Hjálmlaus lífsstíll Guðmundur Kristján Jónsson skrifar 8. maí 2015 06:00 Átakið Hjólað í vinnuna hófst með pompi og prakt í fyrradag. Líkt og um náttúrulögmál væri að ræða hófst strax umræða um hjálmleysi þátttakenda í stað þess að fjalla um hinn stórkostlega samfélagslega ávinning sem hlýst af auknum hjólreiðum. Það er af nægu að taka í þeim efnum en hjólreiðar leiða til sparnaðar í heimilisrekstri, þær draga úr umhverfiskostnaði samfélagsins, stuðla að auknu heilbrigði og geta sparað milljarða í viðhaldi vegakerfisins. Það er líka öruggt og fljótlegt að hjóla á milli staða, sama hvort fólk er með hjálm á höfðinu eða ekki. Hætturnar í samfélaginu leynast víða og fólk getur fengið höfuðhögg við ótrúlegustu aðstæður. Samt hneykslast enginn á hjálmleysi fólks í daglegu amstri. Ef einhver vill hafa skoðun á því hvort ég hjóla með hjálm eða ekki ætti viðkomandi með réttu að hafa skoðun á því hvort ég nota hjálm frá morgni til kvölds, óháð því hvað ég er að gera. Höfuðhögg sem fólk verður fyrir inni í bílunum sínum valda mun fleiri dauðsföllum árlega en höfuðhögg vegna hjólreiða. Það er öllum í hag að hjólreiðar verði hluti af daglegu amstri fólks og til að svo megi verða þarf að skilgreina þær upp á nýtt í huga fólks. Fullorðið fólk á ekki að þurfa að setja sig í stellingar og brynja sig með öryggisbúnaði til að stíga upp á hjól frekar en það vill. Raunverulegt öryggi vegfarenda, hvort sem þeir eru gangandi eða hjólandi, felst í fjöldanum. Því fleiri sem hjóla, þeim mun öruggari verða hjólreiðar. Það er ekki að ástæðulausu sem fólk hjólar ekki með hjálm í öllum helstu hjólreiðaborgum heims. Staðreyndin er sú að þrýstingur á hjálmnotkun hjólreiðafólks dregur úr hjólreiðum og skapar því meiri hættu en minni fyrir þá sem hjóla á annað borð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Kristján Jónsson Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Byggjum undir velferð með nýjum verkfærum Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Velferð fyrir alla í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun
Átakið Hjólað í vinnuna hófst með pompi og prakt í fyrradag. Líkt og um náttúrulögmál væri að ræða hófst strax umræða um hjálmleysi þátttakenda í stað þess að fjalla um hinn stórkostlega samfélagslega ávinning sem hlýst af auknum hjólreiðum. Það er af nægu að taka í þeim efnum en hjólreiðar leiða til sparnaðar í heimilisrekstri, þær draga úr umhverfiskostnaði samfélagsins, stuðla að auknu heilbrigði og geta sparað milljarða í viðhaldi vegakerfisins. Það er líka öruggt og fljótlegt að hjóla á milli staða, sama hvort fólk er með hjálm á höfðinu eða ekki. Hætturnar í samfélaginu leynast víða og fólk getur fengið höfuðhögg við ótrúlegustu aðstæður. Samt hneykslast enginn á hjálmleysi fólks í daglegu amstri. Ef einhver vill hafa skoðun á því hvort ég hjóla með hjálm eða ekki ætti viðkomandi með réttu að hafa skoðun á því hvort ég nota hjálm frá morgni til kvölds, óháð því hvað ég er að gera. Höfuðhögg sem fólk verður fyrir inni í bílunum sínum valda mun fleiri dauðsföllum árlega en höfuðhögg vegna hjólreiða. Það er öllum í hag að hjólreiðar verði hluti af daglegu amstri fólks og til að svo megi verða þarf að skilgreina þær upp á nýtt í huga fólks. Fullorðið fólk á ekki að þurfa að setja sig í stellingar og brynja sig með öryggisbúnaði til að stíga upp á hjól frekar en það vill. Raunverulegt öryggi vegfarenda, hvort sem þeir eru gangandi eða hjólandi, felst í fjöldanum. Því fleiri sem hjóla, þeim mun öruggari verða hjólreiðar. Það er ekki að ástæðulausu sem fólk hjólar ekki með hjálm í öllum helstu hjólreiðaborgum heims. Staðreyndin er sú að þrýstingur á hjálmnotkun hjólreiðafólks dregur úr hjólreiðum og skapar því meiri hættu en minni fyrir þá sem hjóla á annað borð.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun