka. Stjórn Íslensku óperunnar bendir á að allir fjórtán umsóknaraðilarnir hafi verið metnir hæfir til starfsins og ákvað stjórnin í framhaldinu að boða alla umsækjendur í viðtöl við Capacent. Í yfirlýsingu stjórnarinnar kemur m.a. eftirfarandi fram: „Stjórn Óperunnar hitti fulltrúa Capacent á fundi þar sem farið var yfir umsóknirnar og viðtöl sem tekin höfðu verið við alla umsækjendur. Stjórnarmenn spurðu um mörg atriði og kafað var ofan í feril umsækjenda, menntun, stjórnunarreynslu og framtíðarsýn hvers um sig varðandi óperuna á Íslandi. Spurningar vöknuðu og þess var óskað að einstök atriði yrðu könnuð betur varðandi nokkra umsækjendur. Upplýsingar bárust um þessi atriði og stjórnarmenn fóru í kjölfarið aftur yfir umsóknirnar með hliðsjón af þeim. Eftir þessa yfirferð ákvað stjórn að kalla Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, tónlistarstjóra Hörpu, til viðtals. Daginn eftir var ákveðið að ganga til samninga við hana.“Sjá einnig: Kurr í heimi óperusöngvara: Ráðning nýs óperustjóra veldur hneykslan Gunnar Guðbjörnsson segir að í raun komi fátt nýtt fram í umræddri yfirlýsingu. „Þetta er svona öllu ítarlegra en verið hefur en það eina sem mér sýnist nýtt þarna er að umsækjendur eru nú sextán en tveir drógu umsóknir sínar til baka. Það er umhugsunarvert að það sé rót á þessum nýjustu tölum úr Hörpu,“ segir Gunnar og það leynir sér ekki að hann er ekki sáttur við stöðu og þróun mála innan Íslensku óperunnar. „Þetta skýrir í raun ekki þetta vinnuferli umsókna og maður er eitt spurningarmerki enn um það hvernig var staðið að ráðningunni. Það er kannski ekki mitt að dæma ráðninguna en þegar um er að ræða ríkisfjármuni þá þarf þetta að vera faglegt. Fyrir mig persónulega þá hefði breytt miklu að fá að viðra mínar hugmyndir í beinu sambandi við stjórnina. Ég vonaðist eftir því að finna fyrir einhverjum áhuga og deila hugmyndum. Hugmyndum og framtíðarsýn sem ég hef lagt mikla vinnu í. Ég vildi sem sagt eiga virkt og opið samtal sem gæti verið óperunni til góðs en það var einfaldlega ekki í boði. Ég kláraði menningarstjórnunarnám og hef starfað lengi innan söng- og óperuheimsins en það breytti greinilega engu.Sjá einnig: Ráðningarferli óperustjóra enn gagnrýnt: Segir ráðninguna virðast fyrirfram ákveðna Ég hef verið opinn með mínar hugmyndir um framtíð Íslensku óperunnar. Mín hugmynd hefur lengi verið að óperan yrði deild innan Sinfóníuhljómsveitarinnar, einfaldlega vegna þess að peningarnir ganga ekki upp með öðrum hætti. Eins og staðan er þá fer stór hluti peninganna í húsaleigu innan Hörpu og annar stór hluti í starfsmannahald þannig að þegar upp er staðið er afskaplega lítið eftir til þess að setja upp óperur. Því miður. Þannig að nú er víst ekki annað eftir en að vonast eftir breytingum á starfsháttum því auðvitað vill maður sjá Íslensku óperuna dafna í framtíðinni.“ Fréttablaðið hefur staðfestingu á því að Arnbjörg María Daníelsen hafi einnig verið á meðal umsækjenda. Arnbjörg María er með mastersgráðu í óperu og músik teater frá Austurríki og þriggja ára mastersnám í rekstri opinberra leikhúsa frá háskólanum í Zürich. Arnbjörg María starfar einkum í Þýskalandi þar sem hún er búsett í Berlín og m.a. sem framleiðandi að óperum og listrænn stjórnandi í tónlistarleikhúsi þar og víðar um álfuna. Arnbjörg María kaus að tjá sig ekki um málið að svo stöddu. Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Gunnar Guðbjörnsson, óperusöngvari og skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz, var á meðal þeirra sem sóttu um starf óperustjóra og hefur gagnrýnt það hvernig staðið var að ráðningunni. Í gær sendi svo stjórn Íslensku óperunnar frá sér greinargerð um ráðningu nýs óperustjóra. Þar er farið yfir ráðningarferlið sem lauk með því að Steinunn Birna Ragnarsdóttir, tónlistarstjóri Hörpu, var ráðin til næstu fjögurra ára. Ólgu hefur gætt í óperuheiminum vegna þess hvernig staðið var að ráðningu Steinunnar Birnu en hún var sú eina úr hópi umsækjenda sem var tekin til viðtals við stjórn Óperunnar. Í yfirlýsingu stjórnarinnar kemur fram að í auglýsingunni fyrir starfið hafi verið tilgreint að Capacent myndi aðstoða við ráðninguna.Sjá einnig: Greinagerð frá stjórn Óperunnar: „Kafað var ofan í feril umsækjenda“ Alls bárust sextán umsóknir en tvær voru dregnar til baka. Stjórn Íslensku óperunnar bendir á að allir fjórtán umsóknaraðilarnir hafi verið metnir hæfir til starfsins og ákvað stjórnin í framhaldinu að boða alla umsækjendur í viðtöl við Capacent. Í yfirlýsingu stjórnarinnar kemur m.a. eftirfarandi fram: „Stjórn Óperunnar hitti fulltrúa Capacent á fundi þar sem farið var yfir umsóknirnar og viðtöl sem tekin höfðu verið við alla umsækjendur. Stjórnarmenn spurðu um mörg atriði og kafað var ofan í feril umsækjenda, menntun, stjórnunarreynslu og framtíðarsýn hvers um sig varðandi óperuna á Íslandi. Spurningar vöknuðu og þess var óskað að einstök atriði yrðu könnuð betur varðandi nokkra umsækjendur. Upplýsingar bárust um þessi atriði og stjórnarmenn fóru í kjölfarið aftur yfir umsóknirnar með hliðsjón af þeim. Eftir þessa yfirferð ákvað stjórn að kalla Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, tónlistarstjóra Hörpu, til viðtals. Daginn eftir var ákveðið að ganga til samninga við hana.“Sjá einnig: Kurr í heimi óperusöngvara: Ráðning nýs óperustjóra veldur hneykslan Gunnar Guðbjörnsson segir að í raun komi fátt nýtt fram í umræddri yfirlýsingu. „Þetta er svona öllu ítarlegra en verið hefur en það eina sem mér sýnist nýtt þarna er að umsækjendur eru nú sextán en tveir drógu umsóknir sínar til baka. Það er umhugsunarvert að það sé rót á þessum nýjustu tölum úr Hörpu,“ segir Gunnar og það leynir sér ekki að hann er ekki sáttur við stöðu og þróun mála innan Íslensku óperunnar. „Þetta skýrir í raun ekki þetta vinnuferli umsókna og maður er eitt spurningarmerki enn um það hvernig var staðið að ráðningunni. Það er kannski ekki mitt að dæma ráðninguna en þegar um er að ræða ríkisfjármuni þá þarf þetta að vera faglegt. Fyrir mig persónulega þá hefði breytt miklu að fá að viðra mínar hugmyndir í beinu sambandi við stjórnina. Ég vonaðist eftir því að finna fyrir einhverjum áhuga og deila hugmyndum. Hugmyndum og framtíðarsýn sem ég hef lagt mikla vinnu í. Ég vildi sem sagt eiga virkt og opið samtal sem gæti verið óperunni til góðs en það var einfaldlega ekki í boði. Ég kláraði menningarstjórnunarnám og hef starfað lengi innan söng- og óperuheimsins en það breytti greinilega engu.Sjá einnig: Ráðningarferli óperustjóra enn gagnrýnt: Segir ráðninguna virðast fyrirfram ákveðna Ég hef verið opinn með mínar hugmyndir um framtíð Íslensku óperunnar. Mín hugmynd hefur lengi verið að óperan yrði deild innan Sinfóníuhljómsveitarinnar, einfaldlega vegna þess að peningarnir ganga ekki upp með öðrum hætti. Eins og staðan er þá fer stór hluti peninganna í húsaleigu innan Hörpu og annar stór hluti í starfsmannahald þannig að þegar upp er staðið er afskaplega lítið eftir til þess að setja upp óperur. Því miður. Þannig að nú er víst ekki annað eftir en að vonast eftir breytingum á starfsháttum því auðvitað vill maður sjá Íslensku óperuna dafna í framtíðinni.“ Fréttablaðið hefur staðfestingu á því að Arnbjörg María Daníelsen hafi einnig verið á meðal umsækjenda. Arnbjörg María er með mastersgráðu í óperu og músik teater frá Austurríki og þriggja ára mastersnám í rekstri opinberra leikhúsa frá háskólanum í Zürich. Arnbjörg María starfar einkum í Þýskalandi þar sem hún er búsett í Berlín og m.a. sem framleiðandi að óperum og listrænn stjórnandi í tónlistarleikhúsi þar og víðar um álfuna. Arnbjörg María kaus að tjá sig ekki um málið að svo stöddu.
Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira