Enginn er eyland, ekki einu sinni Ísland Jón Gnarr skrifar 9. maí 2015 07:00 Stundum er okkur Íslendingum sýndur sá heiður í útlöndum að eitthvað er skírt eftir okkur, landinu okkar, stöðum eða jafnvel eftir þekktum Íslendingum. Ég hef, í gegnum tíðina, stundum rekist á svona fréttir í fjölmiðlum. Og þó þetta sé yfirleitt ekki eitthvað stórmerkilegt þá er þetta samt ánægjulegt. Það er gaman að vita til þess að við og landið okkar eigum okkur sess í hinum stóra heimi og manni hlýnar örlítið um hjartaræturnar. Á ferðum mínum í erlendum borgum hef ég stundum rekið augun í götur og staði sem heita íslenskum nöfnum eða einhverju sem tengist Íslandi. Þetta er algengast í borgum á Norðurlöndum en líka bæði í Evrópu og Bandaríkjunum og Kanada. Og það er eitthvað svo yndislegt við það að sjá allt í einu að gatan sem maður er að þramma í útlöndum heitir Íslandsgata. Það fyllir mann yl og stolti. Það er fólgin í því vinsemd og gerir það að verkum að maður hugleiðir gildi alþjóðlegra samskipta og hvernig þjóðir eru oft samofnar í sögunni. Það er virðingarvottur og viðurkenning á mikilvægi okkar, landsins okkar og minnir okkur á að þótt við séum fámenn þjóð í litlu landi þá höfum við áorkað mörgu góðu í gegnum tíðina, jafnvel svo að útlendingar sjá ástæðu til að minnast þess. Það minnir okkur á það að enginn er eyland, ekki einu sinni Ísland.Hver vegur að heiman Í Jerúsalem er Iceland Street. Í stórborginni Síkakó er Leif Ericson barnaskólinn. Annar Leif Ericson barnaskóli er í San Díegó. Þar syngja börnin jafnvel um Leif í skólalögunum sínum. Einkunnarorð skólans eru: Be kind to myself. Be kind to others. Be kind to my school. Það minnir okkur á að einu sinni vafraði eirðarlaus Íslendingur vestur og fann þá Norður-Ameríku. Í London er Iceland Road. Það er ekki merkileg gata, sérstaklega ekki ef maður ber hana saman við Hekla Avenue í Vinnipeg. Í Tampere í Finnlandi er eitthvað sem heitir Laxnesinpolku. Ég held að það sé gata. Í Amsterdam er gata sem heitir Reykjavikweg. Í Þórshöfn í Færeyjum hafði ég þá einstöku ánægju að fá að ganga Íslandsveginn. Og það var svo skemmtileg tilviljun að á meðan ég gekk veginn var ég að hlusta á Íslandsklukkuna á hljóðbók. Kaupmannahöfn er líklega sú borg sem á hvað flesta svona staði og götur. Íslandsbryggja á Amager er gott dæmi um það. Það er Íslandsvegur í annarri hverri borg á Norðurlöndum. Svona mætti lengi telja. Svo eru bókasöfn og stofnanir úti um allan heim sem bera álíka nöfn.Lindgren- og Egnerstræti En eins og það er gaman að sjá hvað aðrir eru duglegir að skíra í höfuðið á okkur þá er jafn leiðinlegt að viðurkenna hvað við erum treg til að skíra staði í höfuðið á öðrum. Það er eins og við viljum helst skíra götur í höfuðið á sjálfum okkur. Ég held að við séum að verða búin að tæma Íslendingasögur og Íslandssöguna af öllum nöfnum. Við erum langt komin með mannanafnaskrána. Heilu hverfin heita einhverjum konseptum sem rekja má til okkar sjálfra á einn eða annan hátt. Þetta náði eiginlega hámarki með Þúsaldarhverfinu. Við virðumst einstaklega sjálfhverf í nafnavali. Það er ekki einu sinni Kaupmannahafnarstræti á Íslandi. Það er eiginlega vandræðalegt. Það er svo margt gott sem komið hefur til Íslands frá útlöndum. Það má jafnvel fullyrða að hreinlega allt gott sem komið hafi hingað hafi komið utan að. Því ekki að þakka fyrir það og viðurkenna og sýna okkar vináttu og virðingu í verki? Er það ekki löngu tímabært? Annars er svo hætt við því að góð vinátta gleymist. Og væri ekki gaman að geta glatt gesti okkar með því að sýna þeim slíkan virðingarvott? Ég legg því til að við gerum bragarbót á þessu. Við getum byrjað á Norðurlöndunum. Svíastræti og Norðmannaleið. Ef ný gata verður gerð í Fossvogi má auðveldlega kalla hana Finnland. Og það er löngu tímabært og til að innsigla vináttu og samstöðu Íslendinga og Færeyinga að nefna veglega götu í Reykjavík eftir einhverju færeysku. Þrándur í Götu bíður upp á marga möguleika. William Heinesen torg yrði örugglega fallegt og Óslóargata örugglega líka. Og ef við viljum sýna vináttu og þakklæti en vera sniðug líka þá getum við þakkað Bandaríkjunum fyrir allt það góða sem þau hafa fært okkur með því að skíra eitthvað eftir þeim félögum Bill og Bob sem stofnuðu AA-samtökin. Fáir menn hafa haft jafn víðtæk áhrif á íslenskt samfélag og þeir. Og það ber að þakka. Mér finnst þurfa Wittgensteingötu til að minnast komu hans til Íslands. Svona má lengi telja. Hugsum út fyrir kassann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Stundum er okkur Íslendingum sýndur sá heiður í útlöndum að eitthvað er skírt eftir okkur, landinu okkar, stöðum eða jafnvel eftir þekktum Íslendingum. Ég hef, í gegnum tíðina, stundum rekist á svona fréttir í fjölmiðlum. Og þó þetta sé yfirleitt ekki eitthvað stórmerkilegt þá er þetta samt ánægjulegt. Það er gaman að vita til þess að við og landið okkar eigum okkur sess í hinum stóra heimi og manni hlýnar örlítið um hjartaræturnar. Á ferðum mínum í erlendum borgum hef ég stundum rekið augun í götur og staði sem heita íslenskum nöfnum eða einhverju sem tengist Íslandi. Þetta er algengast í borgum á Norðurlöndum en líka bæði í Evrópu og Bandaríkjunum og Kanada. Og það er eitthvað svo yndislegt við það að sjá allt í einu að gatan sem maður er að þramma í útlöndum heitir Íslandsgata. Það fyllir mann yl og stolti. Það er fólgin í því vinsemd og gerir það að verkum að maður hugleiðir gildi alþjóðlegra samskipta og hvernig þjóðir eru oft samofnar í sögunni. Það er virðingarvottur og viðurkenning á mikilvægi okkar, landsins okkar og minnir okkur á að þótt við séum fámenn þjóð í litlu landi þá höfum við áorkað mörgu góðu í gegnum tíðina, jafnvel svo að útlendingar sjá ástæðu til að minnast þess. Það minnir okkur á það að enginn er eyland, ekki einu sinni Ísland.Hver vegur að heiman Í Jerúsalem er Iceland Street. Í stórborginni Síkakó er Leif Ericson barnaskólinn. Annar Leif Ericson barnaskóli er í San Díegó. Þar syngja börnin jafnvel um Leif í skólalögunum sínum. Einkunnarorð skólans eru: Be kind to myself. Be kind to others. Be kind to my school. Það minnir okkur á að einu sinni vafraði eirðarlaus Íslendingur vestur og fann þá Norður-Ameríku. Í London er Iceland Road. Það er ekki merkileg gata, sérstaklega ekki ef maður ber hana saman við Hekla Avenue í Vinnipeg. Í Tampere í Finnlandi er eitthvað sem heitir Laxnesinpolku. Ég held að það sé gata. Í Amsterdam er gata sem heitir Reykjavikweg. Í Þórshöfn í Færeyjum hafði ég þá einstöku ánægju að fá að ganga Íslandsveginn. Og það var svo skemmtileg tilviljun að á meðan ég gekk veginn var ég að hlusta á Íslandsklukkuna á hljóðbók. Kaupmannahöfn er líklega sú borg sem á hvað flesta svona staði og götur. Íslandsbryggja á Amager er gott dæmi um það. Það er Íslandsvegur í annarri hverri borg á Norðurlöndum. Svona mætti lengi telja. Svo eru bókasöfn og stofnanir úti um allan heim sem bera álíka nöfn.Lindgren- og Egnerstræti En eins og það er gaman að sjá hvað aðrir eru duglegir að skíra í höfuðið á okkur þá er jafn leiðinlegt að viðurkenna hvað við erum treg til að skíra staði í höfuðið á öðrum. Það er eins og við viljum helst skíra götur í höfuðið á sjálfum okkur. Ég held að við séum að verða búin að tæma Íslendingasögur og Íslandssöguna af öllum nöfnum. Við erum langt komin með mannanafnaskrána. Heilu hverfin heita einhverjum konseptum sem rekja má til okkar sjálfra á einn eða annan hátt. Þetta náði eiginlega hámarki með Þúsaldarhverfinu. Við virðumst einstaklega sjálfhverf í nafnavali. Það er ekki einu sinni Kaupmannahafnarstræti á Íslandi. Það er eiginlega vandræðalegt. Það er svo margt gott sem komið hefur til Íslands frá útlöndum. Það má jafnvel fullyrða að hreinlega allt gott sem komið hafi hingað hafi komið utan að. Því ekki að þakka fyrir það og viðurkenna og sýna okkar vináttu og virðingu í verki? Er það ekki löngu tímabært? Annars er svo hætt við því að góð vinátta gleymist. Og væri ekki gaman að geta glatt gesti okkar með því að sýna þeim slíkan virðingarvott? Ég legg því til að við gerum bragarbót á þessu. Við getum byrjað á Norðurlöndunum. Svíastræti og Norðmannaleið. Ef ný gata verður gerð í Fossvogi má auðveldlega kalla hana Finnland. Og það er löngu tímabært og til að innsigla vináttu og samstöðu Íslendinga og Færeyinga að nefna veglega götu í Reykjavík eftir einhverju færeysku. Þrándur í Götu bíður upp á marga möguleika. William Heinesen torg yrði örugglega fallegt og Óslóargata örugglega líka. Og ef við viljum sýna vináttu og þakklæti en vera sniðug líka þá getum við þakkað Bandaríkjunum fyrir allt það góða sem þau hafa fært okkur með því að skíra eitthvað eftir þeim félögum Bill og Bob sem stofnuðu AA-samtökin. Fáir menn hafa haft jafn víðtæk áhrif á íslenskt samfélag og þeir. Og það ber að þakka. Mér finnst þurfa Wittgensteingötu til að minnast komu hans til Íslands. Svona má lengi telja. Hugsum út fyrir kassann.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun