Hefst titilbaráttan á KR-velli? Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. maí 2015 08:00 Óskar Örn Hauksson fer líklega beint í byrjunarlið KR gegn FH en hann er nýkominn heim eftir vetrardvöl hjá FC Edmonton. fréttablaðið/daníel Tímabilið í Pepsi-deild karla fór af stað með fjórum leikjum í gær en augu margra beinast að viðureign KR og FH í Vesturbæ Reykjavíkur í kvöld. Liðunum var spáð efstu tveimur sætunum í Pepsi-deild karla í Fréttablaðinu, sem og víðar, en flestir sparkspekingar landsins eru sammála um að FH standi uppi sem Íslandsmeistarar í haust, enda er Heimir Guðjónsson, þjálfari FH og uppalinn KR-ingur, með ógnarsterkan leikmannahóp í höndunum. KR mætir til leiks með nýtt þjálfarateymi með sinn gamla fyrirliða, Bjarna Guðjónsson, fremstan í flokki. Félagið hefur látið til sín taka á leikmannamarkaðnum, rétt eins og FH, en liðið þurfti tíma til að slípa sig saman á undirbúningstímabilinu. Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur í Pepsi-mörkunum, hefur þó ekki áhyggjur af því að lærisveinar Bjarna mæti ekki tilbúnir til leiks í kvöld. „Það hefur verið stígandi í liði KR og leikurinn gegn Stjörnunni [í Meistarakeppni KSÍ] var ekki alslæmur þrátt fyrir 1-0 tap,“ segir Hjörvar.Einn verður ósáttur Líkleg byrjunarlið liðanna má sjá hér til hliðar en Hjörvar útilokar ekki að Þorsteinn Már Ragnarsson verði í byrjunarliði KR í kvöld. „Það er spurning hvort Þorsteinn eða Sören [Fredriksen] byrji. Gary Martin, markahæsti leikmaður síðustu leiktíðar, gæti svo annaðhvort spilað í stöðu framherja eða á hægri kantinum.“ Hvað sem verður segir Hjörvar að Bjarni þurfi að taka erfiða ákvörðun. „Hann þarf að velja á milli Sörens, Gary, Þorsteins og Óskars [Arnar Haukssonar] um þessar þrjár stöður og það er ljóst að einn þeirra verður ekki sáttur.“ Það má búast við því að FH stilli upp öflugu sóknarliði að venju en Hjörvar hefur þó ekki áhyggjur af varnarleik Vesturbæjarliðsins. „KR endurheimti Skúla Jón Friðgeirsson en þar fer einn allra öflugasti miðvörður Pepsi-deildarinnar.“Spilar FH með tvo sóknarmenn? „Stóra spurningin um FH er hvort Heimir haldi sér við hið fræga 4-3-3 kerfi FH-inga sem liðið hefur spilað undanfarin ár eða haldi sér við 4-4-2 eins og liðið hefur gert á undirbúningstímabilinu,“ segir Hjörvar, sem segir að það muni mikið mæða á Böðvari Böðvarssyni, bakverði FH-inga. „Böðvar er að leysa hinn meidda Sam Tillen af hólmi og það er spurning hvort Bjarni freistist til að hafa Gary á hægri kantinum til að keyra á bakvörðinn unga.“FH-ingum virðist þó líka vel að mæta KR á útivelli snemma móts. Í fyrra áttust liðin við í 3. umferð, þá reyndar á gervigrasinu í Laugardal, þar sem áðurnefndur Böðvar lagði upp sigurmark FH sem Kristján Gauti Emilsson skoraði. Þessi lið áttust svo við í fyrstu umferðinni á Íslandsmótinu 2004 og svo aftur 2006. Í bæði skiptin á KR-vellinum og í bæði skipti hafði FH betur og stóð svo uppi sem Íslandsmeistari um haustið. Atli Viðar Björnsson skoraði í báðum leikjum en hann verður líklega á varamannabekk FH í kvöld. „Það lið sem skorar fyrst mun vinna þennan leik,“ segir Hjörvar. „Ég á ekki von á markamiklum leik enda verður leikið við nokkuð erfiðar aðstæður. Gæði knattspyrnunnar gætu liðið nokkuð fyrir það.“ Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst hálftíma fyrir leik. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: FH verður Íslandsmeistari Tveggja ára bið FH eftir sjöunda Íslandsmeistaratitlinum lýkur í haust samkvæmt spá Fréttablaðsins og Vísis. 2. maí 2015 09:00 Niðurstaða toppbaráttunnar: Titillinn fer í Hafnarfjörðinn Fréttablaðið og Vísir spá FH Íslandsmeistaratitlinum. Hafnarfjarðarliðið er titlalaust síðustu tvö árin og miklu hefur verið til tjaldað til að endurheimta titilinn. 2. maí 2015 10:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: KR hafnar í 2. sæti KR-ingar berjast við FH um Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deildinni í sumar. 1. maí 2015 09:00 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Fleiri fréttir Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Sjá meira
Tímabilið í Pepsi-deild karla fór af stað með fjórum leikjum í gær en augu margra beinast að viðureign KR og FH í Vesturbæ Reykjavíkur í kvöld. Liðunum var spáð efstu tveimur sætunum í Pepsi-deild karla í Fréttablaðinu, sem og víðar, en flestir sparkspekingar landsins eru sammála um að FH standi uppi sem Íslandsmeistarar í haust, enda er Heimir Guðjónsson, þjálfari FH og uppalinn KR-ingur, með ógnarsterkan leikmannahóp í höndunum. KR mætir til leiks með nýtt þjálfarateymi með sinn gamla fyrirliða, Bjarna Guðjónsson, fremstan í flokki. Félagið hefur látið til sín taka á leikmannamarkaðnum, rétt eins og FH, en liðið þurfti tíma til að slípa sig saman á undirbúningstímabilinu. Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur í Pepsi-mörkunum, hefur þó ekki áhyggjur af því að lærisveinar Bjarna mæti ekki tilbúnir til leiks í kvöld. „Það hefur verið stígandi í liði KR og leikurinn gegn Stjörnunni [í Meistarakeppni KSÍ] var ekki alslæmur þrátt fyrir 1-0 tap,“ segir Hjörvar.Einn verður ósáttur Líkleg byrjunarlið liðanna má sjá hér til hliðar en Hjörvar útilokar ekki að Þorsteinn Már Ragnarsson verði í byrjunarliði KR í kvöld. „Það er spurning hvort Þorsteinn eða Sören [Fredriksen] byrji. Gary Martin, markahæsti leikmaður síðustu leiktíðar, gæti svo annaðhvort spilað í stöðu framherja eða á hægri kantinum.“ Hvað sem verður segir Hjörvar að Bjarni þurfi að taka erfiða ákvörðun. „Hann þarf að velja á milli Sörens, Gary, Þorsteins og Óskars [Arnar Haukssonar] um þessar þrjár stöður og það er ljóst að einn þeirra verður ekki sáttur.“ Það má búast við því að FH stilli upp öflugu sóknarliði að venju en Hjörvar hefur þó ekki áhyggjur af varnarleik Vesturbæjarliðsins. „KR endurheimti Skúla Jón Friðgeirsson en þar fer einn allra öflugasti miðvörður Pepsi-deildarinnar.“Spilar FH með tvo sóknarmenn? „Stóra spurningin um FH er hvort Heimir haldi sér við hið fræga 4-3-3 kerfi FH-inga sem liðið hefur spilað undanfarin ár eða haldi sér við 4-4-2 eins og liðið hefur gert á undirbúningstímabilinu,“ segir Hjörvar, sem segir að það muni mikið mæða á Böðvari Böðvarssyni, bakverði FH-inga. „Böðvar er að leysa hinn meidda Sam Tillen af hólmi og það er spurning hvort Bjarni freistist til að hafa Gary á hægri kantinum til að keyra á bakvörðinn unga.“FH-ingum virðist þó líka vel að mæta KR á útivelli snemma móts. Í fyrra áttust liðin við í 3. umferð, þá reyndar á gervigrasinu í Laugardal, þar sem áðurnefndur Böðvar lagði upp sigurmark FH sem Kristján Gauti Emilsson skoraði. Þessi lið áttust svo við í fyrstu umferðinni á Íslandsmótinu 2004 og svo aftur 2006. Í bæði skiptin á KR-vellinum og í bæði skipti hafði FH betur og stóð svo uppi sem Íslandsmeistari um haustið. Atli Viðar Björnsson skoraði í báðum leikjum en hann verður líklega á varamannabekk FH í kvöld. „Það lið sem skorar fyrst mun vinna þennan leik,“ segir Hjörvar. „Ég á ekki von á markamiklum leik enda verður leikið við nokkuð erfiðar aðstæður. Gæði knattspyrnunnar gætu liðið nokkuð fyrir það.“ Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst hálftíma fyrir leik.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: FH verður Íslandsmeistari Tveggja ára bið FH eftir sjöunda Íslandsmeistaratitlinum lýkur í haust samkvæmt spá Fréttablaðsins og Vísis. 2. maí 2015 09:00 Niðurstaða toppbaráttunnar: Titillinn fer í Hafnarfjörðinn Fréttablaðið og Vísir spá FH Íslandsmeistaratitlinum. Hafnarfjarðarliðið er titlalaust síðustu tvö árin og miklu hefur verið til tjaldað til að endurheimta titilinn. 2. maí 2015 10:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: KR hafnar í 2. sæti KR-ingar berjast við FH um Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deildinni í sumar. 1. maí 2015 09:00 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Fleiri fréttir Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Sjá meira
Spá Fréttablaðsins og Vísis: FH verður Íslandsmeistari Tveggja ára bið FH eftir sjöunda Íslandsmeistaratitlinum lýkur í haust samkvæmt spá Fréttablaðsins og Vísis. 2. maí 2015 09:00
Niðurstaða toppbaráttunnar: Titillinn fer í Hafnarfjörðinn Fréttablaðið og Vísir spá FH Íslandsmeistaratitlinum. Hafnarfjarðarliðið er titlalaust síðustu tvö árin og miklu hefur verið til tjaldað til að endurheimta titilinn. 2. maí 2015 10:00
Spá Fréttablaðsins og Vísis: KR hafnar í 2. sæti KR-ingar berjast við FH um Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deildinni í sumar. 1. maí 2015 09:00