Gaf dóttur sína til ættleiðingar: Hafa alltaf átt gott samband Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 30. maí 2015 09:00 Sagan hófst í Vestmannaeyjum. Jóhanna Ýr vissi af hjónum sem þráðu að eignast barn og þá fann hún lausn á sínum vanda. mynd/Guðbjörg Guðmannsdóttir Fyrir tuttugu árum var Jóhanna Ýr tvítug, einstæð móðir sem vann á flæðilínunni í frystihúsi í Vestmannaeyjum. Hún hafði hætt í framhaldsskóla þegar hún varð ólétt að fyrsta barni sínu sautján ára gömul. Svo komst hún að því að hún væri aftur ólétt. „Ég hafði átt í stuttu sambandi við yndislegan strák. En við vorum hætt saman þegar ég komst að því að ég væri ólétt. Ég var ein með þriggja ára stelpu og stóð frammi fyrir því að festast í þeirri gryfju að vera einstæð og ómenntuð í félagslegri íbúð það sem eftir er. Það fannst mér ekki góð örlög fyrir mig, ófædda barnið eða litla barnið sem ég átti þegar.“ Jóhönnu Ýr hafði alltaf langað til að mennta sig og hún vissi að hún hefði alla burði í það. Aftur á móti var erfitt að klára stúdentinn með ábyrgð á litlu barni og mánaðarlegum reikningum. Það var henni því mikið áfall að komast að því að hún ætti von á öðru barni. „Ég hafði hugsað um ættleiðingu en þorði ekki að segja það upphátt. Ég þekkti engan sem hafði gert það og fannst það svo óraunveruleg hugmynd. Svo viðraði frænka mín þetta við mig og systir mín kom inn í samtalið líka. Vinafólk hennar hafði nefnilega lengi reynt að eignast barn án árangurs og voru farin að íhuga ættleiðingu. Þegar ég labba heim eftir þessa heimsókn til frænku minnar, leiðandi litlu stelpuna mína sem trallaði kát og glöð við hliðina á mér, varð ættleiðing að raunverulegri kosti. Ég tók nefnilega þessa ákvörðun fyrir okkur þrjár. Annars hefðu framtíðarmöguleikar okkar allra verið niðurnjörvaðir og svo takmarkaðir. Eigingjarna leiðin hefði verið að halda barninu, það hefði verið auðveldast fyrir mig. Þannig að mér fannst ég verða að bíta á jaxlinn og skapa svigrúm fyrir okkur allar, til að eiga möguleika á einhverju meira og stærra í lífinu.“Gátu ekki búið í sama bæ Jóhanna Ýr hafði alltaf þekkt til þessara vinahjóna systur sinnar og vissi að þau væru gott fólk. Fyrsta skrefið var að Jóhanna fór í heimsókn til þeirra. Það var stutt að fara enda bjuggu þau í litla samfélaginu úti í Eyjum eins og Jóhanna Ýr. „Þetta var undarlegasta heimsókn sem ég hef farið í. Ég sat þarna með kaffibollann minn og vissi ekki hvernig ég ætti að byrja þetta samtal. „Viljið þið fá barnið mitt?“ En svo gekk þetta mjög vel og fyrsta skilyrðið sem ég setti var að þau myndu flytja frá Eyjum, því ég hafði hugsað mér að búa þar áfram. Þá kom í ljós að þau vildu það gjarnan og höfðu í nokkurn tíma reynt að flytja á Selfoss. Á meðgöngunni gekk síðan allt upp hjá þeim, atvinna og húsnæði, og þau fluttu af eyjunni.“ Eftir að ákvörðun var tekin fór Jóhanna Ýr að kynna sér framkvæmdina. „Það var skrýtin upplifun að hringja í dómsmálaráðuneytið og spyrja við hvern ég ætti að tala ef ég vildi gefa barn mitt til ættleiðingar. Það kom fát á alla, mér var vísað áfram og áfram. Regluverkið varð bara eitt stórt spurningamerki. Ég vissi að það væri réttur minn að velja foreldrana sjálf en það fór allt í keng í ráðuneytinu og starfsmenn töluðu um langa biðlista. En fyrir mér kom það málinu ekkert við. Þegar ég lít til baka þá finnst mér ótrúlegt hvað tvítuga ég var hörð. Ég sendi ráðuneytinu bara puttann og stóð fast á mínu. Ég var búin að velja foreldra fyrir barnið mitt.“Jóhanna Ýr fannst aðstæður sínar ekki bjóða upp á annað barn. Eftir að Margrét fæddist menntaði hún sig og bjó sér til betri framtíð.mynd/guðbjörg GuðmannsdóttirLangaði að sjá litlu tásurnar Ákvörðunin var tekin snemma á meðgöngunni og því fóru næstu mánuðir hjá Jóhönnu Ýr í að aftengja. Hún fékk að vita kynið til að segja kjörforeldrunum frá því. Þegar hún fann fyrsta sparkið hringdi hún strax í þau. Það að líta á barnið strax sem þeirra, var leið Jóhönnu til að aftengja sig. „Ég ákvað svo snemma og af heilum hug að þetta væri ekki mitt barn og það yrði það aldrei. Ég upplifði mig nánast eins og staðgöngumóður. En auðvitað var þetta erfitt enda eru þetta svo ógurlega flóknar tilfinningar. Ég vildi þetta, ég valdi þetta – en þetta var samt svo sárt. Þetta var svakaleg togstreita. En ég byrjaði svo hjá Jónu Hrönn presti í viðtalsmeðferð, það bjargaði mér alveg og Guðný Bjarnadóttir, ljósmóðir hér í Eyjum, hélt líka vel utan um mig.“ Jóhanna gekk tvær vikur fram yfir settan fæðingardag. Hún var með látlausa fyrirvaraverki og það tók hana algjörlega á taugum. „Ég kveið svo fæðingunni og mómentinu þegar ég myndi gefa hana frá mér. Þannig að ég stressaðist upp í hvert skipti sem ég hélt að ég væri að fara af stað í fæðingu. En það var búið að undirbúa þetta mjög vel og fæðingin gekk síðan eins og í sögu. Um leið og Margrét fæddist var hún tekin fram á meðan það var verið að sinna mér. Hún átti ekki að liggja í vöggu við hliðina á mér eins og vaninn var. Síðan var komið með hana til mín fullklædda. Það var það eina sem angraði mig eftir á, því ég hafði hlakkað svo til að sjá litlu tásurnar hennar en þorði síðan ekki að biðja um það. Ég fékk svo að halda á henni og eftir það sat Jóna Hrönn hjá mér með Margréti í fanginu og bað. Það var ofboðslega falleg stund. Barnsfaðir minn kom og fékk að sjá hana og halda á henni. Að því loknu var hringt í kjörforeldrana.“ Mikill svipur er með Jóhönnu Ýr og Margréti - og segist Jóhanna hafa gaman af því þegar henni er sagt að þær séu líkar.mynd/guðbjörg guðmannsdóttirVar með henni í fjóra tíma Kjörforeldrarnir tóku flug samstundis og komu til Eyja. Jóhanna Ýr var meðvituð um að sýna engan eignarrétt á litla barninu. „Ég var spurð hvort ég vildi ekki halda á henni þegar þau kæmu inn í stofuna. En það fannst mér ekki passa. Svo komu þau, nýbakaðir foreldrarnir, og fengu að halda á henni og dást að henni. Þá fann ég að ég var alveg búin á því þannig að fljótlega fóru þau með hana til Selfoss. Það var strax reynt að slökkva á þessum móðurhluta með því að reyra á mér brjóstin og gefa mér þurrkutöflur. Svo kom Heba, dóttir mín, til mín seinnipartinn og þá fór ég næstum að hágráta. Hún labbaði inn, ýtti á magann og spurði: „Hvar er barnið?“ Þetta var ótrúlega erfitt en um leið fékk ég móðurlega útrás með því að knúsa hana og hafa hana hjá mér. Svo þekkti ég eina konu sem lá sængurleguna um leið og ég. Ég bað ljósmóðurina um að spyrja hana hvort ég mætti halda á nýfædda barninu hennar af því að ég var svo hrædd um að þetta væri eins og að detta af hestbaki og ég myndi forðast lítil börn það sem eftir er.“ Jóhanna Ýr hafði byrjað í framhaldsskóla á meðgöngunni og stuttu eftir fæðinguna fór hún aftur í skólann – og bar þar höfuðið hátt. Vissulega kvisaðist saga hennar út um alla eyjuna á stuttum tíma en hún upplifði það ekki á neikvæðan hátt, heldur með hlýju. „Ég fann augngoturnar en mér var alveg sama. Ég var að þessu fyrir Hebu. Svo útskrifaðist ég þremur árum seinna og var ekki lítið stolt af stúdentsprófinu. Ég þurfti að vera í aukavinnum með náminu og þetta var strembið. En ég þurfti að gefa barnið mitt út af aðstæðum mínum, hvað er meira spark í rassinn? Ég bara beit fast á jaxlinn,“ segir Jóhanna sem hefur bætt við sig þremur háskólagráðum síðan þá og skoðar þessa dagana doktorsnám í sagnfræði. Hún hefur fyrir löngu náð markmiði sínu að gera eitthvað úr sjálfri sér, hefur unnið sem safnstjóri, gert heimildarmynd og myndband um einhverfu sem sýnt er í grunnskólum. Í dag starfar hún sem bæjarfulltrúi. Jóhanna vildi eiga mynd af sér með Margréti þegar hún er nýfædd, til þess að minnast þess stutta tíma sem hún „átti hana.“ Heba, dóttir Jóhönnu, er með á myndinni.Svo stolt af henni Fyrstu árin voru öll helstu samskipti Jóhönnu við kjörforeldrana í gegnum systur hennar sem fékk fréttir af barninu reglulega. Hún sagði Jóhönnu aldrei fréttirnar að fyrra bragði heldur var tilbúin til svars ef Jóhanna spurði. Þannig gat Jóhanna varist fregna ef hún átti erfiða daga. Hún segist vera fegin að þetta var fyrir tíma internetsins þannig að hún þurfti ekki að vera með barnamyndir á Facebook fyrir framan sig í tíma og ótíma. „Hjónin sem ættleiddu hana eru svo yndisleg og samskiptin hafa alltaf verið góð. Til dæmis uppgötvaði ég stuttu eftir fæðinguna að það hafði gleymst að taka mynd af mér með Margréti þegar hún var nýfædd. Ég sá svo hrikalega eftir því, því mig langaði að eiga mynd af okkur saman – þessar tíu mínútur sem hún var mín. Þannig að ég hafði samband og spurði hvort ég mætti koma og láta taka mynd af mér með henni. Lagalega séð hafði ég níutíu daga til að skipta um skoðun og taka hana aftur. Þetta var innan þess ramma. Þau buðu mig samt hjartanlega velkomna til sín án þess að hafa nokkra skyldu til þess og hafa rétt til að neita mér. Þau vissu samt ekkert um mitt ástand og hvort hætta væri á því að ég myndi hætta við. En þetta sýnir að þau ætluðu ekki að sporna gegn því, ef mér myndi snúast hugur. Þau fóru í þetta ferli af heilum hug og þetta sýndi mér að ég hafði valið rétt.“ Næstu árin hitti Jóhanna Ýr Margréti og fjölskyldu hennar innan skynsamlegra marka. Í gegnum tíðina hafa fjölskyldurnar verið í vinasambandi, farið í heimsóknir og verið viðstaddar stóra viðburði í lífi hver annarrar. Foreldrar Margrétar líta á börn Jóhönnu Ýrar eins og ská-barnabörn og Jóhönnu Ýri þykir ósköp vænt um systkini Margrétar – sérstaklega systur hennar sem fæddist eingöngu sjö mánuðum eftir að Margrét fæddist. „Mér finnst ég alltaf eiga smá í henni líka. Þær eru svona dúó, koma í pakka,“ segir Jóhanna hlæjandi en viðurkennir svo að það sé þó alltaf svolítið sárt að hitta Margréti en það hafi þó lagast mikið eftir að hún varð eldri. „Þegar hún var yngri fékk ég þrá til að snerta hana, knúsa eða halda á henni í fanginu. En það gerir maður ekki og það var erfitt að standast það. En nú þegar hún er orðin fullorðin manneskja er þetta auðveldara og við spjöllum mikið saman. Ég fæ auðvitað móðurlegar tilfinningar og er ótrúlega stolt af henni. En ég spyr sjálfa mig hversu mikið ég má eigna genunum þetta og hve mikið þetta er uppeldið. Svo finnst mörgum við vera líkar, bæði í útliti og í okkur, og ég viðurkenni að það er pínu kikk og mjög gaman. En stundum líka svolítið sárt. Annars geri ég mér fullkomlega grein fyrir að mínar tilfinningar gagnvart henni eru mun sterkari en tilfinningar hennar gagnvart mér. Ég á börn og veit hverju ég missti af. Hún á yndislega foreldra og hefur mig sem svona extra.“ Systir „í viðbót“ Jóhanna Ýr hefur aldrei falið þessa reynslu. Hún kynntist síðar eiginmanni sínum og eignuðust þau tvö börn saman. Þegar hún er spurð hvað hún eigi mörg börn, svarar hún að hún eigi fjögur. „Ég get ekki sleppt henni. Mér finnst það ekki í lagi. Ef fólk spyr út í fjórða barnið sem býr ekki hjá mér þá svara ég því heiðarlega ef tími gefst. Ég hef ekkert að fela og þegar það eru engin leyndarmál þá er engin skömm. Eins er með börnin mín. Elsta dóttir mín hefur alltaf vitað þetta, ég geri mér grein fyrir að ég aðskildi þær systurnar en dóttir mín hefur alltaf sýnt þessu mikinn skilning. Yngri börnin fengu að vita þetta mjög ung. Þegar sonur minn var fjögurra ára var fjölskyldan á leiðinni í heimsókn og mér fannst ég verða að útskýra fyrir honum hver Margrét væri. Ég sagði honum að hann ætti eina systur í viðbót. Í nokkur ár kallaði hann Margréti „systur sína í viðbót“,“ segir Jóhanna Ýr og skellihlær. „Þegar börnin finna að allt sé eðlilegt og maður leyfir þeim að spyrja spurninga þá verður þetta ekkert vandamál.“ Jóhanna Ýr hefur aldrei séð eftir því að hafa gefið Margréti til ættleiðingar. Reynslan hefur þó verið ljúfsár. „Það rættist svo vel úr öllu og ég fæ oft staðfestingu á því að þetta var rétt ákvörðun. Og þegar sársaukinn er sem verstur er það ekki eftirsjá, heldur svona sársaukaflæði. Ég vissi innst inni að þetta væri það langbesta fyrir okkur allar þrjár og er þakklát fyrir að hafa hlustað á innsæið.“Margrét hefur gaman af því að segja söguna sína.mynd/guðbjörg guðmannsdóttir„Hún er ekki mamma, heldur kynmóðir mín" Margrét hefur alltaf vitað að hún er ættleidd enda hefur það aldrei verið falið fyrir henni. „Mér var líka alltaf sagt að ég ætti mörg systkini. Þau voru alltaf kölluð það, börnin hennar Jóhönnu – systkini mín. Þannig að ég tel þau alltaf með þegar ég er spurð hvað ég eigi mörg systkini. Mér þykir mjög vænt um það.“ Margrét á albúm með myndum frá því hún var nýfædd. Þar er til dæmis mynd þegar mamma hennar og pabbi koma á fæðingardeildina til að sjá hana í fyrsta skipti, fjórum tímum eftir að hún er fædd. Foreldrar hennar hafa einnig verið duglegir að segja henni söguna hennar og hvernig það kom til að hún varð dóttir þeirra. Þar sem ættleiðingin hefur alltaf verið eðlilegur hluti af lífi Margrétar hefur henni aldrei þótt erfitt að segja frá því. „Það vissu allir í bekknum í grunnskóla að ég væri ættleidd. Ég kynni mig ekkert sem Margréti sem er ættleidd en um leið og fólk kynnist mér segi ég frá því. Mér finnst gaman að segja þessa sögu.“ Það sést á myndum að mikill svipur er með Margréti og Jóhönnu. Þær eru einnig með afar líka rödd. Margrét segist þó aldrei hafa pælt mikið í því hvort hún sé lík Jóhönnu, ekki fyrr en í seinni tíð. „Ég sé að ég er að líkjast henni meira með árunum. Annars finnst mér ég mjög lík mömmu, ég er með mikið af töktum frá henni og fólk kemur gjarnan með athugasemdir um að við séum líkar.“Margrét segist líta á börn Jóhönnu sen systkini sín. Hér eru Margrét, Gísli Hrafn, Sigrún Ýr og Heba á góðri stundu.Sjö mánuðum eftir að Margrét fæddist eignaðist hún systur. Foreldrar Margrétar höfðu reynt að eignast barn í langan tíma og um það bil þegar Margrét fæddist komust þau að því að þau ættu von á öðru barni. „Maður hefur heyrt dæmi um að fólk fái sér hund eða ættleiði og takist þá að eignast barn. Eins og það losni einhver spenna. Kannski var það tilfellið hjá mömmu og pabba – þau allavega fengu hálfgerða tvíbura. Við erum nefnilega jafngamlar á sumrin. Hún er fædd í maí og ég í október. Við vorum oft spurðar hvort við værum tvíburar þegar við vorum yngri. Við svöruðum neitandi. Svo var spurt hvað við værum gamlar og við sögðum sama aldur,“ segir Margrét hlæjandi og segir fólk oft hafa orðið afar ringlað. „Við erum að minnsta kosti mjög nánar systur, við erum bestu vinkonur.“ Margrét á einnig eldri bróður sem foreldrar hennar áttu töluvert áður en þau eignuðust hana og svo systkinahóp úti í Eyjum. „Þau eru hópurinn minn. Svo á Jóhanna eldri stelpu sem ég hef alltaf litið upp til. Hún er svona stóra systir mín, í mínum augum. Svo er mjög gaman að eiga lítil systkini.“ Margrét tekur undir orð Jóhönnu um að það hafi alltaf verið eðlileg og falleg samskipti á milli fjölskyldnanna. Margrét segir þau vera vinafjölskyldur með tvisti. „Það er aldrei neitt vandræðalegt að hittast og krakkarnir hennar Jóhönnu hafa komið í pössun til okkar og hún hefur komið til að passa okkur. Ég hef verið spurð hvort ég kalli hana mömmu en það er einfalt svar við því. Hún er ekki mamma mín en hún er kynmóðir mín. Þetta hefur aldrei verið mér erfitt en ég skal þó viðurkenna að þegar ég var á hápunkti hormóna á unglingsárunum þá fór ég að ímynda mér hvernig lífið væri ef þetta hefði farið öðruvísi. En ég var samt svo rosalega þakklát á sama tíma fyrir að hafa alist upp hjá foreldrum mínum. Ég á svo frábært eintak af foreldrum." Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Fyrir tuttugu árum var Jóhanna Ýr tvítug, einstæð móðir sem vann á flæðilínunni í frystihúsi í Vestmannaeyjum. Hún hafði hætt í framhaldsskóla þegar hún varð ólétt að fyrsta barni sínu sautján ára gömul. Svo komst hún að því að hún væri aftur ólétt. „Ég hafði átt í stuttu sambandi við yndislegan strák. En við vorum hætt saman þegar ég komst að því að ég væri ólétt. Ég var ein með þriggja ára stelpu og stóð frammi fyrir því að festast í þeirri gryfju að vera einstæð og ómenntuð í félagslegri íbúð það sem eftir er. Það fannst mér ekki góð örlög fyrir mig, ófædda barnið eða litla barnið sem ég átti þegar.“ Jóhönnu Ýr hafði alltaf langað til að mennta sig og hún vissi að hún hefði alla burði í það. Aftur á móti var erfitt að klára stúdentinn með ábyrgð á litlu barni og mánaðarlegum reikningum. Það var henni því mikið áfall að komast að því að hún ætti von á öðru barni. „Ég hafði hugsað um ættleiðingu en þorði ekki að segja það upphátt. Ég þekkti engan sem hafði gert það og fannst það svo óraunveruleg hugmynd. Svo viðraði frænka mín þetta við mig og systir mín kom inn í samtalið líka. Vinafólk hennar hafði nefnilega lengi reynt að eignast barn án árangurs og voru farin að íhuga ættleiðingu. Þegar ég labba heim eftir þessa heimsókn til frænku minnar, leiðandi litlu stelpuna mína sem trallaði kát og glöð við hliðina á mér, varð ættleiðing að raunverulegri kosti. Ég tók nefnilega þessa ákvörðun fyrir okkur þrjár. Annars hefðu framtíðarmöguleikar okkar allra verið niðurnjörvaðir og svo takmarkaðir. Eigingjarna leiðin hefði verið að halda barninu, það hefði verið auðveldast fyrir mig. Þannig að mér fannst ég verða að bíta á jaxlinn og skapa svigrúm fyrir okkur allar, til að eiga möguleika á einhverju meira og stærra í lífinu.“Gátu ekki búið í sama bæ Jóhanna Ýr hafði alltaf þekkt til þessara vinahjóna systur sinnar og vissi að þau væru gott fólk. Fyrsta skrefið var að Jóhanna fór í heimsókn til þeirra. Það var stutt að fara enda bjuggu þau í litla samfélaginu úti í Eyjum eins og Jóhanna Ýr. „Þetta var undarlegasta heimsókn sem ég hef farið í. Ég sat þarna með kaffibollann minn og vissi ekki hvernig ég ætti að byrja þetta samtal. „Viljið þið fá barnið mitt?“ En svo gekk þetta mjög vel og fyrsta skilyrðið sem ég setti var að þau myndu flytja frá Eyjum, því ég hafði hugsað mér að búa þar áfram. Þá kom í ljós að þau vildu það gjarnan og höfðu í nokkurn tíma reynt að flytja á Selfoss. Á meðgöngunni gekk síðan allt upp hjá þeim, atvinna og húsnæði, og þau fluttu af eyjunni.“ Eftir að ákvörðun var tekin fór Jóhanna Ýr að kynna sér framkvæmdina. „Það var skrýtin upplifun að hringja í dómsmálaráðuneytið og spyrja við hvern ég ætti að tala ef ég vildi gefa barn mitt til ættleiðingar. Það kom fát á alla, mér var vísað áfram og áfram. Regluverkið varð bara eitt stórt spurningamerki. Ég vissi að það væri réttur minn að velja foreldrana sjálf en það fór allt í keng í ráðuneytinu og starfsmenn töluðu um langa biðlista. En fyrir mér kom það málinu ekkert við. Þegar ég lít til baka þá finnst mér ótrúlegt hvað tvítuga ég var hörð. Ég sendi ráðuneytinu bara puttann og stóð fast á mínu. Ég var búin að velja foreldra fyrir barnið mitt.“Jóhanna Ýr fannst aðstæður sínar ekki bjóða upp á annað barn. Eftir að Margrét fæddist menntaði hún sig og bjó sér til betri framtíð.mynd/guðbjörg GuðmannsdóttirLangaði að sjá litlu tásurnar Ákvörðunin var tekin snemma á meðgöngunni og því fóru næstu mánuðir hjá Jóhönnu Ýr í að aftengja. Hún fékk að vita kynið til að segja kjörforeldrunum frá því. Þegar hún fann fyrsta sparkið hringdi hún strax í þau. Það að líta á barnið strax sem þeirra, var leið Jóhönnu til að aftengja sig. „Ég ákvað svo snemma og af heilum hug að þetta væri ekki mitt barn og það yrði það aldrei. Ég upplifði mig nánast eins og staðgöngumóður. En auðvitað var þetta erfitt enda eru þetta svo ógurlega flóknar tilfinningar. Ég vildi þetta, ég valdi þetta – en þetta var samt svo sárt. Þetta var svakaleg togstreita. En ég byrjaði svo hjá Jónu Hrönn presti í viðtalsmeðferð, það bjargaði mér alveg og Guðný Bjarnadóttir, ljósmóðir hér í Eyjum, hélt líka vel utan um mig.“ Jóhanna gekk tvær vikur fram yfir settan fæðingardag. Hún var með látlausa fyrirvaraverki og það tók hana algjörlega á taugum. „Ég kveið svo fæðingunni og mómentinu þegar ég myndi gefa hana frá mér. Þannig að ég stressaðist upp í hvert skipti sem ég hélt að ég væri að fara af stað í fæðingu. En það var búið að undirbúa þetta mjög vel og fæðingin gekk síðan eins og í sögu. Um leið og Margrét fæddist var hún tekin fram á meðan það var verið að sinna mér. Hún átti ekki að liggja í vöggu við hliðina á mér eins og vaninn var. Síðan var komið með hana til mín fullklædda. Það var það eina sem angraði mig eftir á, því ég hafði hlakkað svo til að sjá litlu tásurnar hennar en þorði síðan ekki að biðja um það. Ég fékk svo að halda á henni og eftir það sat Jóna Hrönn hjá mér með Margréti í fanginu og bað. Það var ofboðslega falleg stund. Barnsfaðir minn kom og fékk að sjá hana og halda á henni. Að því loknu var hringt í kjörforeldrana.“ Mikill svipur er með Jóhönnu Ýr og Margréti - og segist Jóhanna hafa gaman af því þegar henni er sagt að þær séu líkar.mynd/guðbjörg guðmannsdóttirVar með henni í fjóra tíma Kjörforeldrarnir tóku flug samstundis og komu til Eyja. Jóhanna Ýr var meðvituð um að sýna engan eignarrétt á litla barninu. „Ég var spurð hvort ég vildi ekki halda á henni þegar þau kæmu inn í stofuna. En það fannst mér ekki passa. Svo komu þau, nýbakaðir foreldrarnir, og fengu að halda á henni og dást að henni. Þá fann ég að ég var alveg búin á því þannig að fljótlega fóru þau með hana til Selfoss. Það var strax reynt að slökkva á þessum móðurhluta með því að reyra á mér brjóstin og gefa mér þurrkutöflur. Svo kom Heba, dóttir mín, til mín seinnipartinn og þá fór ég næstum að hágráta. Hún labbaði inn, ýtti á magann og spurði: „Hvar er barnið?“ Þetta var ótrúlega erfitt en um leið fékk ég móðurlega útrás með því að knúsa hana og hafa hana hjá mér. Svo þekkti ég eina konu sem lá sængurleguna um leið og ég. Ég bað ljósmóðurina um að spyrja hana hvort ég mætti halda á nýfædda barninu hennar af því að ég var svo hrædd um að þetta væri eins og að detta af hestbaki og ég myndi forðast lítil börn það sem eftir er.“ Jóhanna Ýr hafði byrjað í framhaldsskóla á meðgöngunni og stuttu eftir fæðinguna fór hún aftur í skólann – og bar þar höfuðið hátt. Vissulega kvisaðist saga hennar út um alla eyjuna á stuttum tíma en hún upplifði það ekki á neikvæðan hátt, heldur með hlýju. „Ég fann augngoturnar en mér var alveg sama. Ég var að þessu fyrir Hebu. Svo útskrifaðist ég þremur árum seinna og var ekki lítið stolt af stúdentsprófinu. Ég þurfti að vera í aukavinnum með náminu og þetta var strembið. En ég þurfti að gefa barnið mitt út af aðstæðum mínum, hvað er meira spark í rassinn? Ég bara beit fast á jaxlinn,“ segir Jóhanna sem hefur bætt við sig þremur háskólagráðum síðan þá og skoðar þessa dagana doktorsnám í sagnfræði. Hún hefur fyrir löngu náð markmiði sínu að gera eitthvað úr sjálfri sér, hefur unnið sem safnstjóri, gert heimildarmynd og myndband um einhverfu sem sýnt er í grunnskólum. Í dag starfar hún sem bæjarfulltrúi. Jóhanna vildi eiga mynd af sér með Margréti þegar hún er nýfædd, til þess að minnast þess stutta tíma sem hún „átti hana.“ Heba, dóttir Jóhönnu, er með á myndinni.Svo stolt af henni Fyrstu árin voru öll helstu samskipti Jóhönnu við kjörforeldrana í gegnum systur hennar sem fékk fréttir af barninu reglulega. Hún sagði Jóhönnu aldrei fréttirnar að fyrra bragði heldur var tilbúin til svars ef Jóhanna spurði. Þannig gat Jóhanna varist fregna ef hún átti erfiða daga. Hún segist vera fegin að þetta var fyrir tíma internetsins þannig að hún þurfti ekki að vera með barnamyndir á Facebook fyrir framan sig í tíma og ótíma. „Hjónin sem ættleiddu hana eru svo yndisleg og samskiptin hafa alltaf verið góð. Til dæmis uppgötvaði ég stuttu eftir fæðinguna að það hafði gleymst að taka mynd af mér með Margréti þegar hún var nýfædd. Ég sá svo hrikalega eftir því, því mig langaði að eiga mynd af okkur saman – þessar tíu mínútur sem hún var mín. Þannig að ég hafði samband og spurði hvort ég mætti koma og láta taka mynd af mér með henni. Lagalega séð hafði ég níutíu daga til að skipta um skoðun og taka hana aftur. Þetta var innan þess ramma. Þau buðu mig samt hjartanlega velkomna til sín án þess að hafa nokkra skyldu til þess og hafa rétt til að neita mér. Þau vissu samt ekkert um mitt ástand og hvort hætta væri á því að ég myndi hætta við. En þetta sýnir að þau ætluðu ekki að sporna gegn því, ef mér myndi snúast hugur. Þau fóru í þetta ferli af heilum hug og þetta sýndi mér að ég hafði valið rétt.“ Næstu árin hitti Jóhanna Ýr Margréti og fjölskyldu hennar innan skynsamlegra marka. Í gegnum tíðina hafa fjölskyldurnar verið í vinasambandi, farið í heimsóknir og verið viðstaddar stóra viðburði í lífi hver annarrar. Foreldrar Margrétar líta á börn Jóhönnu Ýrar eins og ská-barnabörn og Jóhönnu Ýri þykir ósköp vænt um systkini Margrétar – sérstaklega systur hennar sem fæddist eingöngu sjö mánuðum eftir að Margrét fæddist. „Mér finnst ég alltaf eiga smá í henni líka. Þær eru svona dúó, koma í pakka,“ segir Jóhanna hlæjandi en viðurkennir svo að það sé þó alltaf svolítið sárt að hitta Margréti en það hafi þó lagast mikið eftir að hún varð eldri. „Þegar hún var yngri fékk ég þrá til að snerta hana, knúsa eða halda á henni í fanginu. En það gerir maður ekki og það var erfitt að standast það. En nú þegar hún er orðin fullorðin manneskja er þetta auðveldara og við spjöllum mikið saman. Ég fæ auðvitað móðurlegar tilfinningar og er ótrúlega stolt af henni. En ég spyr sjálfa mig hversu mikið ég má eigna genunum þetta og hve mikið þetta er uppeldið. Svo finnst mörgum við vera líkar, bæði í útliti og í okkur, og ég viðurkenni að það er pínu kikk og mjög gaman. En stundum líka svolítið sárt. Annars geri ég mér fullkomlega grein fyrir að mínar tilfinningar gagnvart henni eru mun sterkari en tilfinningar hennar gagnvart mér. Ég á börn og veit hverju ég missti af. Hún á yndislega foreldra og hefur mig sem svona extra.“ Systir „í viðbót“ Jóhanna Ýr hefur aldrei falið þessa reynslu. Hún kynntist síðar eiginmanni sínum og eignuðust þau tvö börn saman. Þegar hún er spurð hvað hún eigi mörg börn, svarar hún að hún eigi fjögur. „Ég get ekki sleppt henni. Mér finnst það ekki í lagi. Ef fólk spyr út í fjórða barnið sem býr ekki hjá mér þá svara ég því heiðarlega ef tími gefst. Ég hef ekkert að fela og þegar það eru engin leyndarmál þá er engin skömm. Eins er með börnin mín. Elsta dóttir mín hefur alltaf vitað þetta, ég geri mér grein fyrir að ég aðskildi þær systurnar en dóttir mín hefur alltaf sýnt þessu mikinn skilning. Yngri börnin fengu að vita þetta mjög ung. Þegar sonur minn var fjögurra ára var fjölskyldan á leiðinni í heimsókn og mér fannst ég verða að útskýra fyrir honum hver Margrét væri. Ég sagði honum að hann ætti eina systur í viðbót. Í nokkur ár kallaði hann Margréti „systur sína í viðbót“,“ segir Jóhanna Ýr og skellihlær. „Þegar börnin finna að allt sé eðlilegt og maður leyfir þeim að spyrja spurninga þá verður þetta ekkert vandamál.“ Jóhanna Ýr hefur aldrei séð eftir því að hafa gefið Margréti til ættleiðingar. Reynslan hefur þó verið ljúfsár. „Það rættist svo vel úr öllu og ég fæ oft staðfestingu á því að þetta var rétt ákvörðun. Og þegar sársaukinn er sem verstur er það ekki eftirsjá, heldur svona sársaukaflæði. Ég vissi innst inni að þetta væri það langbesta fyrir okkur allar þrjár og er þakklát fyrir að hafa hlustað á innsæið.“Margrét hefur gaman af því að segja söguna sína.mynd/guðbjörg guðmannsdóttir„Hún er ekki mamma, heldur kynmóðir mín" Margrét hefur alltaf vitað að hún er ættleidd enda hefur það aldrei verið falið fyrir henni. „Mér var líka alltaf sagt að ég ætti mörg systkini. Þau voru alltaf kölluð það, börnin hennar Jóhönnu – systkini mín. Þannig að ég tel þau alltaf með þegar ég er spurð hvað ég eigi mörg systkini. Mér þykir mjög vænt um það.“ Margrét á albúm með myndum frá því hún var nýfædd. Þar er til dæmis mynd þegar mamma hennar og pabbi koma á fæðingardeildina til að sjá hana í fyrsta skipti, fjórum tímum eftir að hún er fædd. Foreldrar hennar hafa einnig verið duglegir að segja henni söguna hennar og hvernig það kom til að hún varð dóttir þeirra. Þar sem ættleiðingin hefur alltaf verið eðlilegur hluti af lífi Margrétar hefur henni aldrei þótt erfitt að segja frá því. „Það vissu allir í bekknum í grunnskóla að ég væri ættleidd. Ég kynni mig ekkert sem Margréti sem er ættleidd en um leið og fólk kynnist mér segi ég frá því. Mér finnst gaman að segja þessa sögu.“ Það sést á myndum að mikill svipur er með Margréti og Jóhönnu. Þær eru einnig með afar líka rödd. Margrét segist þó aldrei hafa pælt mikið í því hvort hún sé lík Jóhönnu, ekki fyrr en í seinni tíð. „Ég sé að ég er að líkjast henni meira með árunum. Annars finnst mér ég mjög lík mömmu, ég er með mikið af töktum frá henni og fólk kemur gjarnan með athugasemdir um að við séum líkar.“Margrét segist líta á börn Jóhönnu sen systkini sín. Hér eru Margrét, Gísli Hrafn, Sigrún Ýr og Heba á góðri stundu.Sjö mánuðum eftir að Margrét fæddist eignaðist hún systur. Foreldrar Margrétar höfðu reynt að eignast barn í langan tíma og um það bil þegar Margrét fæddist komust þau að því að þau ættu von á öðru barni. „Maður hefur heyrt dæmi um að fólk fái sér hund eða ættleiði og takist þá að eignast barn. Eins og það losni einhver spenna. Kannski var það tilfellið hjá mömmu og pabba – þau allavega fengu hálfgerða tvíbura. Við erum nefnilega jafngamlar á sumrin. Hún er fædd í maí og ég í október. Við vorum oft spurðar hvort við værum tvíburar þegar við vorum yngri. Við svöruðum neitandi. Svo var spurt hvað við værum gamlar og við sögðum sama aldur,“ segir Margrét hlæjandi og segir fólk oft hafa orðið afar ringlað. „Við erum að minnsta kosti mjög nánar systur, við erum bestu vinkonur.“ Margrét á einnig eldri bróður sem foreldrar hennar áttu töluvert áður en þau eignuðust hana og svo systkinahóp úti í Eyjum. „Þau eru hópurinn minn. Svo á Jóhanna eldri stelpu sem ég hef alltaf litið upp til. Hún er svona stóra systir mín, í mínum augum. Svo er mjög gaman að eiga lítil systkini.“ Margrét tekur undir orð Jóhönnu um að það hafi alltaf verið eðlileg og falleg samskipti á milli fjölskyldnanna. Margrét segir þau vera vinafjölskyldur með tvisti. „Það er aldrei neitt vandræðalegt að hittast og krakkarnir hennar Jóhönnu hafa komið í pössun til okkar og hún hefur komið til að passa okkur. Ég hef verið spurð hvort ég kalli hana mömmu en það er einfalt svar við því. Hún er ekki mamma mín en hún er kynmóðir mín. Þetta hefur aldrei verið mér erfitt en ég skal þó viðurkenna að þegar ég var á hápunkti hormóna á unglingsárunum þá fór ég að ímynda mér hvernig lífið væri ef þetta hefði farið öðruvísi. En ég var samt svo rosalega þakklát á sama tíma fyrir að hafa alist upp hjá foreldrum mínum. Ég á svo frábært eintak af foreldrum."
Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira