Ekki er eftir neinu að bíða Óli Kristján Ármannsson skrifar 6. maí 2015 07:00 Landsvirkjun hefur á síðustu fimm árum greitt niður lán um 82 milljarða króna um leið og fjárfest hefur verið fyrir 68 milljarða, að því er fram kemur í viðtali við Hörð Arnarson, forstjóra fyrirtækisins, í Markaðnum sem fylgir Fréttablaðinu í dag. Hann segir fyrirtækið stöðugt vera að styrkja sig. Eftir tvö til þrjú ár verði það komið í þá stöðu að geta borgað eiganda sínum, ríkinu, verulegan arð, sem innan fárra ára þaðan í frá gæti verið kominn upp í 10 til 20 milljarða króna á ári. Og jafnvel meira, eftir því hvernig raforkuverð þróist. Í gær fór fram ársfundur Landsvirkjunar, sem nú er á fimmtugasta aldursári, og komin á þann aldur að fara að uppskera árangur uppbyggingar undangenginna áratuga. Augljóst ætti að vera hverjum sem er hvílík flónska væri að selja frá sér eign sem fyrirséð er að skili þjóðinni jafn miklum arði. Verðmiðinn í slíkum samningum hlyti þá að vera svo ógnarhár að spurningar vöknuðu um hvort yfirhöfuð væri gott að fá slíka innspýtingu í einu lagi inn í ríkisreksturinn. Enda virðast orð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á ársfundinum í gær endurspegla að hugmyndir um sölu fyrirtækisins hafi verið lagðar á hilluna. Viðraði hann hugmyndina um að stofnaður yrði sérstakur auðlindasjóður, varasjóður gegn alvarlegum hagsveiflum, sem í rynnu arðgreiðslur til ríkisins úr orkugeiranum. Hugmyndin virðist skynsamleg, sem og útfærslan sem ráðherrann leggur upp með. „Til að byrja með kæmi til greina að orkuauðlindasjóðurinn væri gegnumstreymissjóður, nýttur til að greiða niður skuldir ríkisins og styðja við fjármögnun mikilvægra innviða á borð við framkvæmdir Landspítalans eða uppbyggingu í menntakerfinu,“ sagði Bjarni á fundinum, en meginhugsunin yrði eftir sem áður að byggja upp myndarlegan höfuðstól og styrkja þannig efnahagslega stöðu landsins. „Sjóðurinn getur verið mikilvægt hagstjórnartæki þar sem tryggt væri að við legðum til hliðar í uppsveiflu en sjóðurinn væri til staðar til að blása lífi í hagkerfið í niðursveiflu.“ Um leið benti Bjarni réttilega á að víðtæka samstöðu þyrfti um stofnun auðlindasjóðsins og ef marka má viðbrögð forystufólks annarra flokka á þingi í forsíðufrétt blaðsins þá er sú samstaða til staðar, enda hafa svipaðar hugmyndir áður verið uppi. Reyndar hafa þær þá jafnvel verið um víðtækari sjóð en nái til orkuauðlindanna einna, líkt og í þeirri útfærslu sem Ólína Þorvarðardóttir hafði orð á á þingi í janúarlok. Hún stakk upp á því að sjóðurinn næði til auðlinda bæði lands og sjávar, sem hljómar jafnvel enn skynsamlegar. Formaður Samfylkingarinnar segir sjóð sem þennan enda lengi hafa verið stefnumál Samfylkingarinnar og formaður VG tekur vel í málið, en helst þannig að undir væru auðlindirnar sem ein heild. Píratar og Björt framtíð eru sömuleiðis ánægð með hugmyndina. Útfærslan skýrist væntanlega í meðförum þingsins. En miðað við undirtektirnar er ekki eftir neinu að bíða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Tvöfalt heilbrigðiskerfi – það lakara fyrir konur Reynir Arngrímsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór
Landsvirkjun hefur á síðustu fimm árum greitt niður lán um 82 milljarða króna um leið og fjárfest hefur verið fyrir 68 milljarða, að því er fram kemur í viðtali við Hörð Arnarson, forstjóra fyrirtækisins, í Markaðnum sem fylgir Fréttablaðinu í dag. Hann segir fyrirtækið stöðugt vera að styrkja sig. Eftir tvö til þrjú ár verði það komið í þá stöðu að geta borgað eiganda sínum, ríkinu, verulegan arð, sem innan fárra ára þaðan í frá gæti verið kominn upp í 10 til 20 milljarða króna á ári. Og jafnvel meira, eftir því hvernig raforkuverð þróist. Í gær fór fram ársfundur Landsvirkjunar, sem nú er á fimmtugasta aldursári, og komin á þann aldur að fara að uppskera árangur uppbyggingar undangenginna áratuga. Augljóst ætti að vera hverjum sem er hvílík flónska væri að selja frá sér eign sem fyrirséð er að skili þjóðinni jafn miklum arði. Verðmiðinn í slíkum samningum hlyti þá að vera svo ógnarhár að spurningar vöknuðu um hvort yfirhöfuð væri gott að fá slíka innspýtingu í einu lagi inn í ríkisreksturinn. Enda virðast orð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á ársfundinum í gær endurspegla að hugmyndir um sölu fyrirtækisins hafi verið lagðar á hilluna. Viðraði hann hugmyndina um að stofnaður yrði sérstakur auðlindasjóður, varasjóður gegn alvarlegum hagsveiflum, sem í rynnu arðgreiðslur til ríkisins úr orkugeiranum. Hugmyndin virðist skynsamleg, sem og útfærslan sem ráðherrann leggur upp með. „Til að byrja með kæmi til greina að orkuauðlindasjóðurinn væri gegnumstreymissjóður, nýttur til að greiða niður skuldir ríkisins og styðja við fjármögnun mikilvægra innviða á borð við framkvæmdir Landspítalans eða uppbyggingu í menntakerfinu,“ sagði Bjarni á fundinum, en meginhugsunin yrði eftir sem áður að byggja upp myndarlegan höfuðstól og styrkja þannig efnahagslega stöðu landsins. „Sjóðurinn getur verið mikilvægt hagstjórnartæki þar sem tryggt væri að við legðum til hliðar í uppsveiflu en sjóðurinn væri til staðar til að blása lífi í hagkerfið í niðursveiflu.“ Um leið benti Bjarni réttilega á að víðtæka samstöðu þyrfti um stofnun auðlindasjóðsins og ef marka má viðbrögð forystufólks annarra flokka á þingi í forsíðufrétt blaðsins þá er sú samstaða til staðar, enda hafa svipaðar hugmyndir áður verið uppi. Reyndar hafa þær þá jafnvel verið um víðtækari sjóð en nái til orkuauðlindanna einna, líkt og í þeirri útfærslu sem Ólína Þorvarðardóttir hafði orð á á þingi í janúarlok. Hún stakk upp á því að sjóðurinn næði til auðlinda bæði lands og sjávar, sem hljómar jafnvel enn skynsamlegar. Formaður Samfylkingarinnar segir sjóð sem þennan enda lengi hafa verið stefnumál Samfylkingarinnar og formaður VG tekur vel í málið, en helst þannig að undir væru auðlindirnar sem ein heild. Píratar og Björt framtíð eru sömuleiðis ánægð með hugmyndina. Útfærslan skýrist væntanlega í meðförum þingsins. En miðað við undirtektirnar er ekki eftir neinu að bíða.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun