Reka barnaheimili í Nepal í kjölfar mótorhjólaferðar Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 21. maí 2015 09:00 Einar er einn stofnenda Íslands-Nepals og hvetur hann alla sem geta til þess að mæta á tónleikana. Vísir/Pjetur Múrarinn Einar Guðmundsson hélt í mótorhjólaferð til Nepals ásamt tveimur félögum sínum fyrir rúmum tveimur árum. Á vegi þeirra varð barnaheimili í Katmandú sem breytti lífi þeirra og ferðin, sem átti að vera ævintýraferð á mótorhjólum, tók skyndilega aðra stefnu og hafði öðruvísi áhrif á líf hópsins en upphaflega stóð til. Eftir að hafa heimsótt barnaheimilið og séð aðstæður þar ákvað hópur af Íslendingum að taka við rekstri heimilisins, en fá og léleg rúm voru á barnaheimilinu og kennsla af skornum skammti. „Húsnæðið var mjög lélegt, ekkert rennandi vatn og ekkert rafmagn. Það sem við gerðum fyrst var að leigja hús fyrir börnin, keyptum gaseldavél og fleiri rúm,“ segir Einar. Eftir komuna heim til Íslands ákvað hópurinn að láta til sín taka, stofnaði félagasamtökin Iceland-Nepal og tók við rekstri barnaheimilisins þar sem 13 munaðarlaus börn búa auk starfsmanna. Sem stendur eru 33 íslenskar stuðningsfjölskyldur sem leggja 5.000 krónur á mánuði til barnaheimilisins en allur peningur fer milliliðalaust til heimilisins og vinnur félagið í samstarfi við félagsmálayfirvöld í Nepal. Stefnan er sett á að ná 41 stuðningsfjölskyldu, með þeim fjölda er rekstrargrundvöllur heimilisins tryggður og Einar segir stuðningsfjölskyldurnar svo sannarlega hafa áhrif til hins betra á líf barnanna: „Stuðningsfjölskyldurnar hafa gjörbreytt lífi barnanna. Nú er fæðan próteinrík, börnin eru öll í skóla. Vatnið þarna er ódrekkandi þannig að það er búið að kaupa hreinsibúnað fyrir það. Einnig fatnað, mat og læknisþjónustu, það hafa komið upp veikindi og faraldrar, til dæmis kúabóla um daginn sem nú er hægt að meðhöndla.“ Í kjölfar mannskæðra jarðskjálfta í Nepal fyrir stuttu sem ollu gríðarmiklu mannfalli og eyðileggingu urðu einnig skemmdir á barnaheimilinu, líkt og svo víða annars staðar. „Það ríkti mikil neyð og skortur fyrir þessa jarðskjálfta. Á góðum degi í Katmandú er rafmagn í fjóra tíma á dag og lítið af rennandi vatni,“ segir Einar og heldur áfram: „Húsið sem barnaheimilið er í núna varð fyrir skemmdum í jarðskjálftanum og öll aðföng hafa hækkað í verði. Þau eru búin að sofa utandyra í fleiri, fleiri nætur.“ Í ljósi þessa mun útvarpsstöðin Radio Iceland efna til tónleikaveislu í samstarfi við félagasamtökin til þess að styrkja barnaheimilið. Fram koma meðal annars hljómsveitirnar Esja, Dikta og Q4U auk þess sem Smutty Smith mun þeyta skífum og stjórna uppboði þar sem hann selur frægustu ljósmyndirnar úr ljósmyndasafni sínu af sumu þekktasta tónlistarfólki heims. Miðar eru fáanlegir inn á Midi.is og er aðgangseyrir frjáls framlög en tónleikaveislan fer fram á Gauknum á laugardag og hefst klukkan 17.00 og stendur til klukkan 01.00. Einnig er hægt að afla sér frekari upplýsinga á síðunni Facebook.com/Iceland-Nepal þar sem allar upplýsingar eru birtar. Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Fleiri fréttir Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Sjá meira
Múrarinn Einar Guðmundsson hélt í mótorhjólaferð til Nepals ásamt tveimur félögum sínum fyrir rúmum tveimur árum. Á vegi þeirra varð barnaheimili í Katmandú sem breytti lífi þeirra og ferðin, sem átti að vera ævintýraferð á mótorhjólum, tók skyndilega aðra stefnu og hafði öðruvísi áhrif á líf hópsins en upphaflega stóð til. Eftir að hafa heimsótt barnaheimilið og séð aðstæður þar ákvað hópur af Íslendingum að taka við rekstri heimilisins, en fá og léleg rúm voru á barnaheimilinu og kennsla af skornum skammti. „Húsnæðið var mjög lélegt, ekkert rennandi vatn og ekkert rafmagn. Það sem við gerðum fyrst var að leigja hús fyrir börnin, keyptum gaseldavél og fleiri rúm,“ segir Einar. Eftir komuna heim til Íslands ákvað hópurinn að láta til sín taka, stofnaði félagasamtökin Iceland-Nepal og tók við rekstri barnaheimilisins þar sem 13 munaðarlaus börn búa auk starfsmanna. Sem stendur eru 33 íslenskar stuðningsfjölskyldur sem leggja 5.000 krónur á mánuði til barnaheimilisins en allur peningur fer milliliðalaust til heimilisins og vinnur félagið í samstarfi við félagsmálayfirvöld í Nepal. Stefnan er sett á að ná 41 stuðningsfjölskyldu, með þeim fjölda er rekstrargrundvöllur heimilisins tryggður og Einar segir stuðningsfjölskyldurnar svo sannarlega hafa áhrif til hins betra á líf barnanna: „Stuðningsfjölskyldurnar hafa gjörbreytt lífi barnanna. Nú er fæðan próteinrík, börnin eru öll í skóla. Vatnið þarna er ódrekkandi þannig að það er búið að kaupa hreinsibúnað fyrir það. Einnig fatnað, mat og læknisþjónustu, það hafa komið upp veikindi og faraldrar, til dæmis kúabóla um daginn sem nú er hægt að meðhöndla.“ Í kjölfar mannskæðra jarðskjálfta í Nepal fyrir stuttu sem ollu gríðarmiklu mannfalli og eyðileggingu urðu einnig skemmdir á barnaheimilinu, líkt og svo víða annars staðar. „Það ríkti mikil neyð og skortur fyrir þessa jarðskjálfta. Á góðum degi í Katmandú er rafmagn í fjóra tíma á dag og lítið af rennandi vatni,“ segir Einar og heldur áfram: „Húsið sem barnaheimilið er í núna varð fyrir skemmdum í jarðskjálftanum og öll aðföng hafa hækkað í verði. Þau eru búin að sofa utandyra í fleiri, fleiri nætur.“ Í ljósi þessa mun útvarpsstöðin Radio Iceland efna til tónleikaveislu í samstarfi við félagasamtökin til þess að styrkja barnaheimilið. Fram koma meðal annars hljómsveitirnar Esja, Dikta og Q4U auk þess sem Smutty Smith mun þeyta skífum og stjórna uppboði þar sem hann selur frægustu ljósmyndirnar úr ljósmyndasafni sínu af sumu þekktasta tónlistarfólki heims. Miðar eru fáanlegir inn á Midi.is og er aðgangseyrir frjáls framlög en tónleikaveislan fer fram á Gauknum á laugardag og hefst klukkan 17.00 og stendur til klukkan 01.00. Einnig er hægt að afla sér frekari upplýsinga á síðunni Facebook.com/Iceland-Nepal þar sem allar upplýsingar eru birtar.
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Fleiri fréttir Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein