Sýndargróði eða raunverulegur? Skjóðan skrifar 13. maí 2015 12:00 Í nýjasta hefti Frjálsrar verslunar er áhugavert viðtal við Herdísi Dröfn Fjeldsted, framkvæmdastjóra Framtakssjóðs Íslands (FSI), en heimild hans til nýfjárfestinga rann út í lok febrúar. Þau fimm ár sem sjóðurinn hefur starfað hafa 43 milljarða fjárfestingar skilað 40 milljarða bókfærðum hagnaði. Herdís hefur stýrt FSI frá því í fyrra. FSI hefur legið undir margvíslegri gagnrýni. Talað hefur verið um lítið gegnsæi og gagnrýnt að afnot af vörumerkinu Icelandic í Bandaríkjunum voru leigð til erlendra aðila til margra ára. Þá hefur ævintýralegur gróði FSI af sumum fjárfestingum sínum, á borð við Icelandair, verið gagnrýndur og talinn til marks um að FSI hafi fengið eignirnar á óeðlilega lágu verði og jafnvel að fyrirtækin hafi að ósekju verið tekin af fyrri eigendum. Eignarhald FSI hefur verið til umræðu í tengslum við ráðstöfun eigna en helstu kaupendur margra eigna FSI eru lífeyrissjóðirnir sem eiga FSI. Einn tilgangur með stofnun FSI á sínum tíma var að gefa lífeyrissjóðum landsins færi á að vinna til baka mikið tap á fjárfestingum sem þeir urðu fyrir í hruninu 2008. Í gegnum FSI sameinuðu þeir fjárfestingarkrafta sína í öflugum sjóði til að njóta góðs af endurreisn íslenskra fyrirtækja og efnahagslífs. Árangurinn talar sínu máli og 43 milljarða fjárfesting hefur skilað endurheimtum og eignum, sem nú eru metnar á 83 milljarða. Eftir stendur spurningin hvort ekki hafi verið of hart gengið að fyrri eigendum fyrirtækjanna sem FSI eignaðist. Hefðu bankar fremur átt að styðja fyrri eigendur í tímabundnum erfiðleikum eftir allsherjar fjármálahrun en að ganga milli bols og höfuðs á þeim? Margföldun á verðmæti fyrirtækja á örfáum árum gefur slíkum vangaveltum vængi. Einnig má spyrja hvort hin ríkulega ávöxtun eignanna hafi verið raunveruleg fyrir eigendur FSI. Í mjög mörgum tilfellum hefur hagnaður FSI myndast við það að eigendur FSI hafa keypt hlutabréf af FSI við skráningu fyrirtækja á markað. Áhættan af bréfunum hefur einungis flust frá FSI til eigenda FSI. Hvað verður um hlutabréfaverð á Íslandi þegar, og ef, tekin verða stór skref til afnáms fjármagnshafta? Er ekki hagnaður lífeyrissjóða af FSI sýndargróði, þar til búið er að selja eignirnar út úr lífeyrissjóðakerfinu?Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Sjá meira
Í nýjasta hefti Frjálsrar verslunar er áhugavert viðtal við Herdísi Dröfn Fjeldsted, framkvæmdastjóra Framtakssjóðs Íslands (FSI), en heimild hans til nýfjárfestinga rann út í lok febrúar. Þau fimm ár sem sjóðurinn hefur starfað hafa 43 milljarða fjárfestingar skilað 40 milljarða bókfærðum hagnaði. Herdís hefur stýrt FSI frá því í fyrra. FSI hefur legið undir margvíslegri gagnrýni. Talað hefur verið um lítið gegnsæi og gagnrýnt að afnot af vörumerkinu Icelandic í Bandaríkjunum voru leigð til erlendra aðila til margra ára. Þá hefur ævintýralegur gróði FSI af sumum fjárfestingum sínum, á borð við Icelandair, verið gagnrýndur og talinn til marks um að FSI hafi fengið eignirnar á óeðlilega lágu verði og jafnvel að fyrirtækin hafi að ósekju verið tekin af fyrri eigendum. Eignarhald FSI hefur verið til umræðu í tengslum við ráðstöfun eigna en helstu kaupendur margra eigna FSI eru lífeyrissjóðirnir sem eiga FSI. Einn tilgangur með stofnun FSI á sínum tíma var að gefa lífeyrissjóðum landsins færi á að vinna til baka mikið tap á fjárfestingum sem þeir urðu fyrir í hruninu 2008. Í gegnum FSI sameinuðu þeir fjárfestingarkrafta sína í öflugum sjóði til að njóta góðs af endurreisn íslenskra fyrirtækja og efnahagslífs. Árangurinn talar sínu máli og 43 milljarða fjárfesting hefur skilað endurheimtum og eignum, sem nú eru metnar á 83 milljarða. Eftir stendur spurningin hvort ekki hafi verið of hart gengið að fyrri eigendum fyrirtækjanna sem FSI eignaðist. Hefðu bankar fremur átt að styðja fyrri eigendur í tímabundnum erfiðleikum eftir allsherjar fjármálahrun en að ganga milli bols og höfuðs á þeim? Margföldun á verðmæti fyrirtækja á örfáum árum gefur slíkum vangaveltum vængi. Einnig má spyrja hvort hin ríkulega ávöxtun eignanna hafi verið raunveruleg fyrir eigendur FSI. Í mjög mörgum tilfellum hefur hagnaður FSI myndast við það að eigendur FSI hafa keypt hlutabréf af FSI við skráningu fyrirtækja á markað. Áhættan af bréfunum hefur einungis flust frá FSI til eigenda FSI. Hvað verður um hlutabréfaverð á Íslandi þegar, og ef, tekin verða stór skref til afnáms fjármagnshafta? Er ekki hagnaður lífeyrissjóða af FSI sýndargróði, þar til búið er að selja eignirnar út úr lífeyrissjóðakerfinu?Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Sjá meira