Dalurinn, það er heimurinn Kjartan Már Ómarsson skrifar 29. maí 2015 00:01 Hrútar Vísir Hrútar Leikstjórn og handrit: Grímur HákonarsonAðalleikarar: Sigurður Sigurjónsson, Theodór JúlíussonMyndataka: Sturla Brandth GrövlenKlipping: Kristján LoðmfjörðTónlist: Atli ÖrvarssonFramleiðandi: Grímar Jónsson o.fl.Förðun: Kristín KristjánsdóttirBúningar: ólöf Benediktsdóttir og Margrét Einarsdóttir Sýningar á Hrútum Gríms Hákonarsonar hófust í vikunni. Hún var þá í þeirri forvitnilegu stöðu að hafa skrifað sig rækilega í bækur íslenskrar kvikmyndasögu án þess að hafa verið sýnd hér opinberlega. Ástæðan er sú að fyrstu opinberu sýningar myndarinnar fóru fram á kvikmyndahátíðinni í Cannes þar sem hún hlaut verðlaunin Un Certain Regard (bræðingur af efnilegasta og áhugaverðasta myndin). Það hefur ekki beinlínis gustað í kringum Grím í íslenskri kvikmyndagerð en einhverjir gætu kannast við kvikmynd hans Sumarlandið (2010) og bráðskemmtilega stuttmynd hans Bræðrabylta (2007). Mér virðist, af þeim íslensku kvikmyndum sem hafa verið framleiddar undanfarin ár, að íslensk kvikmyndagrein sé að myndast sem kalla mætti hreppamyndir eða eitthvað álíka. Greinaeinkenninn væru vitanlega að myndin gerist í afskektum firði, sveit eða öðru strjálbýli. Þar er fólk iðulega sérviturt á einhvern undirfurðulega fyndinn máta og hrærist í táknheimi fullum af lopapeysum, kjötsúpum og veggfóðri frá 8. áratugunum. Hrútar er ein slíkra. Hrútar er auk þess mynd sem maður myndi flokka sem listabíó (e. art-house) og gilda því aðrar „reglur“ hvað varðar efni og handbragð en fólk hefur vanist af menningarvarningi draumaverksmiðjunnar í vestri. Ekki er ætlast til þess að allir endar séu hnýttir, öllum spurningum mun ekki svarað og þungi tímans á að vera áþreifanlegur. Það skyldi hins vegar enginn fælast við þessa lýsingu og ætla að myndin sé einhvers konar torf fyrir vikið. Öll tæknileg vinna er laus við framúrstefnulegar tilraunir. Notast er við saumlausa framvinduklippingu og stefnt að trúverðugleika og hefðbundnu raunsæi í úrvinnslu. Sagan líður áreynslulaust áfram, án útúrdúra og tiltakanlegra stílæfinga. Hrútar er saga sem gæti virst léttvæg í fyrstu en þegar grannt er skoðað kemur annað í ljós. Táknrænir merkingaraukar fjár eru allt að því ótölulegir sem orsakar að djúpt lag þýðingar verður mögulegt í hvert sinn sem fé kemur fyrir í mynd eða tali. Eins hefur maður ávallt ákveðna tilhneigingu til þess að líta á þorpin eða smábæina í hreppamyndum sem einhvers konar smækkaða mynd af stærra samhengi – stílbragð sem lesendur íslenskra bókmennta ættu að kannast við: Sumarhús og Óseyri við Axlarfjörð, svo eitthvað sé nefnt. Í þessu tilfelli væri nærtækt að líta á „Dalinn“ (Bárðardalur) sem jafngildi Íslands alls eða hreinlega heimsins, ef maður kýs að hugsa stórt. Hvað á þá að ráða í að það er svartur sauður sem hleypir af stað meinsemd svo stráfella þarf allt kvikt í byggðinni? Grímar ku hafa byrjað að vinna að myndinni ekki löngu eftir efnahagshrunið á Íslandi og á undirritaður erfitt með að setja Hrúta ekki í samhengi við þá atburði. Einn svartur sauður verður til þess að þorri manna þarf að fórna öllu því sem hann á og elskar mest. Það leynast hins vegar í það minnsta tvær sögur innan verksins, ein stærri og önnur minni. Sú stærri tekur til samfélagsins í heild og á við um fyrrnefnda túlkun, en sú síðari á sér stað á persónulegra plani og hverfist um samband bræðra sem hafa ekki talast við í fjörutíu ár þrátt fyrir að búa hlið við hlið. Þar má einnig sjá táknræna túlkunarmöguleika fjárins leika stórt hlutverk. Sigurður Sigurjónsson (Gummi) og Theodór Júlíusson (Kiddi) leika bræðurna tvo og heppnast með ágætum að miðla þeirri tilfinningu að samband þeirra eigi sér hvort tveggja langa og flókna sögu, án þess að verið sé að eyða í það of mörgum orðum. Eins og fyrr segir er þetta engin stórslysa- eða kappakstursmynd og hvílir sú ábyrgð að koma sögunni til skila að miklu leyti á herðum Sigurðar. Áhorfandi fylgir persónu hans í gegnum myndina og fylgist með framvindu atburða frá hans bæjardyrum. Hann stimplar sig inn sem þungavigtarleikara sem er fær um að túlka sálfræðilega krefjandi hlutverk. Að öllum ólöstuðum verður að segjast að það sé umfram allt persóna Sigurðar sem er eftirminnileg þegar sýningu lýkur.Niðurstaða: Ágætis ræma sem tekur á málefnum á borð við einsemd, samband manns við náttúru, hugsjónir og fyrirgefningu og býður upp á ótal túlkunarmöguleika. Kjartan Már Ómarsson. Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Miklu meira en bara ,,söngkonan” Hildur Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Hrútar Leikstjórn og handrit: Grímur HákonarsonAðalleikarar: Sigurður Sigurjónsson, Theodór JúlíussonMyndataka: Sturla Brandth GrövlenKlipping: Kristján LoðmfjörðTónlist: Atli ÖrvarssonFramleiðandi: Grímar Jónsson o.fl.Förðun: Kristín KristjánsdóttirBúningar: ólöf Benediktsdóttir og Margrét Einarsdóttir Sýningar á Hrútum Gríms Hákonarsonar hófust í vikunni. Hún var þá í þeirri forvitnilegu stöðu að hafa skrifað sig rækilega í bækur íslenskrar kvikmyndasögu án þess að hafa verið sýnd hér opinberlega. Ástæðan er sú að fyrstu opinberu sýningar myndarinnar fóru fram á kvikmyndahátíðinni í Cannes þar sem hún hlaut verðlaunin Un Certain Regard (bræðingur af efnilegasta og áhugaverðasta myndin). Það hefur ekki beinlínis gustað í kringum Grím í íslenskri kvikmyndagerð en einhverjir gætu kannast við kvikmynd hans Sumarlandið (2010) og bráðskemmtilega stuttmynd hans Bræðrabylta (2007). Mér virðist, af þeim íslensku kvikmyndum sem hafa verið framleiddar undanfarin ár, að íslensk kvikmyndagrein sé að myndast sem kalla mætti hreppamyndir eða eitthvað álíka. Greinaeinkenninn væru vitanlega að myndin gerist í afskektum firði, sveit eða öðru strjálbýli. Þar er fólk iðulega sérviturt á einhvern undirfurðulega fyndinn máta og hrærist í táknheimi fullum af lopapeysum, kjötsúpum og veggfóðri frá 8. áratugunum. Hrútar er ein slíkra. Hrútar er auk þess mynd sem maður myndi flokka sem listabíó (e. art-house) og gilda því aðrar „reglur“ hvað varðar efni og handbragð en fólk hefur vanist af menningarvarningi draumaverksmiðjunnar í vestri. Ekki er ætlast til þess að allir endar séu hnýttir, öllum spurningum mun ekki svarað og þungi tímans á að vera áþreifanlegur. Það skyldi hins vegar enginn fælast við þessa lýsingu og ætla að myndin sé einhvers konar torf fyrir vikið. Öll tæknileg vinna er laus við framúrstefnulegar tilraunir. Notast er við saumlausa framvinduklippingu og stefnt að trúverðugleika og hefðbundnu raunsæi í úrvinnslu. Sagan líður áreynslulaust áfram, án útúrdúra og tiltakanlegra stílæfinga. Hrútar er saga sem gæti virst léttvæg í fyrstu en þegar grannt er skoðað kemur annað í ljós. Táknrænir merkingaraukar fjár eru allt að því ótölulegir sem orsakar að djúpt lag þýðingar verður mögulegt í hvert sinn sem fé kemur fyrir í mynd eða tali. Eins hefur maður ávallt ákveðna tilhneigingu til þess að líta á þorpin eða smábæina í hreppamyndum sem einhvers konar smækkaða mynd af stærra samhengi – stílbragð sem lesendur íslenskra bókmennta ættu að kannast við: Sumarhús og Óseyri við Axlarfjörð, svo eitthvað sé nefnt. Í þessu tilfelli væri nærtækt að líta á „Dalinn“ (Bárðardalur) sem jafngildi Íslands alls eða hreinlega heimsins, ef maður kýs að hugsa stórt. Hvað á þá að ráða í að það er svartur sauður sem hleypir af stað meinsemd svo stráfella þarf allt kvikt í byggðinni? Grímar ku hafa byrjað að vinna að myndinni ekki löngu eftir efnahagshrunið á Íslandi og á undirritaður erfitt með að setja Hrúta ekki í samhengi við þá atburði. Einn svartur sauður verður til þess að þorri manna þarf að fórna öllu því sem hann á og elskar mest. Það leynast hins vegar í það minnsta tvær sögur innan verksins, ein stærri og önnur minni. Sú stærri tekur til samfélagsins í heild og á við um fyrrnefnda túlkun, en sú síðari á sér stað á persónulegra plani og hverfist um samband bræðra sem hafa ekki talast við í fjörutíu ár þrátt fyrir að búa hlið við hlið. Þar má einnig sjá táknræna túlkunarmöguleika fjárins leika stórt hlutverk. Sigurður Sigurjónsson (Gummi) og Theodór Júlíusson (Kiddi) leika bræðurna tvo og heppnast með ágætum að miðla þeirri tilfinningu að samband þeirra eigi sér hvort tveggja langa og flókna sögu, án þess að verið sé að eyða í það of mörgum orðum. Eins og fyrr segir er þetta engin stórslysa- eða kappakstursmynd og hvílir sú ábyrgð að koma sögunni til skila að miklu leyti á herðum Sigurðar. Áhorfandi fylgir persónu hans í gegnum myndina og fylgist með framvindu atburða frá hans bæjardyrum. Hann stimplar sig inn sem þungavigtarleikara sem er fær um að túlka sálfræðilega krefjandi hlutverk. Að öllum ólöstuðum verður að segjast að það sé umfram allt persóna Sigurðar sem er eftirminnileg þegar sýningu lýkur.Niðurstaða: Ágætis ræma sem tekur á málefnum á borð við einsemd, samband manns við náttúru, hugsjónir og fyrirgefningu og býður upp á ótal túlkunarmöguleika. Kjartan Már Ómarsson.
Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Miklu meira en bara ,,söngkonan” Hildur Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira