Lífið

Finnarnir og Íslendingarnir miklir vinir

Ásgeir Orri Ásgeirsson með finnskum félaga úr pönksveitinni PKN.
Ásgeir Orri Ásgeirsson með finnskum félaga úr pönksveitinni PKN.
María Ólafsdóttir og íslenski hópurinn dvelja á sama hóteli og finnski hópurinn í Vín. Mikill vinskapur hefur myndast á milli finnsku pönkaranna PKN og Íslendinganna.

Ásgeir Orri Ásgeirsson, einn af lagahöfundum og bakraddasöngvari, birti mynd af sér með einum meðlimi finnsku sveitarinnar á Fésbókarsíðu sinni.

„Finnski söngvarinn kom og heilsaði upp á mig um leið og ég labbaði inn á hótelið og hann var mjög almennilegur,“ segir María Ólafsdóttir um sín fyrstu kynni af þeim finnsku.

Pönkhljómsveitin PKN er skipuð fjórum mönnum sem allir eru annað hvort með Down's-heilkenni eða einhverfu og verður hljómsveitin fyrsta pönksveitin til að keppa í söngvakeppninni. Það er augljóst að mikil stemning verður á Falkensteiner-hótelinu næstu daga.

Finnarnir voru snarir í snúningum þegar að María og íslenski hópurinn mættu á hótelið og heilsuðu þeim að bragði.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×