Gífuryrði um geggjað fólk Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 23. maí 2015 07:00 Harkaleg viðbrögð yfirvalda í Feneyjum vegna framlags Íslands til Feneyjatvíæringsins sæta furðu. Verk svissneska listamannsins Cristophs Buchel, moskan í kirkjunni, virkar sárasaklaust úr fjarlægð. Fátt er meira í deiglunni en yrkisefnið, illvíg sambúð trúarbragða. Vita mátti að einhverjir heimamenn myndu móðgast þegar snert er á þeirra eigin helgidómi. En að lögregla skyldi loka moskunni er ótrúlegt. Orð eins og tepruskapur koma í hugann. Hvers virði er Feneyjatvíæringurinn ef engan má móðga? Úlfúð vegna verksins hefur kryddað tilveruna hér heima á köldu vori. Umræðan minnir á að fyrir hálfri öld logaði íslenskur listheimur í illdeilum vegna sýninga listhóps Sambands ungra myndlistarmanna, SÚM. Orðbragðið núna er kurteisishjal í samanburðinum. Gífuryrði um geggjað fólk, sem gerði listina að skrípaleik, gáfu tóninn. Lærðir og leikir felldu tilfinningaþrungna sleggjudóma. Sumir Súmararnir eru núna ráðsettir og dáðir listamenn. Verk þeirra eru sýnd á fínustu söfnum um lönd og álfur. Fáir ef nokkrir af þeirra kynslóð hafa borið hróður Íslands víðar en hinir úthrópuðu. Sjónarmið dyggustu stuðningsmanna Súmaranna á sínum tíma hafa staðist tímans tönn. Gífuryrði vandlætaranna eru beinlínis hlægileg í ljósi afreka þeirra. Sagan mun dæma verk Buchels og það sem nú gerist í Feneyjum. Gera mátti ráð fyrir því að deilur vekti að senda Buchel sem fulltrúa Íslands á Feneyjatvíæringinn. Hann hefur iðkað list sína í kyrrþey á Seyðisfirði. Sagt er að verk hans séu þekktari en hann sjálfur. Atburðir gærdagsins munu verða til þess að deilurnar blossa upp að nýju. Vont er ef deilurnar snúast um þjóðerni. En samtal um innihald og tjáningarfrelsi getur verið meinhollt. Það kemur í ljós þegar rykið sest. Margir íslenskir listamenn telja sig réttilega eiga erindi til Feneyja. Það er mikið tækifæri fyrir réttan listamann. Á ferðinni er hagsmunamál myndlistarmanna, sem hollt er að ræða. Katrín Sigurðardóttir og Ragnar Kjartansson, tveir síðustu fulltrúar Íslands í Feneyjum, eru að vinna mikla sigra í útlöndum. Þátt tvíæringsins í velgengninni er erfitt að meta. En það sem gerst hefur á vegferð Katrínar og Ragnars vitnar um ótvírætt erindi beggja. Það vitnar líka um yfirvegað val Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar. Fáar menningarþjóðir setja það skilyrði að styrkir til lista renni til innfæddra heimamanna. Bræðurnir Kristján og Sigurður Guðmundssynir eru þekktastir Súmara ásamt Hreini Friðfinnssyni. Allir þrír hafa búið í Hollandi um lengri eða skemmri tíma. Ferill þremenninganna komst á flug á áttunda áratugnum með stuðningi Hollendinga, sem sáu hvað í þeim bjó. Líklega hefur stuðningurinn létt þeim róðurinn á listabrautinni – og um leið auðgað listina í Hollandi, en líklega meira á Íslandi. Fáeinir forkólfar í menningarumræðu hérna heima hafa tekið undir vandlætingu undanfarinna daga og notað niðrandi orð eins og nesjamennsku og útnárahugsun um valið á Buchel, af því hann er útlendur og snertir á helgidómi heittrúaðra. Það er móðgelsi að eigin vali. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Feneyjatvíæringurinn Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Harkaleg viðbrögð yfirvalda í Feneyjum vegna framlags Íslands til Feneyjatvíæringsins sæta furðu. Verk svissneska listamannsins Cristophs Buchel, moskan í kirkjunni, virkar sárasaklaust úr fjarlægð. Fátt er meira í deiglunni en yrkisefnið, illvíg sambúð trúarbragða. Vita mátti að einhverjir heimamenn myndu móðgast þegar snert er á þeirra eigin helgidómi. En að lögregla skyldi loka moskunni er ótrúlegt. Orð eins og tepruskapur koma í hugann. Hvers virði er Feneyjatvíæringurinn ef engan má móðga? Úlfúð vegna verksins hefur kryddað tilveruna hér heima á köldu vori. Umræðan minnir á að fyrir hálfri öld logaði íslenskur listheimur í illdeilum vegna sýninga listhóps Sambands ungra myndlistarmanna, SÚM. Orðbragðið núna er kurteisishjal í samanburðinum. Gífuryrði um geggjað fólk, sem gerði listina að skrípaleik, gáfu tóninn. Lærðir og leikir felldu tilfinningaþrungna sleggjudóma. Sumir Súmararnir eru núna ráðsettir og dáðir listamenn. Verk þeirra eru sýnd á fínustu söfnum um lönd og álfur. Fáir ef nokkrir af þeirra kynslóð hafa borið hróður Íslands víðar en hinir úthrópuðu. Sjónarmið dyggustu stuðningsmanna Súmaranna á sínum tíma hafa staðist tímans tönn. Gífuryrði vandlætaranna eru beinlínis hlægileg í ljósi afreka þeirra. Sagan mun dæma verk Buchels og það sem nú gerist í Feneyjum. Gera mátti ráð fyrir því að deilur vekti að senda Buchel sem fulltrúa Íslands á Feneyjatvíæringinn. Hann hefur iðkað list sína í kyrrþey á Seyðisfirði. Sagt er að verk hans séu þekktari en hann sjálfur. Atburðir gærdagsins munu verða til þess að deilurnar blossa upp að nýju. Vont er ef deilurnar snúast um þjóðerni. En samtal um innihald og tjáningarfrelsi getur verið meinhollt. Það kemur í ljós þegar rykið sest. Margir íslenskir listamenn telja sig réttilega eiga erindi til Feneyja. Það er mikið tækifæri fyrir réttan listamann. Á ferðinni er hagsmunamál myndlistarmanna, sem hollt er að ræða. Katrín Sigurðardóttir og Ragnar Kjartansson, tveir síðustu fulltrúar Íslands í Feneyjum, eru að vinna mikla sigra í útlöndum. Þátt tvíæringsins í velgengninni er erfitt að meta. En það sem gerst hefur á vegferð Katrínar og Ragnars vitnar um ótvírætt erindi beggja. Það vitnar líka um yfirvegað val Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar. Fáar menningarþjóðir setja það skilyrði að styrkir til lista renni til innfæddra heimamanna. Bræðurnir Kristján og Sigurður Guðmundssynir eru þekktastir Súmara ásamt Hreini Friðfinnssyni. Allir þrír hafa búið í Hollandi um lengri eða skemmri tíma. Ferill þremenninganna komst á flug á áttunda áratugnum með stuðningi Hollendinga, sem sáu hvað í þeim bjó. Líklega hefur stuðningurinn létt þeim róðurinn á listabrautinni – og um leið auðgað listina í Hollandi, en líklega meira á Íslandi. Fáeinir forkólfar í menningarumræðu hérna heima hafa tekið undir vandlætingu undanfarinna daga og notað niðrandi orð eins og nesjamennsku og útnárahugsun um valið á Buchel, af því hann er útlendur og snertir á helgidómi heittrúaðra. Það er móðgelsi að eigin vali.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun