Ekki ráðist að rótum vandans Skjóðan skrifar 3. júní 2015 12:00 Hægt er að hrósa ríkisstjórninni fyrir aðkomu að kjarasamningum. Það er jákvætt að dregið sé úr þörf fyrir beinar launahækkanir með einföldun tekjuskatts og lækkun beinna skatta og tolla. Þá er jákvætt að stjórnvöld skuli ætla að beita sér fyrir átaki í byggingu leiguíbúða sem ætlaðar eru tekjulægri hópum sem og að reynt skuli að draga úr byggingarkostnaði með því að endurskoða byggingarreglugerðir og fleira. Samt er einkennilegt að tillögur stjórnvalda skuli fela í sér sérstaka niðurgreiðslu til fjármagnsafla. Húsnæðisbætur eru þegar á reynir bein niðurgreiðsla til leigusala og fjármálafyrirtækja en nýtast þiggjendum ekki. Þær gera leigusölum kleift að hækka leiguna rétt eins og vaxtabætur eru ávísun á hærri útlánsvexti en annars fengju þrifist. Hér á Íslandi eru laun vart hálfdrættingur á við laun í helstu nágrannalöndum okkar. Samt er húsnæðisverð í stórum dráttum sambærilegt við húsnæðisverð annars staðar, þrátt fyrir að vaxtakostnaður við íbúðalán á Íslandi sé margfaldur á við það sem þekkist í nágrannalöndunum. Þetta stríðir raunar gegn þeirri grundvallarkenningu hagfræðinnar að eftir því sem tekjur séu lægri og fjármagnskostnaður hærri, því lægra verði eignaverð. Tekjulágir Íslendingar standast ekki greiðslumat fyrir venjulegu húsnæðisláni og því er til hér á landi lánaflokkur, sérstaklega ætlaður til að fleyta þeim í gegnum greiðslumat, sem ekki hafa efni á að taka lán. Þetta eru hin svonefndu verðtryggðu jafngreiðslulán, sem sérfræðingar kalla „Íslandslán“ þar sem þau þekkjast hvergi annars staðar. Með tengingu höfuðstóls lána við vísitölu neysluverðs er vaxtaokrið falið fyrir lántakendum og með því að flytja áfallnar verðbætur á höfuðstól um hver mánaðamót er hægt að láta líta út fyrir að launalitlir íbúðakaupendur ráði alla vega við fyrstu afborgun húsnæðislánsins hvað sem verður í framhaldinu. Í Þýskalandi, sem er eitt ríkasta land í heimi og oft notað sem dæmi um vel heppnað markaðshagkerfi, leigja mun fleiri en eiga. Skattareglur hvetja til þess að íbúðarhúsnæði sé fremur í eigu útleigufyrirtækja en einstaklinga. Skýrar reglur tryggja búsetuöryggi leigjenda og skipulagsyfirvöld tryggja nægt framboð lóða til að byggja á til að tryggja stöðugleika og fyrirbyggja verðbólur. Almennt verja Þjóðverjar innan við fjórðungi ráðstöfunartekna í húsnæði. Í Þýskalandi ríkir samkeppni á fjármálamarkaði og vextir eru lágir. Á Íslandi ríkir fákeppni á fjármálamarkaði og vextir til íbúðakaupa eru gríðarlega háir. Væri ekki nær fyrir stjórnvöld að ráðast gegn rótum vandans en að nota skattfé til að niðurgreiða okurvexti banka sem starfa saman í fákeppni? Má ekki skoða aðild að ESB til að bæta hag fólksins?Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira
Hægt er að hrósa ríkisstjórninni fyrir aðkomu að kjarasamningum. Það er jákvætt að dregið sé úr þörf fyrir beinar launahækkanir með einföldun tekjuskatts og lækkun beinna skatta og tolla. Þá er jákvætt að stjórnvöld skuli ætla að beita sér fyrir átaki í byggingu leiguíbúða sem ætlaðar eru tekjulægri hópum sem og að reynt skuli að draga úr byggingarkostnaði með því að endurskoða byggingarreglugerðir og fleira. Samt er einkennilegt að tillögur stjórnvalda skuli fela í sér sérstaka niðurgreiðslu til fjármagnsafla. Húsnæðisbætur eru þegar á reynir bein niðurgreiðsla til leigusala og fjármálafyrirtækja en nýtast þiggjendum ekki. Þær gera leigusölum kleift að hækka leiguna rétt eins og vaxtabætur eru ávísun á hærri útlánsvexti en annars fengju þrifist. Hér á Íslandi eru laun vart hálfdrættingur á við laun í helstu nágrannalöndum okkar. Samt er húsnæðisverð í stórum dráttum sambærilegt við húsnæðisverð annars staðar, þrátt fyrir að vaxtakostnaður við íbúðalán á Íslandi sé margfaldur á við það sem þekkist í nágrannalöndunum. Þetta stríðir raunar gegn þeirri grundvallarkenningu hagfræðinnar að eftir því sem tekjur séu lægri og fjármagnskostnaður hærri, því lægra verði eignaverð. Tekjulágir Íslendingar standast ekki greiðslumat fyrir venjulegu húsnæðisláni og því er til hér á landi lánaflokkur, sérstaklega ætlaður til að fleyta þeim í gegnum greiðslumat, sem ekki hafa efni á að taka lán. Þetta eru hin svonefndu verðtryggðu jafngreiðslulán, sem sérfræðingar kalla „Íslandslán“ þar sem þau þekkjast hvergi annars staðar. Með tengingu höfuðstóls lána við vísitölu neysluverðs er vaxtaokrið falið fyrir lántakendum og með því að flytja áfallnar verðbætur á höfuðstól um hver mánaðamót er hægt að láta líta út fyrir að launalitlir íbúðakaupendur ráði alla vega við fyrstu afborgun húsnæðislánsins hvað sem verður í framhaldinu. Í Þýskalandi, sem er eitt ríkasta land í heimi og oft notað sem dæmi um vel heppnað markaðshagkerfi, leigja mun fleiri en eiga. Skattareglur hvetja til þess að íbúðarhúsnæði sé fremur í eigu útleigufyrirtækja en einstaklinga. Skýrar reglur tryggja búsetuöryggi leigjenda og skipulagsyfirvöld tryggja nægt framboð lóða til að byggja á til að tryggja stöðugleika og fyrirbyggja verðbólur. Almennt verja Þjóðverjar innan við fjórðungi ráðstöfunartekna í húsnæði. Í Þýskalandi ríkir samkeppni á fjármálamarkaði og vextir eru lágir. Á Íslandi ríkir fákeppni á fjármálamarkaði og vextir til íbúðakaupa eru gríðarlega háir. Væri ekki nær fyrir stjórnvöld að ráðast gegn rótum vandans en að nota skattfé til að niðurgreiða okurvexti banka sem starfa saman í fákeppni? Má ekki skoða aðild að ESB til að bæta hag fólksins?Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira