Óður til fljótandi stúlkubarns Sif Sigmarsdóttir skrifar 29. maí 2015 07:00 Hún sækir á mig þegar ég á minnst von. Eins og draugur. Hún dó og nú er hún gengin aftur. Ekki bókstaflega, auðvitað – heldur í höfðinu á mér. Það er ekki mér að kenna að hún dó. Og þó. Kannski hefðum við getað gert eitthvað öðruvísi. En hún lætur mig ekki vera. Ég er kannski að bursta í mér tennurnar og skipuleggja í huganum brandara um nýjasta uppátæki Sigmundar Davíðs til að flytja í pistli á síðum þessa blaðs þegar ég allt í einu sé hana. Ég veit ekki hvað hún heitir og ég veit ekki hvað hún er gömul, en hún er varla eldri en fimm ára. Ég sá hana á ljósmynd. Einhver deildi henni á Facebook. Bölvuð Facebook. Myndin var tekin á fallegum degi. Sólin skín og sjórinn er lygn og litla stelpan flýtur á yfirborði hans eins og þörungur án haldfestu. Gárurnar gæla við bleikt pils. Litlar tær stingast út úr vorgrænum leggings-buxum. Hún hafði greinilega farið í sitt fínasta púss fyrir ferðalagið. Hnén eru lítið eitt beygð, höfuðið hallar út á hlið og smár barnslófinn er opinn. Það er eins og hún kúri í rúmi á sæbláu laki. Það er eins og hún sofi. Nema hún sefur ekki. Hún er dáin. Hún drukknaði í Miðjarðarhafinu ásamt hundruðum flóttamanna þegar bátur sem hún var á sökk í síðasta mánuði.Lík samferðamanna Í byrjun sumars árið 1988 steig hópur af Víetnömum um borð í lítinn trébát. Fólkið var staðráðið í að flýja eymd og kúgun sem það bjó við í heimalandi sínu í kjölfar Víetnamstríðsins sem þó hafði lokið meira en áratug fyrr. Rétt eins og siglingar flóttamanna á Miðjarðarhafinu í dag var um að ræða háskaför. Ekki leið á löngu uns vél bátsins bilaði. Vatns- og matarbirgðirnar kláruðust stuttu síðar. Skip sigldu reglulega hjá. Enginn kom þeim hins vegar til bjargar. Hópurinn hafði verið tvær og hálfa viku á sjó þegar áhöfn bandaríska herskipsins USS Dubuque kom auga á þau. Fólkið á trébátnum tók að hrópa á hjálp. Herskipið sigldi upp að hlið bátsins. Ferðalangarnir héldu að þeim væri borgið. Nokkrir þeirra stukku frá borði og syntu að skipinu. Maður náði taki á kaðli sem hékk niður af þilfari þess. Þegar áhöfn USS Dubuque tók að hrista kaðalinn svo maðurinn missti takið varð Víetnömunum ljóst að þrekraun þeirra væri ekki lokið. Áhöfn USS Dubuque horfði upp á manninn drukkna. Skipstjórinn kom mat og vatni til fólksins á trébátnum. Síðan sigldi hann burt. Víetnamarnir stóðu í þeirri trú að skipstjórinn hefði kallað eftir aðstoð. Svo var ekki. Trébátinn rak stefnulaust um. Fólk byrjaði að deyja. Enn liðu tvær og hálf vika. Sjómenn komu Víetnömunum loks til bjargar undan ströndum Filippseyja. Meira en helmingur fólksins var þá látinn. Aðeins þeir sem höfðu lagt sér til munns lík samferðarmanna sinna lifðu af. Þegar fréttir af framkomu áhafnar USS Dubuque í garð flóttamannanna frá Víetnam bárust til Bandaríkjanna varð allt brjálað. Skipstjórinn var leiddur fyrir herrétt og dæmdur sekur um vanrækslu í starfi, fyrir að bregðast skyldum sínum.Tölur finna ekki til Öldum saman hefur það verið óskrifuð regla hjá sæfarendum að koma bátum í neyð til bjargar. Varð sú hefð að formlegri skyldu með Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í kjölfar þess að 1.200 flóttamenn á fimm bátum drukknuðu í Miðjarðarhafinu í síðasta mánuði hefur Evrópusambandið ákveðið að setja aukna fjármuni í að bjarga skipum flóttafólks úr sjávarháska. En það þarf meira til. Nú deila ráðamenn Evrópu um hvar fólkið sem bjargað er eigi að búa. Hefur verið stungið upp á að því verði dreift um Evrópu með kvótum. Sumir taka hugmyndinni vel. Fleiri spyrna við fótum. Stundum er eins og umræða um flóttafólk snúist ekki um fólk heldur tilfinningalausar tölur. Svona margir létust þarna. Svonamargir eru nú heimilislausir. Það er auðvelt að vera kaldlyndur þegar um er að ræða tölfræði. Tölur finna ekki til. Tölur eiga ekki börn, foreldra, systkini. Tölum þarf ekki að sýna mannúð. En flóttamenn eru ekki nafnlaus númer. Litla stelpan í bleika pilsinu og grænu leggings-buxunum er ekki tala. Flóttamenn eru venjulegt fólk; fólk eins og við nema það var svo óheppið að þurfa að flýja stríð, hungur, ofsóknir og neyð. Við Íslendingar höfum ekki alltaf staðið okkur vel þegar kemur að því að taka á móti flóttafólki. En það er tími til kominn að við leggjum okkar af mörkum. Okkur ber, eins og öðrum löndum Evrópu, að koma því örvæntingarfulla fólki til aðstoðar sem leitar á náðir okkar. Mál víetnömsku flóttamannanna og USS Dubuque er nú kennt í siðfræðiáfanga Flotaskóla bandaríska sjóhersins. Engum dettur í hug lengur að láta flóttafólk veslast upp úti á rúmsjó. Af hverju er allt í lagi að fólkið geri það í landi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun
Hún sækir á mig þegar ég á minnst von. Eins og draugur. Hún dó og nú er hún gengin aftur. Ekki bókstaflega, auðvitað – heldur í höfðinu á mér. Það er ekki mér að kenna að hún dó. Og þó. Kannski hefðum við getað gert eitthvað öðruvísi. En hún lætur mig ekki vera. Ég er kannski að bursta í mér tennurnar og skipuleggja í huganum brandara um nýjasta uppátæki Sigmundar Davíðs til að flytja í pistli á síðum þessa blaðs þegar ég allt í einu sé hana. Ég veit ekki hvað hún heitir og ég veit ekki hvað hún er gömul, en hún er varla eldri en fimm ára. Ég sá hana á ljósmynd. Einhver deildi henni á Facebook. Bölvuð Facebook. Myndin var tekin á fallegum degi. Sólin skín og sjórinn er lygn og litla stelpan flýtur á yfirborði hans eins og þörungur án haldfestu. Gárurnar gæla við bleikt pils. Litlar tær stingast út úr vorgrænum leggings-buxum. Hún hafði greinilega farið í sitt fínasta púss fyrir ferðalagið. Hnén eru lítið eitt beygð, höfuðið hallar út á hlið og smár barnslófinn er opinn. Það er eins og hún kúri í rúmi á sæbláu laki. Það er eins og hún sofi. Nema hún sefur ekki. Hún er dáin. Hún drukknaði í Miðjarðarhafinu ásamt hundruðum flóttamanna þegar bátur sem hún var á sökk í síðasta mánuði.Lík samferðamanna Í byrjun sumars árið 1988 steig hópur af Víetnömum um borð í lítinn trébát. Fólkið var staðráðið í að flýja eymd og kúgun sem það bjó við í heimalandi sínu í kjölfar Víetnamstríðsins sem þó hafði lokið meira en áratug fyrr. Rétt eins og siglingar flóttamanna á Miðjarðarhafinu í dag var um að ræða háskaför. Ekki leið á löngu uns vél bátsins bilaði. Vatns- og matarbirgðirnar kláruðust stuttu síðar. Skip sigldu reglulega hjá. Enginn kom þeim hins vegar til bjargar. Hópurinn hafði verið tvær og hálfa viku á sjó þegar áhöfn bandaríska herskipsins USS Dubuque kom auga á þau. Fólkið á trébátnum tók að hrópa á hjálp. Herskipið sigldi upp að hlið bátsins. Ferðalangarnir héldu að þeim væri borgið. Nokkrir þeirra stukku frá borði og syntu að skipinu. Maður náði taki á kaðli sem hékk niður af þilfari þess. Þegar áhöfn USS Dubuque tók að hrista kaðalinn svo maðurinn missti takið varð Víetnömunum ljóst að þrekraun þeirra væri ekki lokið. Áhöfn USS Dubuque horfði upp á manninn drukkna. Skipstjórinn kom mat og vatni til fólksins á trébátnum. Síðan sigldi hann burt. Víetnamarnir stóðu í þeirri trú að skipstjórinn hefði kallað eftir aðstoð. Svo var ekki. Trébátinn rak stefnulaust um. Fólk byrjaði að deyja. Enn liðu tvær og hálf vika. Sjómenn komu Víetnömunum loks til bjargar undan ströndum Filippseyja. Meira en helmingur fólksins var þá látinn. Aðeins þeir sem höfðu lagt sér til munns lík samferðarmanna sinna lifðu af. Þegar fréttir af framkomu áhafnar USS Dubuque í garð flóttamannanna frá Víetnam bárust til Bandaríkjanna varð allt brjálað. Skipstjórinn var leiddur fyrir herrétt og dæmdur sekur um vanrækslu í starfi, fyrir að bregðast skyldum sínum.Tölur finna ekki til Öldum saman hefur það verið óskrifuð regla hjá sæfarendum að koma bátum í neyð til bjargar. Varð sú hefð að formlegri skyldu með Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í kjölfar þess að 1.200 flóttamenn á fimm bátum drukknuðu í Miðjarðarhafinu í síðasta mánuði hefur Evrópusambandið ákveðið að setja aukna fjármuni í að bjarga skipum flóttafólks úr sjávarháska. En það þarf meira til. Nú deila ráðamenn Evrópu um hvar fólkið sem bjargað er eigi að búa. Hefur verið stungið upp á að því verði dreift um Evrópu með kvótum. Sumir taka hugmyndinni vel. Fleiri spyrna við fótum. Stundum er eins og umræða um flóttafólk snúist ekki um fólk heldur tilfinningalausar tölur. Svona margir létust þarna. Svonamargir eru nú heimilislausir. Það er auðvelt að vera kaldlyndur þegar um er að ræða tölfræði. Tölur finna ekki til. Tölur eiga ekki börn, foreldra, systkini. Tölum þarf ekki að sýna mannúð. En flóttamenn eru ekki nafnlaus númer. Litla stelpan í bleika pilsinu og grænu leggings-buxunum er ekki tala. Flóttamenn eru venjulegt fólk; fólk eins og við nema það var svo óheppið að þurfa að flýja stríð, hungur, ofsóknir og neyð. Við Íslendingar höfum ekki alltaf staðið okkur vel þegar kemur að því að taka á móti flóttafólki. En það er tími til kominn að við leggjum okkar af mörkum. Okkur ber, eins og öðrum löndum Evrópu, að koma því örvæntingarfulla fólki til aðstoðar sem leitar á náðir okkar. Mál víetnömsku flóttamannanna og USS Dubuque er nú kennt í siðfræðiáfanga Flotaskóla bandaríska sjóhersins. Engum dettur í hug lengur að láta flóttafólk veslast upp úti á rúmsjó. Af hverju er allt í lagi að fólkið geri það í landi?
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun