Að týna besta vini sínum Viktoría Hermannsdóttir skrifar 10. júní 2015 00:00 Undanfarin rúmlega fjögur ár hefur lítill brúnn tauapi verið stór hluti af lífi mínu. Apann keypti ég þegar ég var ólétt að dóttur minni fyrir fimm árum og þá gat ég ekki ímyndað mér hvað þessi bangsi yrði stór hluti af lífi okkar. Dóttirin tók ástfóstri við apann þegar hún var aðeins nokkurra mánaða gömul. Um leið og hún hafði vit til þá gat hún ekkert farið án hans. Apinn, sem fékk nafnið Alli og seinna nafnið Allía, hann er sem sagt líklega eini transapi landsins, hefur því farið með dótturinni nánast hvert einasta skref í lífinu. Þar sem apinn kemur með hvert sem er þá hefur það fylgt því ansi oft að hann hefur týnst, blessaður. Meðal annars hefur honum tekist að týnast í fjórum löndum. Það hefur ófáum mínútum verið eytt í að leita hans og oft hef ég bölvað því að hafa keypt þennan apa. Á sama tíma er það samt svo fallegt hve mikla ást barnið ber til þessa útjaskaða tauapa. Um helgina týndist apinn í miðbænum. Leitað var að honum úti um allt en ekki fannst hann. Sorgin var mikil og við foreldrarnir brugðum á það ráð að auglýsa eftir apanum á Facebook. Og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Tugir fólks sem við þekkjum og þekkjum ekki hafa deilt myndum af Alla apa í þeirri von að hann finnist. Auk þess hefur fjöldi ókunnugs fólks sett sig í samband við mig þar sem það er að reyna að finna eins apa til að kaupa. Ég taldi það ómögulegt þar sem bangsinn er keyptur fyrir fimm árum en ákvað að prófa eBay. Og viti menn, þarna var hann! Alli api var til á eBay. Nokkuð sem ég taldi ómögulegt, því hver fer að selja einhverja litla bangsa á eBay? Ég er því í nafni foreldraástar búin að panta nýjan besta vin fyrir barnið, sem ber þá von í brjósti að besti vinurinn finnist, og er að fara að reyna að telja henni trú um að þetta sé hinn sami. Hvort það gengur kemur í ljós og ég er fullmeðvituð um hvað þetta er bilað. En hey, hvað gerir maður ekki fyrir barnið sitt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viktoría Hermannsdóttir Mest lesið Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun
Undanfarin rúmlega fjögur ár hefur lítill brúnn tauapi verið stór hluti af lífi mínu. Apann keypti ég þegar ég var ólétt að dóttur minni fyrir fimm árum og þá gat ég ekki ímyndað mér hvað þessi bangsi yrði stór hluti af lífi okkar. Dóttirin tók ástfóstri við apann þegar hún var aðeins nokkurra mánaða gömul. Um leið og hún hafði vit til þá gat hún ekkert farið án hans. Apinn, sem fékk nafnið Alli og seinna nafnið Allía, hann er sem sagt líklega eini transapi landsins, hefur því farið með dótturinni nánast hvert einasta skref í lífinu. Þar sem apinn kemur með hvert sem er þá hefur það fylgt því ansi oft að hann hefur týnst, blessaður. Meðal annars hefur honum tekist að týnast í fjórum löndum. Það hefur ófáum mínútum verið eytt í að leita hans og oft hef ég bölvað því að hafa keypt þennan apa. Á sama tíma er það samt svo fallegt hve mikla ást barnið ber til þessa útjaskaða tauapa. Um helgina týndist apinn í miðbænum. Leitað var að honum úti um allt en ekki fannst hann. Sorgin var mikil og við foreldrarnir brugðum á það ráð að auglýsa eftir apanum á Facebook. Og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Tugir fólks sem við þekkjum og þekkjum ekki hafa deilt myndum af Alla apa í þeirri von að hann finnist. Auk þess hefur fjöldi ókunnugs fólks sett sig í samband við mig þar sem það er að reyna að finna eins apa til að kaupa. Ég taldi það ómögulegt þar sem bangsinn er keyptur fyrir fimm árum en ákvað að prófa eBay. Og viti menn, þarna var hann! Alli api var til á eBay. Nokkuð sem ég taldi ómögulegt, því hver fer að selja einhverja litla bangsa á eBay? Ég er því í nafni foreldraástar búin að panta nýjan besta vin fyrir barnið, sem ber þá von í brjósti að besti vinurinn finnist, og er að fara að reyna að telja henni trú um að þetta sé hinn sami. Hvort það gengur kemur í ljós og ég er fullmeðvituð um hvað þetta er bilað. En hey, hvað gerir maður ekki fyrir barnið sitt?
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun