Hvergi dauður punktur Jónas Sen skrifar 27. maí 2015 12:00 Stuart Skelton fór með hlutverk Peter Grimes í tónleikauppfærslu á Listahátíðinni í Reykjavík. Visir/Vilhelm Ópera Peter Grimes eftir Benjamin Britten Listahátíð í Reykjavík Sinfóníuhljómsveit Íslands ásamt einsöngvurum og Kór Íslensku óperunnar. Stjórnandi: Daníel Bjarnason Eldborgarsalur Hörpu Föstudagur 22. maí Breska tónskáldið Benjamin Britten (1913-1976) var samkynhneigður, og óperan hans, Peter Grimes, var á vissan hátt táknræn fyrir stöðu hans í samfélaginu. Grimes er fiskimaður í litlu sjávarþorpi sem verður fyrir einelti og rógburði, á endanum fremur hann sjálfsmorð. Britten var líka haldinn barnagirnd sem hann barðist alla tíð við og lét aldrei undan. En hún var þarna og eftir því eru börn áberandi í óperum hans. Ungur drengur sem aðstoðar Grimes við sjómennskuna deyr grunsamlega og það er uppspretta rógsins sem er rauði þráðurinn í óperunni. Grimes fær svo annan dreng til að aðstoða sig en örlög hans eru engu betri. Það er eitthvað afbrigðilegt við samband Grimes við drengina. Þrátt fyrir þetta er ópera Brittens snilldarverk. Tónlistin er aðgengileg og í mismunandi myndum, allt eftir því hvað er að gerast í sögunni. Stór hluti óperunnar gerist í ofsaveðri og brotsjórinn birtist manni ljóslifandi í kraftmiklu tónmálinu. Söngvararnir hafa hver sinn karakter og þannig verður tónlistin ótrúlega fjölbreytt. Hvergi er dauður punktur, framvindan er hröð og áköf. Þetta gerði að verkum að þótt óperan væri í svokallaðri konsertuppfærslu í Eldborg Hörpu á föstudagskvöldið, þá var hún aldrei leiðinleg. Til þess var tónlistin einfaldlega of spennandi. Sú litla sviðsetning sem boðið var upp á var auk þess furðu áhrifamikil. Fyrir ofan sviðið var tjald og á það var varpað ljósmyndum af hafinu, ýmist kyrrlátu eða ólgandi. Á myndunum birtist svo íslensk þýðing á textanum sem verið var að syngja. Smekkleg lýsing undirstrikaði stemninguna í hverri senu. Einsöngvararnir stóðu sig með mikilli prýði. Merkilegt nokk, þá mátti helst finna að frammistöðu Stuarts Skelton, sem var í hlutverki Grimes. Hann er vissulega frábær söngvari, en hér virtist hann ekki í formi. Hann var fremur hás og röddin átti það til að bresta. Judith Howard olli líka dálitlum vonbrigðum. Hún söng fallega en rislítið. Íslensku söngvararnir voru betri og þar var langfremstur Ólafur Kjartan Sigurðarson, sem var í hlutverki skipstjórans Balstrode. Ég hef fylgst með ferli Ólafs Kjartans allt frá því hann steig fyrst á svið hér á landi sem fullmenntaður söngvari. Hann hefur verið í stöðugum vexti og nú er svo komið að hann er einn okkar allra fremsti óperusöngvari. Rödd hans um kvöldið var aðdáunarverð, kröftug og breið, söngurinn áreynslulaus og þéttur. Gaman var líka að hinni nevrótísku Frú Sedley í skondinni túlkun Ingveldar Ýrar Jónsdóttur. Viðar Gunnarsson var sömuleiðis sannfærandi í hlutverki lögmannsins Swallow. Þau Snorri Wium, Garðar Thór Cortes, Hanna Dóra Sturludóttir, Hallveig Rúnarsdóttir, Lilja Guðmundsdóttir, Oddur Arnþór Jónsson og Jóhann Smári Sævarsson voru jafnframt með allt sitt á hreinu. Theódór Pálsson í hlutverki drengsins var einnig flottur. Kór Íslensku óperunnar var hinn glæsilegasti, það hefði þó að ósekju mátt heyrast meira í honum. En hljómsveitin spilaði fallega og öllu saman stjórnaði Daníel Bjarnason af fagmennsku og öryggi. Þetta voru skemmtilegir tónleikar; mikið væri nú gaman að sjá Peter Grimes í fullri sviðsetningu hér í framtíðinni.Niðurstaða: Flestir söngvararnir stóðu sig frábærlega, hljómsveitin og kórinn var góður. Gagnrýni Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Ópera Peter Grimes eftir Benjamin Britten Listahátíð í Reykjavík Sinfóníuhljómsveit Íslands ásamt einsöngvurum og Kór Íslensku óperunnar. Stjórnandi: Daníel Bjarnason Eldborgarsalur Hörpu Föstudagur 22. maí Breska tónskáldið Benjamin Britten (1913-1976) var samkynhneigður, og óperan hans, Peter Grimes, var á vissan hátt táknræn fyrir stöðu hans í samfélaginu. Grimes er fiskimaður í litlu sjávarþorpi sem verður fyrir einelti og rógburði, á endanum fremur hann sjálfsmorð. Britten var líka haldinn barnagirnd sem hann barðist alla tíð við og lét aldrei undan. En hún var þarna og eftir því eru börn áberandi í óperum hans. Ungur drengur sem aðstoðar Grimes við sjómennskuna deyr grunsamlega og það er uppspretta rógsins sem er rauði þráðurinn í óperunni. Grimes fær svo annan dreng til að aðstoða sig en örlög hans eru engu betri. Það er eitthvað afbrigðilegt við samband Grimes við drengina. Þrátt fyrir þetta er ópera Brittens snilldarverk. Tónlistin er aðgengileg og í mismunandi myndum, allt eftir því hvað er að gerast í sögunni. Stór hluti óperunnar gerist í ofsaveðri og brotsjórinn birtist manni ljóslifandi í kraftmiklu tónmálinu. Söngvararnir hafa hver sinn karakter og þannig verður tónlistin ótrúlega fjölbreytt. Hvergi er dauður punktur, framvindan er hröð og áköf. Þetta gerði að verkum að þótt óperan væri í svokallaðri konsertuppfærslu í Eldborg Hörpu á föstudagskvöldið, þá var hún aldrei leiðinleg. Til þess var tónlistin einfaldlega of spennandi. Sú litla sviðsetning sem boðið var upp á var auk þess furðu áhrifamikil. Fyrir ofan sviðið var tjald og á það var varpað ljósmyndum af hafinu, ýmist kyrrlátu eða ólgandi. Á myndunum birtist svo íslensk þýðing á textanum sem verið var að syngja. Smekkleg lýsing undirstrikaði stemninguna í hverri senu. Einsöngvararnir stóðu sig með mikilli prýði. Merkilegt nokk, þá mátti helst finna að frammistöðu Stuarts Skelton, sem var í hlutverki Grimes. Hann er vissulega frábær söngvari, en hér virtist hann ekki í formi. Hann var fremur hás og röddin átti það til að bresta. Judith Howard olli líka dálitlum vonbrigðum. Hún söng fallega en rislítið. Íslensku söngvararnir voru betri og þar var langfremstur Ólafur Kjartan Sigurðarson, sem var í hlutverki skipstjórans Balstrode. Ég hef fylgst með ferli Ólafs Kjartans allt frá því hann steig fyrst á svið hér á landi sem fullmenntaður söngvari. Hann hefur verið í stöðugum vexti og nú er svo komið að hann er einn okkar allra fremsti óperusöngvari. Rödd hans um kvöldið var aðdáunarverð, kröftug og breið, söngurinn áreynslulaus og þéttur. Gaman var líka að hinni nevrótísku Frú Sedley í skondinni túlkun Ingveldar Ýrar Jónsdóttur. Viðar Gunnarsson var sömuleiðis sannfærandi í hlutverki lögmannsins Swallow. Þau Snorri Wium, Garðar Thór Cortes, Hanna Dóra Sturludóttir, Hallveig Rúnarsdóttir, Lilja Guðmundsdóttir, Oddur Arnþór Jónsson og Jóhann Smári Sævarsson voru jafnframt með allt sitt á hreinu. Theódór Pálsson í hlutverki drengsins var einnig flottur. Kór Íslensku óperunnar var hinn glæsilegasti, það hefði þó að ósekju mátt heyrast meira í honum. En hljómsveitin spilaði fallega og öllu saman stjórnaði Daníel Bjarnason af fagmennsku og öryggi. Þetta voru skemmtilegir tónleikar; mikið væri nú gaman að sjá Peter Grimes í fullri sviðsetningu hér í framtíðinni.Niðurstaða: Flestir söngvararnir stóðu sig frábærlega, hljómsveitin og kórinn var góður.
Gagnrýni Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira