Stærsta áhættan er staða Grikklands Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. júní 2015 05:00 Catherine Mann segir að Evrópusambandið sé bjarti punkturinn í hagspánni. NordicPhotos/afp Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) býst nú við minni vexti í alheimshagkerfinu en áður. Ástæðan er sú að fjárfestingar eru minni en áður var búist við og áhættuþættir, eins og mögulegt greiðslufall Grikklands, draga úr trausti á markaðnum. OECD býst við að vöxtur í alþjóðahagkerfinu verði 3,1 prósent á þessu ári, en í október síðastliðnum var búist við að hann yrði 3,7 prósent. Að meðaltali hefur hagvöxturinn á ári verið 3,9 prósent allt frá árinu 2011. Á síðasta ári var hagvöxtur 3,3 prósent. Á vef Bloomberg segir að stórfyrirtæki hafi haldið aftur af sér í fjárfestingum. Það hefur valdið því að dregið hafi úr eftirspurn. Það dregur úr vexti á atvinnumarkaði, dregur úr launahækkunum og þar með neyslu. Minni hagvöxtur í Bandaríkjunum, stærsta hagkerfi í heimi, var stærsta ástæðan fyrir endurskoðaðri hagspá OECD. En einnig er ástæðan rakin til minni hagvaxtar í Kína. OECD býst við að hagvöxtur í Bandaríkjunum verði 2 prósent í ár en hann var 2,4 prósent í fyrra. Í mars var aftur á móti búist við að hagvöxtur í Bandaríkjunum yrði 3,1 prósent. Hagvöxtur í Kína verður 6,8 prósent en hann var 7,4 prósent í fyrra. Hagvöxtur á evrusvæðinu eykst aftur á móti og er það rakið til magnbundinnar íhlutunar sem Seðlabanki Evrópu réðst í fyrir nokkrum mánuðum. Búist er við að hagvöxturinn verði 1,4 prósent í ár en hann var 0,9 prósent á evrusvæðinu í fyrra. „Evrusvæðið er ljósi punkturinn í myndinni,“ segir Catherine Mann, aðalhagfræðingur OECD, í samtali við Bloomberg. „Aðgerðir Seðlabanka Evrópu, lækkun evrunnar og lægra olíuverð, virðist skila jákvæðri niðurstöðu,“ segir Mann. Hún segir að evruríkin gætu aftur á móti aukið hagvöxt enn meira með því að auka opinbera fjárfestingu. Stærsta verkefnið er þó að leysa vandamál sem tengjast ríkisfjármálum Grikklands. Staða ríkisfjármála þar dregur úr væntingum fjárfesta víða í öðrum ríkjum. OECD lítur svo á að greiðslufall gríska ríkisins eða brotthvarf ríkisins úr Evrópusambandinu yrði til þess að valda evruríkjunum efnahagslegum vandræðum. Búist var við því að Alexis Tsipras myndi hitta Jean-Claude Juncker, framkvæmdastjóra Evrópusambandsins, í gær. Grikkland Tengdar fréttir Áherslan verði á minni kostnað Arion banka líst illa á hugmyndir um auknar bætur í húsnæðiskerfið. 4. júní 2015 07:00 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) býst nú við minni vexti í alheimshagkerfinu en áður. Ástæðan er sú að fjárfestingar eru minni en áður var búist við og áhættuþættir, eins og mögulegt greiðslufall Grikklands, draga úr trausti á markaðnum. OECD býst við að vöxtur í alþjóðahagkerfinu verði 3,1 prósent á þessu ári, en í október síðastliðnum var búist við að hann yrði 3,7 prósent. Að meðaltali hefur hagvöxturinn á ári verið 3,9 prósent allt frá árinu 2011. Á síðasta ári var hagvöxtur 3,3 prósent. Á vef Bloomberg segir að stórfyrirtæki hafi haldið aftur af sér í fjárfestingum. Það hefur valdið því að dregið hafi úr eftirspurn. Það dregur úr vexti á atvinnumarkaði, dregur úr launahækkunum og þar með neyslu. Minni hagvöxtur í Bandaríkjunum, stærsta hagkerfi í heimi, var stærsta ástæðan fyrir endurskoðaðri hagspá OECD. En einnig er ástæðan rakin til minni hagvaxtar í Kína. OECD býst við að hagvöxtur í Bandaríkjunum verði 2 prósent í ár en hann var 2,4 prósent í fyrra. Í mars var aftur á móti búist við að hagvöxtur í Bandaríkjunum yrði 3,1 prósent. Hagvöxtur í Kína verður 6,8 prósent en hann var 7,4 prósent í fyrra. Hagvöxtur á evrusvæðinu eykst aftur á móti og er það rakið til magnbundinnar íhlutunar sem Seðlabanki Evrópu réðst í fyrir nokkrum mánuðum. Búist er við að hagvöxturinn verði 1,4 prósent í ár en hann var 0,9 prósent á evrusvæðinu í fyrra. „Evrusvæðið er ljósi punkturinn í myndinni,“ segir Catherine Mann, aðalhagfræðingur OECD, í samtali við Bloomberg. „Aðgerðir Seðlabanka Evrópu, lækkun evrunnar og lægra olíuverð, virðist skila jákvæðri niðurstöðu,“ segir Mann. Hún segir að evruríkin gætu aftur á móti aukið hagvöxt enn meira með því að auka opinbera fjárfestingu. Stærsta verkefnið er þó að leysa vandamál sem tengjast ríkisfjármálum Grikklands. Staða ríkisfjármála þar dregur úr væntingum fjárfesta víða í öðrum ríkjum. OECD lítur svo á að greiðslufall gríska ríkisins eða brotthvarf ríkisins úr Evrópusambandinu yrði til þess að valda evruríkjunum efnahagslegum vandræðum. Búist var við því að Alexis Tsipras myndi hitta Jean-Claude Juncker, framkvæmdastjóra Evrópusambandsins, í gær.
Grikkland Tengdar fréttir Áherslan verði á minni kostnað Arion banka líst illa á hugmyndir um auknar bætur í húsnæðiskerfið. 4. júní 2015 07:00 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Áherslan verði á minni kostnað Arion banka líst illa á hugmyndir um auknar bætur í húsnæðiskerfið. 4. júní 2015 07:00