Konur um konur Magnús Guðmundsson skrifar 30. maí 2015 10:30 Átta konur fara með hlutverk í sýningu í óperunni sem er mikið sjónarspil. Mynd/Tiina Tahvanainen Magnus Maria ópera um rétt kyn, eftir Karolínu Eiríksdóttur og Katarinu Gädnäs í leikstjórn Suzanne Osten, verður flutt í Þjóðleikhúsinu á miðvikudagskvöldið á vegum Listahátíðarinnar í Reykjavík. Í óperunni er sögð sönn saga sænskrar tónlistarkonu frá 17. öld í Svíþjóð. Suzanne Osten er á meðal þekktari leikstjóra Svíþjóðar. Um áraraðir hefur hún getið sér gott orð fyrir bæði leiksýningar og kvikmyndir, auk þess að gegna stöðu prófessors í leikstjórn við Dramatiska Institudet í Stokkhólmi. Það er því mikið ánægjuefni að fá loks til Íslands sýningu eftir Suzanne Osten en næstkomandi miðvikudagskvöld verður í Þjóðleikhúsinu Magnus Maria, ópera um rétt kyn. Ný ópera með tónlist eftir Karólínu Eiríksdóttur við texta Katarinu Gädnäs. Suzanne segir að hér sé á ferðinni einstök saga sem eigi mikið erindi til okkar í dag og að verkefnið hafi allt verið sérstaklega skemmtilegt. „Óperan fjallar um konu að nafni Maria Johansson sem fæddist á Álandseyjum en draumur hennar var að starfa sem tónlistarmaður í Stokkhólmi. Þar sem hún var kona þá komst hún lítið áleiðis en tók þá að koma fram í karlmannsfötum undir nafninu Magnus. Ferillinn tók kipp og Magnus varð fljótt eftirsóttur á meðal ungra kvenna. Það sem leiddi þó til þess að allt fór til fjandans var að hún lofaði að kvænast ungri konu til þess að reyna að fá frið fyrir kvenhyllinni. Hún var ákærð fyrir að villa á sér heimildir og það er ágætt að hafa í huga að á þessum tíma voru nornabrennur í Svíþjóð. Það er rétt að láta það svo eftir áhorfendum á miðvikudagskvöldið að komast að því hvernig fer.“Leikstjórinn Suzanne Osten á að baki magnaðan feril sem leikstjóri bæði á sviði og í kvikmyndum. Mynd/Tiina TahvanainenKonur syngja og stjórna Óperan var frumflutt á síðasta ári á Álandseyjum og hefur alls staðar hlotið frábærar viðtökur áhorfenda og gagnrýnenda. Átta konur fara með hlutverk í óperunni en enginn karl. Með hlutverkin fara þær Ásgerður Júníusdóttir, Hillevi Berg Niska, Lisa Fornhammar, Maria Johansson Josephsson, Therese Karlsson, Annika Sjölund, Frida Josefin Österberg og Andrea Björkholm. Hljómsveitarstjórn er í höndum Anna-Maria Helsing og eru öll listræn stjórnun og hönnun sýningarinnar í höndum kvenna. „Þetta hefur verið frábært ferðalag. Þegar ég kom að þessu heillaðist ég strax af þessari frábæru tónlist Karólínu og fínu liberetto Katarinu. Það hefur verið ákaflega gaman að vinna með öllum þessum snjöllu konum, þetta er kvennasýning um málefni kvenna. Það er líka gaman hversu margar þeirra koma frá Álandseyjum. Þar er greinilega blómlegt tónlistar- og menningarlíf. Þetta er líka erfið sýning fyrir söngkonurnar því ég legg mikið á þær og læt þær dansa mikið og leika um leið og þær eru að einbeita sér að söngnum en þær standa sig allar frábærlega og fyrir vikið verður þetta heilmikið sjónarspil.“Nútíamasaga „Málið er að þetta er nútímasaga á sinn hátt og það ótrúlega er að hún er sönn. Þessi saga á því miður enn mikið erindi. Konur strögla gríðarlega mikið í heimi lista og menningar enn í dag þó svo að þær þurfi ekki endilega að villa á sér heimildir. Það þarf ekki annað en að líta á tölfræðina til þess að sjá það. Minn bakgrunnur er um margt ákaflega pólitískur og ég er femínisti. Verkið höfðar til mín sem femínista og ég vona að það muni eiga þátt í því að skapa umræðu um stöðu kvenna í listum á Íslandi. Það er umræða sem allar þjóðir þurfa að taka reglulega. Því miður hefur þróunin í Svíþjóð alls ekki verið nægjanlega góð. Ég var hins vegar heppin að fæðast í Svíþjóð sem lagði mikla rækt við listir, menntun og menningu. En síðustu áratugi þá er einhver amerísk frjálshyggja farin að tröllríða öllu. Listin hefur verið sett á jaðarinn í síauknum mæli og allt snýst um krónur og aura. Konur í listum líða fljótt fyrir þessa þróun.“Vinnusmiðjan Suzanne hlakkar mikið til þess að koma með sýninguna til Íslands og segist hafa heillast af baráttu kvenna á sínum tíma í kringum kvennafrídaginn og seinna kvennaframboðið. „Það er tilhlökkunarefni að koma með sýninguna en ég er líka ákaflega spennt fyrir vinnusmiðju sem við ætlum að vera með á þriðjudagskvöldið. Útgangspunkturinn verður óperan Magnus Maria, hvernig unnið er með líkamann til að segja sögu sem gagnrýnir viðtekin gildi, óperuformið rætt og ýmsar aðferðir skoðaðar. Það er svo mikilvægt fyrir listamenn að halda áfram að þróa sig og sínar aðferðir. Og konur þurfa að berjast fyrir sínu – koma sinni sköpun til kvenna og stúlkna því það er svo mikilvægt fyrir alla að fá tækifæri til þess að spegla sig í listinni. Vonandi getum við hnikað einhverju í þeim efnum.“ Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Magnus Maria ópera um rétt kyn, eftir Karolínu Eiríksdóttur og Katarinu Gädnäs í leikstjórn Suzanne Osten, verður flutt í Þjóðleikhúsinu á miðvikudagskvöldið á vegum Listahátíðarinnar í Reykjavík. Í óperunni er sögð sönn saga sænskrar tónlistarkonu frá 17. öld í Svíþjóð. Suzanne Osten er á meðal þekktari leikstjóra Svíþjóðar. Um áraraðir hefur hún getið sér gott orð fyrir bæði leiksýningar og kvikmyndir, auk þess að gegna stöðu prófessors í leikstjórn við Dramatiska Institudet í Stokkhólmi. Það er því mikið ánægjuefni að fá loks til Íslands sýningu eftir Suzanne Osten en næstkomandi miðvikudagskvöld verður í Þjóðleikhúsinu Magnus Maria, ópera um rétt kyn. Ný ópera með tónlist eftir Karólínu Eiríksdóttur við texta Katarinu Gädnäs. Suzanne segir að hér sé á ferðinni einstök saga sem eigi mikið erindi til okkar í dag og að verkefnið hafi allt verið sérstaklega skemmtilegt. „Óperan fjallar um konu að nafni Maria Johansson sem fæddist á Álandseyjum en draumur hennar var að starfa sem tónlistarmaður í Stokkhólmi. Þar sem hún var kona þá komst hún lítið áleiðis en tók þá að koma fram í karlmannsfötum undir nafninu Magnus. Ferillinn tók kipp og Magnus varð fljótt eftirsóttur á meðal ungra kvenna. Það sem leiddi þó til þess að allt fór til fjandans var að hún lofaði að kvænast ungri konu til þess að reyna að fá frið fyrir kvenhyllinni. Hún var ákærð fyrir að villa á sér heimildir og það er ágætt að hafa í huga að á þessum tíma voru nornabrennur í Svíþjóð. Það er rétt að láta það svo eftir áhorfendum á miðvikudagskvöldið að komast að því hvernig fer.“Leikstjórinn Suzanne Osten á að baki magnaðan feril sem leikstjóri bæði á sviði og í kvikmyndum. Mynd/Tiina TahvanainenKonur syngja og stjórna Óperan var frumflutt á síðasta ári á Álandseyjum og hefur alls staðar hlotið frábærar viðtökur áhorfenda og gagnrýnenda. Átta konur fara með hlutverk í óperunni en enginn karl. Með hlutverkin fara þær Ásgerður Júníusdóttir, Hillevi Berg Niska, Lisa Fornhammar, Maria Johansson Josephsson, Therese Karlsson, Annika Sjölund, Frida Josefin Österberg og Andrea Björkholm. Hljómsveitarstjórn er í höndum Anna-Maria Helsing og eru öll listræn stjórnun og hönnun sýningarinnar í höndum kvenna. „Þetta hefur verið frábært ferðalag. Þegar ég kom að þessu heillaðist ég strax af þessari frábæru tónlist Karólínu og fínu liberetto Katarinu. Það hefur verið ákaflega gaman að vinna með öllum þessum snjöllu konum, þetta er kvennasýning um málefni kvenna. Það er líka gaman hversu margar þeirra koma frá Álandseyjum. Þar er greinilega blómlegt tónlistar- og menningarlíf. Þetta er líka erfið sýning fyrir söngkonurnar því ég legg mikið á þær og læt þær dansa mikið og leika um leið og þær eru að einbeita sér að söngnum en þær standa sig allar frábærlega og fyrir vikið verður þetta heilmikið sjónarspil.“Nútíamasaga „Málið er að þetta er nútímasaga á sinn hátt og það ótrúlega er að hún er sönn. Þessi saga á því miður enn mikið erindi. Konur strögla gríðarlega mikið í heimi lista og menningar enn í dag þó svo að þær þurfi ekki endilega að villa á sér heimildir. Það þarf ekki annað en að líta á tölfræðina til þess að sjá það. Minn bakgrunnur er um margt ákaflega pólitískur og ég er femínisti. Verkið höfðar til mín sem femínista og ég vona að það muni eiga þátt í því að skapa umræðu um stöðu kvenna í listum á Íslandi. Það er umræða sem allar þjóðir þurfa að taka reglulega. Því miður hefur þróunin í Svíþjóð alls ekki verið nægjanlega góð. Ég var hins vegar heppin að fæðast í Svíþjóð sem lagði mikla rækt við listir, menntun og menningu. En síðustu áratugi þá er einhver amerísk frjálshyggja farin að tröllríða öllu. Listin hefur verið sett á jaðarinn í síauknum mæli og allt snýst um krónur og aura. Konur í listum líða fljótt fyrir þessa þróun.“Vinnusmiðjan Suzanne hlakkar mikið til þess að koma með sýninguna til Íslands og segist hafa heillast af baráttu kvenna á sínum tíma í kringum kvennafrídaginn og seinna kvennaframboðið. „Það er tilhlökkunarefni að koma með sýninguna en ég er líka ákaflega spennt fyrir vinnusmiðju sem við ætlum að vera með á þriðjudagskvöldið. Útgangspunkturinn verður óperan Magnus Maria, hvernig unnið er með líkamann til að segja sögu sem gagnrýnir viðtekin gildi, óperuformið rætt og ýmsar aðferðir skoðaðar. Það er svo mikilvægt fyrir listamenn að halda áfram að þróa sig og sínar aðferðir. Og konur þurfa að berjast fyrir sínu – koma sinni sköpun til kvenna og stúlkna því það er svo mikilvægt fyrir alla að fá tækifæri til þess að spegla sig í listinni. Vonandi getum við hnikað einhverju í þeim efnum.“
Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira