Samgöngumál eru kjaramál Guðmundur Kristján Jónsson skrifar 22. maí 2015 07:00 Á Íslandi eyðir stór hluti fólks umtalsverðum hluta ráðstöfunartekna sinna í samgöngur. Í sumum tilfellum getur þessi kostnaður numið allt að 30% af tekjum fólks, einkum í tilfellum þeirra tekjulægstu. Í borgum er einkabíllinn langsamlega dýrasti ferðamáti fólks svo ekki sé minnst á önnur neikvæð áhrif mikillar bílanotkunar. Um þetta eru flestir sammála en því miður eru aðstæður á höfuðborgarsvæðinu, þar sem mikill meirihluti landsmanna býr, til þess fallnar að margir eru knúnir til að eiga bíl jafnvel þó að þeir hafi ekki raunverulega efni á því. Það er lífseig mýta að óumflýjanlegir umhverfislegir þættir líkt og veðurfar og hæðótt landslag skýri stjarnfræðilega einkabílanotkun þjóðarinnar en rannsóknir sýna hins vegar að mun raunhæfara sé að leita skýringa í þáttum sem hægt er að stjórna með skipulagi byggðar, samgöngumannvirkjum og efnaghagslegum aðgerðum. Þetta eru þættir á borð við þéttleika byggðar, aðgengi að verslun og þjónustu, lengd ferða og ferðakostnað, bílastæði, þjónustu og aðgengi að almenningssamgöngum og aðstöðu fyrir gangandi og hjólandi. Allir þessir þættir geta haft afgerandi áhrif á kjör fólks og afkomu. Þrátt fyrir þetta eru samgöngumál ekkert til umræðu í yfirstandandi kjaradeilum. Það sætir furðu og er eitthvað sem þarf að taka til skoðunar. Það eitt að hafa val um ferðamáta getur skipt sköpum fyrir hina tekjulægstu og aukið kaupmátt þeirra til muna. Lausnirnar geta verið margvíslegar, allt frá lögbundnum samgöngustyrkjum upp í ókeypis almenningssamgöngur fyrir alla. Þessar hugmyndir gætu virkað sem eitur í beinum einhverra en svo þarf ekki að vera. Róttækar breytingar á ferðavenjum almennings, þar sem áhersla er lögð á að efla aðra ferðamáta en einkabílinn, er ein allra mesta samfélags- og efnahagslega hagræðing sem hugsast getur. Með réttum áherslum í samgöngumálum er hægt að bæta kjör almennings og á sama tíma stuðla að bættu umhverfi, góðri heilsu, lífvænlegum hverfum og aðlandi borgarbrag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Kristján Jónsson Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun
Á Íslandi eyðir stór hluti fólks umtalsverðum hluta ráðstöfunartekna sinna í samgöngur. Í sumum tilfellum getur þessi kostnaður numið allt að 30% af tekjum fólks, einkum í tilfellum þeirra tekjulægstu. Í borgum er einkabíllinn langsamlega dýrasti ferðamáti fólks svo ekki sé minnst á önnur neikvæð áhrif mikillar bílanotkunar. Um þetta eru flestir sammála en því miður eru aðstæður á höfuðborgarsvæðinu, þar sem mikill meirihluti landsmanna býr, til þess fallnar að margir eru knúnir til að eiga bíl jafnvel þó að þeir hafi ekki raunverulega efni á því. Það er lífseig mýta að óumflýjanlegir umhverfislegir þættir líkt og veðurfar og hæðótt landslag skýri stjarnfræðilega einkabílanotkun þjóðarinnar en rannsóknir sýna hins vegar að mun raunhæfara sé að leita skýringa í þáttum sem hægt er að stjórna með skipulagi byggðar, samgöngumannvirkjum og efnaghagslegum aðgerðum. Þetta eru þættir á borð við þéttleika byggðar, aðgengi að verslun og þjónustu, lengd ferða og ferðakostnað, bílastæði, þjónustu og aðgengi að almenningssamgöngum og aðstöðu fyrir gangandi og hjólandi. Allir þessir þættir geta haft afgerandi áhrif á kjör fólks og afkomu. Þrátt fyrir þetta eru samgöngumál ekkert til umræðu í yfirstandandi kjaradeilum. Það sætir furðu og er eitthvað sem þarf að taka til skoðunar. Það eitt að hafa val um ferðamáta getur skipt sköpum fyrir hina tekjulægstu og aukið kaupmátt þeirra til muna. Lausnirnar geta verið margvíslegar, allt frá lögbundnum samgöngustyrkjum upp í ókeypis almenningssamgöngur fyrir alla. Þessar hugmyndir gætu virkað sem eitur í beinum einhverra en svo þarf ekki að vera. Róttækar breytingar á ferðavenjum almennings, þar sem áhersla er lögð á að efla aðra ferðamáta en einkabílinn, er ein allra mesta samfélags- og efnahagslega hagræðing sem hugsast getur. Með réttum áherslum í samgöngumálum er hægt að bæta kjör almennings og á sama tíma stuðla að bættu umhverfi, góðri heilsu, lífvænlegum hverfum og aðlandi borgarbrag.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun