Ásmundur: Félagið afar ósátt við vinnubrögð KSÍ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. maí 2015 07:00 Ásmundur Arnarsson er ósáttur við frestunina. vísir/anton Sú ákvörðun að fresta leik Fylkis og Breiðabliks til fimmtudags vakti athygli og undrun margra. Fylkismenn voru harkalega gagnrýndir í þætti Pepsi-markanna á Stöð 2 Sport á fimmtudagskvöld en Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, vísar umfjölluninni til föðurhúsanna. „Það er mín skoðun að lið eigi að spila á sínum heimavelli, sé þess yfirhöfuð kostur,“ sagði Ásmundur en Fylkismenn voru gagnrýndir fyrir að færa leikinn ekki í knattspyrnuhús eða gervigrasvöllinn í Laugardal. „Fyrir utan þá staðreynd að gervigrasið í Laugardal stenst ekki ströngustu kröfur leyfiskerfis KSÍ þá voru menn ekki ánægðir með það hraðmót sem fór fram á gervigrasinu í fyrra,“ sagði Ásmundur og vísaði til þess að fjölmargir leikir fóru fram í Laugardalnum í upphafi tímabilsins eftir mikla vetrarhörku á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að það eigi ekki að þvinga félög til að spila á öðrum völlum en sínum heimavelli. „Stórlið úti í heimi eru ekki beðin um að spila á heimavöllum annarra liða ef heimavöllurinn þeirra er ekki leikfær. Þess fyrir utan leggur félagið áherslu á að spila á velli sem er löglegur og stenst allar kröfur.“ Fylkisvöllur er ekki tilbúinn eftir kaldan vetur og kuldakast síðustu daga og vikna hefur ekki hjálpað til. Starfsmenn Fylkis hafa lengi vitað í hvað stefndi og segir Ásmundur að leitað hafi verið allra mögulegra lausna. „Félagið reyndi að fá leiknum frestað fram í júní til að gefa vellinum tvær vikur í viðbót. Því var hafnað og er félagið afar ósátt við vinnubrögð KSÍ í því máli. Við könnuðum einnig hvort Breiðablik vildi skipta á heimaleikjum og í fyrstu kom það til greina. Svo reyndist erfitt að ná í Blikana en það kom loks upp úr krafsinu að völlurinn þeirra var ekki heldur tilbúinn,“ segir Ásmundur. „Við, leikmenn og þjálfarar, erum mjög svekktir að það þurfti að fresta leiknum. Við vildum ekkert fremur en að spila og reyndum að þrýsta á það eins mikið og mögulegt var. Það reyndist einfaldlega útilokað og því varð þetta niðurstaðan. Þetta er salómonsdómur sem enginn er sáttur við.“ Fyrr í vetur kom fram vilji forráðamanna Fylkis til að skipta grasinu á aðalvelli félagsins út fyrir gervigras. Ásmundur er hlynntur þeirri þróun. „Það er auðvitað skemmtilegra að spila á grasi en þegar allt er tekið til er ég hlynntur breytingunni. Það er ekkert vit að nýta ekki öll mannvirki í kringum völlinn nema bara fyrir meistaraflokk karla og kvenna í nokkra mánuði á ári. Það á að nýta aðstöðuna allt árið og í öllum flokkum.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Fleiri fréttir Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Sjá meira
Sú ákvörðun að fresta leik Fylkis og Breiðabliks til fimmtudags vakti athygli og undrun margra. Fylkismenn voru harkalega gagnrýndir í þætti Pepsi-markanna á Stöð 2 Sport á fimmtudagskvöld en Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, vísar umfjölluninni til föðurhúsanna. „Það er mín skoðun að lið eigi að spila á sínum heimavelli, sé þess yfirhöfuð kostur,“ sagði Ásmundur en Fylkismenn voru gagnrýndir fyrir að færa leikinn ekki í knattspyrnuhús eða gervigrasvöllinn í Laugardal. „Fyrir utan þá staðreynd að gervigrasið í Laugardal stenst ekki ströngustu kröfur leyfiskerfis KSÍ þá voru menn ekki ánægðir með það hraðmót sem fór fram á gervigrasinu í fyrra,“ sagði Ásmundur og vísaði til þess að fjölmargir leikir fóru fram í Laugardalnum í upphafi tímabilsins eftir mikla vetrarhörku á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að það eigi ekki að þvinga félög til að spila á öðrum völlum en sínum heimavelli. „Stórlið úti í heimi eru ekki beðin um að spila á heimavöllum annarra liða ef heimavöllurinn þeirra er ekki leikfær. Þess fyrir utan leggur félagið áherslu á að spila á velli sem er löglegur og stenst allar kröfur.“ Fylkisvöllur er ekki tilbúinn eftir kaldan vetur og kuldakast síðustu daga og vikna hefur ekki hjálpað til. Starfsmenn Fylkis hafa lengi vitað í hvað stefndi og segir Ásmundur að leitað hafi verið allra mögulegra lausna. „Félagið reyndi að fá leiknum frestað fram í júní til að gefa vellinum tvær vikur í viðbót. Því var hafnað og er félagið afar ósátt við vinnubrögð KSÍ í því máli. Við könnuðum einnig hvort Breiðablik vildi skipta á heimaleikjum og í fyrstu kom það til greina. Svo reyndist erfitt að ná í Blikana en það kom loks upp úr krafsinu að völlurinn þeirra var ekki heldur tilbúinn,“ segir Ásmundur. „Við, leikmenn og þjálfarar, erum mjög svekktir að það þurfti að fresta leiknum. Við vildum ekkert fremur en að spila og reyndum að þrýsta á það eins mikið og mögulegt var. Það reyndist einfaldlega útilokað og því varð þetta niðurstaðan. Þetta er salómonsdómur sem enginn er sáttur við.“ Fyrr í vetur kom fram vilji forráðamanna Fylkis til að skipta grasinu á aðalvelli félagsins út fyrir gervigras. Ásmundur er hlynntur þeirri þróun. „Það er auðvitað skemmtilegra að spila á grasi en þegar allt er tekið til er ég hlynntur breytingunni. Það er ekkert vit að nýta ekki öll mannvirki í kringum völlinn nema bara fyrir meistaraflokk karla og kvenna í nokkra mánuði á ári. Það á að nýta aðstöðuna allt árið og í öllum flokkum.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Fleiri fréttir Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Sjá meira