Ekki tími fyrir Stuðmenn sem stendur Gunnar Leó Pálsson skrifar 6. júní 2015 09:00 Ragnhildur Gísladóttir segir æskilegt að nota túnfífil sem er á réttu þroskastigi til að fá meira út úr honum. vísir/vilhelm Tónlistarkonan ástsæla Ragnhildur Gísladóttir hefur haldið sér til hlés þegar hljómsveitir sem hún hefur gjarnan verið kennd við, eins og Stuðmenn og Brunaliðið, hafa komið fram á tónleikum. „Ég hef bara haft svo mikið að gera að ég hef ekki náð að vera með í þessum verkefnum,“ segir Ragnhildur spurð út í fjarveru sína á til dæmis tónleikum Brunaliðsins í apríl og Stuðmannatónleikunum núna um helgina. „Það hefði verið gaman að vera í þessu Stuðmannaverkefni en ég hef ekki tíma,“ segir Ragnhildur, sem er um þessar mundir önnum kafin við að semja og taka upp tónlist. Þar notar hún illgresið túnfífil sem hljóðfæri. * „Þetta verður engin diskóplata skal ég viðurkenna. Þetta er músík sem ég spila á túnfífla og ég syng með þeim. Ég er ekki geðveik þó að ég sé líklega ein af fáum sem spila á túnfífla hér á landi,“ segir Ragnhildur létt í lundu og hlær. Hún segist hafa lært að spila á illgresið hjá Sigurði Rúnari Jónssyni, sem er betur þekktur sem Diddi fiðla. „Þetta er dásamlegt blóm, þegar maður leikur á túnfífil þá hljómar hann eins og skipsflauta eða lúðrar með mjög víðu tónsviði. Það er æskilegt að þeir séu á réttu þroskastigi svo maður fái meira út úr þeim,“ segir Ragnhildur um hljóðfærið. Hún hefur unnið að efni plötunnar í nokkur ár en verkin á plötunni verða tvö. Túnfífillinn og rödd Ragnhildar eru í eldlínunni í öðrum hlutanum en í hinum hlutanum leikur hún með sinni eigin aðferð á gítar og bassa ásamt því að syngja. Ragnhildur stefnir á að koma plötunni út í haust eða snemma á næsta ári. Ragnhildur kemur fram með stelpubandinu, sem er húsband á hátíðartónleikum sem haldnir eru í tilefni 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. „Ég er mjög spennt og hlakka mikið til að syngja með bandinu.“ Tónleikarnir fara fram 19. júní í Hörpu. Tónlist Mest lesið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira
Tónlistarkonan ástsæla Ragnhildur Gísladóttir hefur haldið sér til hlés þegar hljómsveitir sem hún hefur gjarnan verið kennd við, eins og Stuðmenn og Brunaliðið, hafa komið fram á tónleikum. „Ég hef bara haft svo mikið að gera að ég hef ekki náð að vera með í þessum verkefnum,“ segir Ragnhildur spurð út í fjarveru sína á til dæmis tónleikum Brunaliðsins í apríl og Stuðmannatónleikunum núna um helgina. „Það hefði verið gaman að vera í þessu Stuðmannaverkefni en ég hef ekki tíma,“ segir Ragnhildur, sem er um þessar mundir önnum kafin við að semja og taka upp tónlist. Þar notar hún illgresið túnfífil sem hljóðfæri. * „Þetta verður engin diskóplata skal ég viðurkenna. Þetta er músík sem ég spila á túnfífla og ég syng með þeim. Ég er ekki geðveik þó að ég sé líklega ein af fáum sem spila á túnfífla hér á landi,“ segir Ragnhildur létt í lundu og hlær. Hún segist hafa lært að spila á illgresið hjá Sigurði Rúnari Jónssyni, sem er betur þekktur sem Diddi fiðla. „Þetta er dásamlegt blóm, þegar maður leikur á túnfífil þá hljómar hann eins og skipsflauta eða lúðrar með mjög víðu tónsviði. Það er æskilegt að þeir séu á réttu þroskastigi svo maður fái meira út úr þeim,“ segir Ragnhildur um hljóðfærið. Hún hefur unnið að efni plötunnar í nokkur ár en verkin á plötunni verða tvö. Túnfífillinn og rödd Ragnhildar eru í eldlínunni í öðrum hlutanum en í hinum hlutanum leikur hún með sinni eigin aðferð á gítar og bassa ásamt því að syngja. Ragnhildur stefnir á að koma plötunni út í haust eða snemma á næsta ári. Ragnhildur kemur fram með stelpubandinu, sem er húsband á hátíðartónleikum sem haldnir eru í tilefni 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. „Ég er mjög spennt og hlakka mikið til að syngja með bandinu.“ Tónleikarnir fara fram 19. júní í Hörpu.
Tónlist Mest lesið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira