Rammi um deilur Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 12. maí 2015 07:00 Sú ákvörðun stjórnarmeirihlutans að breytingar á rammaáætlun verði teknar á dagskrá þingsins í dag á eftir að hafa mikil áhrif á störf þingsins. Ekki stóð á viðbrögðum stjórnarandstæðinga í gær. Þetta var sagt fullkomin vitfirra, handsprengju hefði verið varpað inn í þingið og gott ef þetta jafngilti ekki ákvörðun Heródesar um að láta drepa öll sveinbörn í Betlehem þarna um árið. Látum hefðbundna gengisfellingu íslenskrar orðræðu liggja á milli hluta, en það þarf enginn að velkjast í vafa um að með þessari tillögu er ekki beint verið að stuðla að sáttum. Hvorki innan þings né utan, þar sem þetta mun vekja upp deilur um náttúruna á ný. Rammaáætlun ber það hljómþýða nafn Áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Það var ríkisstjórn Davíðs Oddssonar sem ýtti henni formlega úr vör árið 1999, en fyrsti áfangi hennar náði til ársins 2003. Fleiri áfangar hafa fylgt í kjölfarið og árið 2011 samþykkti Alþingi lög um verndar- og orkunýtingaráætlun. Deilur um rammaáætlun settu síðan sterkan svip á síðasta kjörtímabil. Fyrsta grein umræddra laga er svohljóðandi: ?Markmið laga þessara er að tryggja að nýting landsvæða þar sem er að finna virkjunarkosti byggist á langtímasjónarmiðum og heildstæðu hagsmunamati þar sem tekið er tillit til verndargildis náttúru og menningarsögulegra minja, hagkvæmni og arðsemi ólíkra nýtingarkosta og annarra gilda sem varða þjóðarhag, svo og hagsmuna þeirra sem nýta þessi sömu gæði, með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.? Hér er djarflega mælt. Samræma á hagkvæmni og arðsemi og náttúruvernd og menningarsöguleg sjónarmið og ýmislegt fleira smálegt. Öll dýrin í skóginum eiga sem sagt að vera vinir. Síðasta ríkisstjórn fór síðan ekki í grafgötur með það að markmiðið væri að sætta í eitt skipti fyrir öll þá sem vildu annars vegar virkja á ákveðnum svæðum og hins vegar vernda þau svæði fyrir nokkru raski. Það er ekki auðvelt verk. Og það má velta því fyrir sér hvort hugmyndirnar um víðtæka sátt á milli virkjunar- og náttúruverndarsinna hafi ekki verið helst til háleitar. Mun nokkru sinni nást sátt um ókomna tíð um að einhverju svæði verði ekki raskað? Á að binda hendur afkomenda okkar hvað það varðar? Er sú, um margt ósanngjarna, staða ekki uppi að einu varanlegu ákvarðanirnar sem hægt er að taka í þessum efnum er að skella uppistöðulóni á eitthvert svæði? Það er ofmælt að sátt hafi ríkt um rammaáætlun á síðasta kjörtímabili. Ekki þarf pólitískt langminni til að rifja upp þá stöðu sem síðasta ríkisstjórn var í. Hvernig hún var í vandræðum með að koma rammanum í gegnum þingið, hvernig ákveðin atriði breyttust á síðustu metrunum, hvernig þurfti að semja til að ná öllu í gegn. Og léttinn sem ljóst var að stjórnarliðar fundu þegar ný lög voru samþykkt í janúar 2013, á síðustu mánuðum stjórnarinnar. Eins og ekki væri hægt að breyta lögum. Og það er einmitt það sem hefur gerst. Ný ríkisstjórn hefur nýjar áherslur varðandi vernd eða nýtingu svæða. Ríkisstjórn sem hefur sýnt að hún skirrist ekki við að fara í deilur. Og ljóst er að þær mun hún fá. Ramminn hélt í tvö ár. Deilurnar gætu staðið lengur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Sú ákvörðun stjórnarmeirihlutans að breytingar á rammaáætlun verði teknar á dagskrá þingsins í dag á eftir að hafa mikil áhrif á störf þingsins. Ekki stóð á viðbrögðum stjórnarandstæðinga í gær. Þetta var sagt fullkomin vitfirra, handsprengju hefði verið varpað inn í þingið og gott ef þetta jafngilti ekki ákvörðun Heródesar um að láta drepa öll sveinbörn í Betlehem þarna um árið. Látum hefðbundna gengisfellingu íslenskrar orðræðu liggja á milli hluta, en það þarf enginn að velkjast í vafa um að með þessari tillögu er ekki beint verið að stuðla að sáttum. Hvorki innan þings né utan, þar sem þetta mun vekja upp deilur um náttúruna á ný. Rammaáætlun ber það hljómþýða nafn Áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Það var ríkisstjórn Davíðs Oddssonar sem ýtti henni formlega úr vör árið 1999, en fyrsti áfangi hennar náði til ársins 2003. Fleiri áfangar hafa fylgt í kjölfarið og árið 2011 samþykkti Alþingi lög um verndar- og orkunýtingaráætlun. Deilur um rammaáætlun settu síðan sterkan svip á síðasta kjörtímabil. Fyrsta grein umræddra laga er svohljóðandi: ?Markmið laga þessara er að tryggja að nýting landsvæða þar sem er að finna virkjunarkosti byggist á langtímasjónarmiðum og heildstæðu hagsmunamati þar sem tekið er tillit til verndargildis náttúru og menningarsögulegra minja, hagkvæmni og arðsemi ólíkra nýtingarkosta og annarra gilda sem varða þjóðarhag, svo og hagsmuna þeirra sem nýta þessi sömu gæði, með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.? Hér er djarflega mælt. Samræma á hagkvæmni og arðsemi og náttúruvernd og menningarsöguleg sjónarmið og ýmislegt fleira smálegt. Öll dýrin í skóginum eiga sem sagt að vera vinir. Síðasta ríkisstjórn fór síðan ekki í grafgötur með það að markmiðið væri að sætta í eitt skipti fyrir öll þá sem vildu annars vegar virkja á ákveðnum svæðum og hins vegar vernda þau svæði fyrir nokkru raski. Það er ekki auðvelt verk. Og það má velta því fyrir sér hvort hugmyndirnar um víðtæka sátt á milli virkjunar- og náttúruverndarsinna hafi ekki verið helst til háleitar. Mun nokkru sinni nást sátt um ókomna tíð um að einhverju svæði verði ekki raskað? Á að binda hendur afkomenda okkar hvað það varðar? Er sú, um margt ósanngjarna, staða ekki uppi að einu varanlegu ákvarðanirnar sem hægt er að taka í þessum efnum er að skella uppistöðulóni á eitthvert svæði? Það er ofmælt að sátt hafi ríkt um rammaáætlun á síðasta kjörtímabili. Ekki þarf pólitískt langminni til að rifja upp þá stöðu sem síðasta ríkisstjórn var í. Hvernig hún var í vandræðum með að koma rammanum í gegnum þingið, hvernig ákveðin atriði breyttust á síðustu metrunum, hvernig þurfti að semja til að ná öllu í gegn. Og léttinn sem ljóst var að stjórnarliðar fundu þegar ný lög voru samþykkt í janúar 2013, á síðustu mánuðum stjórnarinnar. Eins og ekki væri hægt að breyta lögum. Og það er einmitt það sem hefur gerst. Ný ríkisstjórn hefur nýjar áherslur varðandi vernd eða nýtingu svæða. Ríkisstjórn sem hefur sýnt að hún skirrist ekki við að fara í deilur. Og ljóst er að þær mun hún fá. Ramminn hélt í tvö ár. Deilurnar gætu staðið lengur.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun