Hefst titilbaráttan á KR-velli? Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. maí 2015 08:00 Óskar Örn Hauksson fer líklega beint í byrjunarlið KR gegn FH en hann er nýkominn heim eftir vetrardvöl hjá FC Edmonton. fréttablaðið/daníel Tímabilið í Pepsi-deild karla fór af stað með fjórum leikjum í gær en augu margra beinast að viðureign KR og FH í Vesturbæ Reykjavíkur í kvöld. Liðunum var spáð efstu tveimur sætunum í Pepsi-deild karla í Fréttablaðinu, sem og víðar, en flestir sparkspekingar landsins eru sammála um að FH standi uppi sem Íslandsmeistarar í haust, enda er Heimir Guðjónsson, þjálfari FH og uppalinn KR-ingur, með ógnarsterkan leikmannahóp í höndunum. KR mætir til leiks með nýtt þjálfarateymi með sinn gamla fyrirliða, Bjarna Guðjónsson, fremstan í flokki. Félagið hefur látið til sín taka á leikmannamarkaðnum, rétt eins og FH, en liðið þurfti tíma til að slípa sig saman á undirbúningstímabilinu. Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur í Pepsi-mörkunum, hefur þó ekki áhyggjur af því að lærisveinar Bjarna mæti ekki tilbúnir til leiks í kvöld. „Það hefur verið stígandi í liði KR og leikurinn gegn Stjörnunni [í Meistarakeppni KSÍ] var ekki alslæmur þrátt fyrir 1-0 tap,“ segir Hjörvar.Einn verður ósáttur Líkleg byrjunarlið liðanna má sjá hér til hliðar en Hjörvar útilokar ekki að Þorsteinn Már Ragnarsson verði í byrjunarliði KR í kvöld. „Það er spurning hvort Þorsteinn eða Sören [Fredriksen] byrji. Gary Martin, markahæsti leikmaður síðustu leiktíðar, gæti svo annaðhvort spilað í stöðu framherja eða á hægri kantinum.“ Hvað sem verður segir Hjörvar að Bjarni þurfi að taka erfiða ákvörðun. „Hann þarf að velja á milli Sörens, Gary, Þorsteins og Óskars [Arnar Haukssonar] um þessar þrjár stöður og það er ljóst að einn þeirra verður ekki sáttur.“ Það má búast við því að FH stilli upp öflugu sóknarliði að venju en Hjörvar hefur þó ekki áhyggjur af varnarleik Vesturbæjarliðsins. „KR endurheimti Skúla Jón Friðgeirsson en þar fer einn allra öflugasti miðvörður Pepsi-deildarinnar.“Spilar FH með tvo sóknarmenn? „Stóra spurningin um FH er hvort Heimir haldi sér við hið fræga 4-3-3 kerfi FH-inga sem liðið hefur spilað undanfarin ár eða haldi sér við 4-4-2 eins og liðið hefur gert á undirbúningstímabilinu,“ segir Hjörvar, sem segir að það muni mikið mæða á Böðvari Böðvarssyni, bakverði FH-inga. „Böðvar er að leysa hinn meidda Sam Tillen af hólmi og það er spurning hvort Bjarni freistist til að hafa Gary á hægri kantinum til að keyra á bakvörðinn unga.“FH-ingum virðist þó líka vel að mæta KR á útivelli snemma móts. Í fyrra áttust liðin við í 3. umferð, þá reyndar á gervigrasinu í Laugardal, þar sem áðurnefndur Böðvar lagði upp sigurmark FH sem Kristján Gauti Emilsson skoraði. Þessi lið áttust svo við í fyrstu umferðinni á Íslandsmótinu 2004 og svo aftur 2006. Í bæði skiptin á KR-vellinum og í bæði skipti hafði FH betur og stóð svo uppi sem Íslandsmeistari um haustið. Atli Viðar Björnsson skoraði í báðum leikjum en hann verður líklega á varamannabekk FH í kvöld. „Það lið sem skorar fyrst mun vinna þennan leik,“ segir Hjörvar. „Ég á ekki von á markamiklum leik enda verður leikið við nokkuð erfiðar aðstæður. Gæði knattspyrnunnar gætu liðið nokkuð fyrir það.“ Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst hálftíma fyrir leik. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: FH verður Íslandsmeistari Tveggja ára bið FH eftir sjöunda Íslandsmeistaratitlinum lýkur í haust samkvæmt spá Fréttablaðsins og Vísis. 2. maí 2015 09:00 Niðurstaða toppbaráttunnar: Titillinn fer í Hafnarfjörðinn Fréttablaðið og Vísir spá FH Íslandsmeistaratitlinum. Hafnarfjarðarliðið er titlalaust síðustu tvö árin og miklu hefur verið til tjaldað til að endurheimta titilinn. 2. maí 2015 10:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: KR hafnar í 2. sæti KR-ingar berjast við FH um Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deildinni í sumar. 1. maí 2015 09:00 Mest lesið Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Sjá meira
Tímabilið í Pepsi-deild karla fór af stað með fjórum leikjum í gær en augu margra beinast að viðureign KR og FH í Vesturbæ Reykjavíkur í kvöld. Liðunum var spáð efstu tveimur sætunum í Pepsi-deild karla í Fréttablaðinu, sem og víðar, en flestir sparkspekingar landsins eru sammála um að FH standi uppi sem Íslandsmeistarar í haust, enda er Heimir Guðjónsson, þjálfari FH og uppalinn KR-ingur, með ógnarsterkan leikmannahóp í höndunum. KR mætir til leiks með nýtt þjálfarateymi með sinn gamla fyrirliða, Bjarna Guðjónsson, fremstan í flokki. Félagið hefur látið til sín taka á leikmannamarkaðnum, rétt eins og FH, en liðið þurfti tíma til að slípa sig saman á undirbúningstímabilinu. Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur í Pepsi-mörkunum, hefur þó ekki áhyggjur af því að lærisveinar Bjarna mæti ekki tilbúnir til leiks í kvöld. „Það hefur verið stígandi í liði KR og leikurinn gegn Stjörnunni [í Meistarakeppni KSÍ] var ekki alslæmur þrátt fyrir 1-0 tap,“ segir Hjörvar.Einn verður ósáttur Líkleg byrjunarlið liðanna má sjá hér til hliðar en Hjörvar útilokar ekki að Þorsteinn Már Ragnarsson verði í byrjunarliði KR í kvöld. „Það er spurning hvort Þorsteinn eða Sören [Fredriksen] byrji. Gary Martin, markahæsti leikmaður síðustu leiktíðar, gæti svo annaðhvort spilað í stöðu framherja eða á hægri kantinum.“ Hvað sem verður segir Hjörvar að Bjarni þurfi að taka erfiða ákvörðun. „Hann þarf að velja á milli Sörens, Gary, Þorsteins og Óskars [Arnar Haukssonar] um þessar þrjár stöður og það er ljóst að einn þeirra verður ekki sáttur.“ Það má búast við því að FH stilli upp öflugu sóknarliði að venju en Hjörvar hefur þó ekki áhyggjur af varnarleik Vesturbæjarliðsins. „KR endurheimti Skúla Jón Friðgeirsson en þar fer einn allra öflugasti miðvörður Pepsi-deildarinnar.“Spilar FH með tvo sóknarmenn? „Stóra spurningin um FH er hvort Heimir haldi sér við hið fræga 4-3-3 kerfi FH-inga sem liðið hefur spilað undanfarin ár eða haldi sér við 4-4-2 eins og liðið hefur gert á undirbúningstímabilinu,“ segir Hjörvar, sem segir að það muni mikið mæða á Böðvari Böðvarssyni, bakverði FH-inga. „Böðvar er að leysa hinn meidda Sam Tillen af hólmi og það er spurning hvort Bjarni freistist til að hafa Gary á hægri kantinum til að keyra á bakvörðinn unga.“FH-ingum virðist þó líka vel að mæta KR á útivelli snemma móts. Í fyrra áttust liðin við í 3. umferð, þá reyndar á gervigrasinu í Laugardal, þar sem áðurnefndur Böðvar lagði upp sigurmark FH sem Kristján Gauti Emilsson skoraði. Þessi lið áttust svo við í fyrstu umferðinni á Íslandsmótinu 2004 og svo aftur 2006. Í bæði skiptin á KR-vellinum og í bæði skipti hafði FH betur og stóð svo uppi sem Íslandsmeistari um haustið. Atli Viðar Björnsson skoraði í báðum leikjum en hann verður líklega á varamannabekk FH í kvöld. „Það lið sem skorar fyrst mun vinna þennan leik,“ segir Hjörvar. „Ég á ekki von á markamiklum leik enda verður leikið við nokkuð erfiðar aðstæður. Gæði knattspyrnunnar gætu liðið nokkuð fyrir það.“ Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst hálftíma fyrir leik.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: FH verður Íslandsmeistari Tveggja ára bið FH eftir sjöunda Íslandsmeistaratitlinum lýkur í haust samkvæmt spá Fréttablaðsins og Vísis. 2. maí 2015 09:00 Niðurstaða toppbaráttunnar: Titillinn fer í Hafnarfjörðinn Fréttablaðið og Vísir spá FH Íslandsmeistaratitlinum. Hafnarfjarðarliðið er titlalaust síðustu tvö árin og miklu hefur verið til tjaldað til að endurheimta titilinn. 2. maí 2015 10:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: KR hafnar í 2. sæti KR-ingar berjast við FH um Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deildinni í sumar. 1. maí 2015 09:00 Mest lesið Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Sjá meira
Spá Fréttablaðsins og Vísis: FH verður Íslandsmeistari Tveggja ára bið FH eftir sjöunda Íslandsmeistaratitlinum lýkur í haust samkvæmt spá Fréttablaðsins og Vísis. 2. maí 2015 09:00
Niðurstaða toppbaráttunnar: Titillinn fer í Hafnarfjörðinn Fréttablaðið og Vísir spá FH Íslandsmeistaratitlinum. Hafnarfjarðarliðið er titlalaust síðustu tvö árin og miklu hefur verið til tjaldað til að endurheimta titilinn. 2. maí 2015 10:00
Spá Fréttablaðsins og Vísis: KR hafnar í 2. sæti KR-ingar berjast við FH um Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deildinni í sumar. 1. maí 2015 09:00