Spennandi framvinda Jónas Sen skrifar 5. júní 2015 12:00 Kristinn Sigmundsson var skemmtilegur á tónleikum Listahátíðar í Reykjavík í Hörpu. Visir/GVA Tónlist Og þökk sé margri morgunbjartri svipstund Kristinn Sigmundsson syngur nýja íslenska tónlist Verk eftir John Speight og Þórunni Grétu Sigurðardóttur. Kristinn Sigmundsson söng ásamt Laufeyju Sigurðardóttur, Elísabetu Waage og fleirum. Einar Jóhannesson stjórnaði. Norðurljós í Hörpu sunnudaginn 31. maí. Listahátíð í Reykjavík Tónleikar Kristins Sigmundssonar í Norðurljósum á sunnudagskvöldið voru nokkuð rýrir. Ástæðan var sú að einn lykilhljóðfæraleikarinn, Páll Eyjólfsson gítarleikari, veiktist og dagskráin riðlaðist. Tvö verk eftir John Speight féllu niður og í staðinn var annað verk eftir hann flutt tvisvar. Það var Cantus IV, safn sjö laga sem eru samin við ljóð eftir Þorstein frá Hamri. Þetta er falleg tónlist, innhverf og alvörugefin eins og svo margt eftir Speight. Kristinn söng lögin af ástríðu og rétta stemningin var í hverju lagi. Hljóðfæraleikurinn var ekki eins góður, en hann var í höndum hörpu- og strengjaleikara. Eitt lagið var reglulega illa spilað, það var óhreint; nánast eins og nemendur héldu þar á bogum. Heildarútkoman var engan veginn fullnægjandi. Mun betra var Gesänge des Harfners eftir sama tónskáld við þrjú ljóð eftir Goethe. Þar var aðeins einn hljóðfæraleikari, Elísabet Waage hörpuleikari, sem lék við söng Kristins. Tónlistin var svipsterk, hljómur hörpunnar var tær og það gerði sönginn fallega nakinn. Tilfinningarnar voru djúpar og Kristinn kom þeim fullkomlega til skila með sinni fögru rödd. Hörpuleikurinn var líka magnþrunginn; Elísabet er frábær músíkant, hún kann þá list að láta hörpuna hljóma eins og heila hljómsveit. Ein tónsmíð enn eftir Speight var leikin á tónleikunum, Aubade fyrir einleiksklarinettu. Einar Jóhannesson flutti hana af alúð og kostgæfni, nostraði við hvern tón; túlkunin var full af heillandi dulúð. Loks ber að nefna KOK eftir Þórunni Grétu Sigurðardóttur, sem hér var frumflutt. Ljóðið var eftir Kristínu Eiríksdóttur og var ort í fyrra. Það er einhvers konar manískt hugstreymi þar sem klifun er aðalstílbragðið. Eftir því var hljóðfæraleikurinn endurtekningarsamur, en hann var í höndum fiðlu-, hörpu- og bassaleikara. Hann var ærslafenginn og fyndinn og Kristinn varð sífellt æstari. Framvindan var spennandi, þrátt fyrir endurtekningarnar var stöðugt eitthvað að gerast. Heildaryfirbragðið var þó ávallt fíngert, hljóðheimurinn var þægilegur áheyrnar og samsvaraði sér vel. Það var gaman.Niðurstaða: Hljóðfæraleikurinn var ekki alltaf góður en Kristinn Sigmundsson var skemmtilegur og tónlistin var falleg. Gagnrýni Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Fleiri fréttir Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira
Tónlist Og þökk sé margri morgunbjartri svipstund Kristinn Sigmundsson syngur nýja íslenska tónlist Verk eftir John Speight og Þórunni Grétu Sigurðardóttur. Kristinn Sigmundsson söng ásamt Laufeyju Sigurðardóttur, Elísabetu Waage og fleirum. Einar Jóhannesson stjórnaði. Norðurljós í Hörpu sunnudaginn 31. maí. Listahátíð í Reykjavík Tónleikar Kristins Sigmundssonar í Norðurljósum á sunnudagskvöldið voru nokkuð rýrir. Ástæðan var sú að einn lykilhljóðfæraleikarinn, Páll Eyjólfsson gítarleikari, veiktist og dagskráin riðlaðist. Tvö verk eftir John Speight féllu niður og í staðinn var annað verk eftir hann flutt tvisvar. Það var Cantus IV, safn sjö laga sem eru samin við ljóð eftir Þorstein frá Hamri. Þetta er falleg tónlist, innhverf og alvörugefin eins og svo margt eftir Speight. Kristinn söng lögin af ástríðu og rétta stemningin var í hverju lagi. Hljóðfæraleikurinn var ekki eins góður, en hann var í höndum hörpu- og strengjaleikara. Eitt lagið var reglulega illa spilað, það var óhreint; nánast eins og nemendur héldu þar á bogum. Heildarútkoman var engan veginn fullnægjandi. Mun betra var Gesänge des Harfners eftir sama tónskáld við þrjú ljóð eftir Goethe. Þar var aðeins einn hljóðfæraleikari, Elísabet Waage hörpuleikari, sem lék við söng Kristins. Tónlistin var svipsterk, hljómur hörpunnar var tær og það gerði sönginn fallega nakinn. Tilfinningarnar voru djúpar og Kristinn kom þeim fullkomlega til skila með sinni fögru rödd. Hörpuleikurinn var líka magnþrunginn; Elísabet er frábær músíkant, hún kann þá list að láta hörpuna hljóma eins og heila hljómsveit. Ein tónsmíð enn eftir Speight var leikin á tónleikunum, Aubade fyrir einleiksklarinettu. Einar Jóhannesson flutti hana af alúð og kostgæfni, nostraði við hvern tón; túlkunin var full af heillandi dulúð. Loks ber að nefna KOK eftir Þórunni Grétu Sigurðardóttur, sem hér var frumflutt. Ljóðið var eftir Kristínu Eiríksdóttur og var ort í fyrra. Það er einhvers konar manískt hugstreymi þar sem klifun er aðalstílbragðið. Eftir því var hljóðfæraleikurinn endurtekningarsamur, en hann var í höndum fiðlu-, hörpu- og bassaleikara. Hann var ærslafenginn og fyndinn og Kristinn varð sífellt æstari. Framvindan var spennandi, þrátt fyrir endurtekningarnar var stöðugt eitthvað að gerast. Heildaryfirbragðið var þó ávallt fíngert, hljóðheimurinn var þægilegur áheyrnar og samsvaraði sér vel. Það var gaman.Niðurstaða: Hljóðfæraleikurinn var ekki alltaf góður en Kristinn Sigmundsson var skemmtilegur og tónlistin var falleg.
Gagnrýni Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Fleiri fréttir Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið