Fá 250 milljónir í sinn hlut Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. apríl 2015 07:00 Borgun. Hagfræðingur segir að fyrirtækið hafi verið selt of lágu verði. Haukur Oddsson er forstjóri Borgunar. fréttablaðið/Ernir Hluthafar í Borgun fengu greiddar 800 milljónir króna í arð vegna síðasta rekstrarárs. Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar, segir arðgreiðsluna nema rétt rúmlega 50 prósentum af hagnaði félagsins á síðasta ári. „Það tekur hluthafana í Eignarhaldsfélaginu Borgun ellefu ár að fá kaupverðið til baka miðað við þessa arðgreiðslu,“ segir Haukur í samtali við Fréttablaðið. Fréttir af arðgreiðslunum vekja athygli vegna þess að á síðasta ári seldi Landsbankinn 31,2 prósenta hlut í Borgun. Borgun var ekki auglýst til sölu og kaupandinn var Eignarhaldsfélagið Borgun. Það félag er meðal annars í eigu Stálskipa ehf., Péturs Stefánssonar ehf., og P 126 ehf. Það hefur líka vakið athygli að Einar Sveinsson, föðurbróðir Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, er eigandi síðastnefnda félagsins. Eignarhaldsfélagið Borgun greiddi 2,2 milljarða króna fyrir hlutinn í Borgun, en á þessari stundu liggur ekki nákvæmlega fyrir hvernig kaupverðið var fjármagnað. Hins vegar liggur fyrir að hlutur Eignarhaldsfélagsins í arðinum nemur 250 milljónum króna. Að frádregnum fjármagnstekjuskatti munu þeir svo fá 200 milljónir í sinn hlut.Sigríður Mogensen hagfræðingur.Sigríður Mogensen hagfræðingur segir það vera lykilatriði að fá upp á borð hvernig staðið var að fjármögnun. „Lykilatriði til að átta sig á því hvort þessi arðgreiðsla sé eðlileg er að fá upp á borð hvernig kaupin áttu sér stað, hvernig þau voru fjármögnuð, hvert eiginfjárframlagið var af hálfu eigenda eignarhaldsfélagsins,“ segir Sigríður í samtali við Fréttablaðið. Hún bendir á að þar sem um er að ræða eignarhaldsfélag með takmarkaða ábyrgð þá taki menn ekki mikla áhættu ef hlutirnir fara ekki vel en hagnast mjög mikið með arðgreiðslum og hækkun á virði hlutarins. „Til þess að geta metið hvort þessi arðgreiðsla er eðlileg og í takti við eðlilega arðsemi af eigin fé þá þarf að koma upp á yfirborðið hvert eiginfjárframlag kaupendanna var og hvernig hluturinn var fjármagnaður,“ segir Sigríður. Það þurfi að upplýsa hvort Landsbankinn veitti seljendalán, hvort aðrir íslenskir bankar hafi fjármagnað eignarhaldsfélagið eða hvort kaupin hafi verið greidd að fullu með eigin fé. „Öllum þessum spurningum er ósvarað. Ástæðan fyrir því að fólk á rétt á að fá þessar upplýsingar er að þetta er banki í eigu þjóðarinnar. Mjög mikil verðmæti skiptu um hendur fyrir nokkrum mánuðum og það virðist vera góð arðsemi í félaginu sjálfu. Nú er verið að greiða þessa stóru arðgreiðslu sem er í stóru hlutfalli við eigið fé Borgunar þá finnst mér ekki neitt annað koma til greina en að það verði upplýst hvernig þessi kaup áttu sér stað,“ segir Sigríður, en eigið fé Borgunar nam í árslok rúmum fjórum milljörðum króna. Þá segir Sigríður að þessi arðgreiðsla og hagnaður félagsins sýni að Landsbankinn hafi selt fyrirtækið á of lágu verði. Borgunarmálið Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Sjá meira
Hluthafar í Borgun fengu greiddar 800 milljónir króna í arð vegna síðasta rekstrarárs. Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar, segir arðgreiðsluna nema rétt rúmlega 50 prósentum af hagnaði félagsins á síðasta ári. „Það tekur hluthafana í Eignarhaldsfélaginu Borgun ellefu ár að fá kaupverðið til baka miðað við þessa arðgreiðslu,“ segir Haukur í samtali við Fréttablaðið. Fréttir af arðgreiðslunum vekja athygli vegna þess að á síðasta ári seldi Landsbankinn 31,2 prósenta hlut í Borgun. Borgun var ekki auglýst til sölu og kaupandinn var Eignarhaldsfélagið Borgun. Það félag er meðal annars í eigu Stálskipa ehf., Péturs Stefánssonar ehf., og P 126 ehf. Það hefur líka vakið athygli að Einar Sveinsson, föðurbróðir Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, er eigandi síðastnefnda félagsins. Eignarhaldsfélagið Borgun greiddi 2,2 milljarða króna fyrir hlutinn í Borgun, en á þessari stundu liggur ekki nákvæmlega fyrir hvernig kaupverðið var fjármagnað. Hins vegar liggur fyrir að hlutur Eignarhaldsfélagsins í arðinum nemur 250 milljónum króna. Að frádregnum fjármagnstekjuskatti munu þeir svo fá 200 milljónir í sinn hlut.Sigríður Mogensen hagfræðingur.Sigríður Mogensen hagfræðingur segir það vera lykilatriði að fá upp á borð hvernig staðið var að fjármögnun. „Lykilatriði til að átta sig á því hvort þessi arðgreiðsla sé eðlileg er að fá upp á borð hvernig kaupin áttu sér stað, hvernig þau voru fjármögnuð, hvert eiginfjárframlagið var af hálfu eigenda eignarhaldsfélagsins,“ segir Sigríður í samtali við Fréttablaðið. Hún bendir á að þar sem um er að ræða eignarhaldsfélag með takmarkaða ábyrgð þá taki menn ekki mikla áhættu ef hlutirnir fara ekki vel en hagnast mjög mikið með arðgreiðslum og hækkun á virði hlutarins. „Til þess að geta metið hvort þessi arðgreiðsla er eðlileg og í takti við eðlilega arðsemi af eigin fé þá þarf að koma upp á yfirborðið hvert eiginfjárframlag kaupendanna var og hvernig hluturinn var fjármagnaður,“ segir Sigríður. Það þurfi að upplýsa hvort Landsbankinn veitti seljendalán, hvort aðrir íslenskir bankar hafi fjármagnað eignarhaldsfélagið eða hvort kaupin hafi verið greidd að fullu með eigin fé. „Öllum þessum spurningum er ósvarað. Ástæðan fyrir því að fólk á rétt á að fá þessar upplýsingar er að þetta er banki í eigu þjóðarinnar. Mjög mikil verðmæti skiptu um hendur fyrir nokkrum mánuðum og það virðist vera góð arðsemi í félaginu sjálfu. Nú er verið að greiða þessa stóru arðgreiðslu sem er í stóru hlutfalli við eigið fé Borgunar þá finnst mér ekki neitt annað koma til greina en að það verði upplýst hvernig þessi kaup áttu sér stað,“ segir Sigríður, en eigið fé Borgunar nam í árslok rúmum fjórum milljörðum króna. Þá segir Sigríður að þessi arðgreiðsla og hagnaður félagsins sýni að Landsbankinn hafi selt fyrirtækið á of lágu verði.
Borgunarmálið Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Sjá meira