Fagnar afmælinu með Sólinni Gunnar Leó Pálsson skrifar 13. júní 2015 10:00 Halldór Gylfason ætlar að halda tónleika í júní með sínum eigin lögum. Vísir/valli Halldór Gylfason leikari og tónlistarmaður stendur á miklum tímamótum í dag en hann fagnar 45 ára afmæli sínu. „Ég finn í raun engan mun, maður eru bara orðinn miðaldra. Helsti munurinn á því að vera miðaldra og ungur, er sá að ég nýti góða veðrið til þess að þvo bílinn minn, er kominn með vatnsglas á náttborðið og hækka í fréttunum,“ segir Halldór spurður út ellimerkin. Þó að dagurinn í dag sé mikill tímamótadagur í lífi Halldórs er hann að mestu lagður undir í vinnu. „Í dag er Sólin frá Sandgerði að spila í 40 ára afmælisveislu Bílabúðar Benna, það verður hellings stuð þar. Svo er ég að leika í Billy Elliot á morgun þannig að það er nóg gera,“ segir Halldór. Halldór er eins og alþjóð veit söngvari Sólarinnar frá Sandgerði en heitir þó Kiddi Casio þegar hann stígur á svið með sveitinni. „Ástæðan fyrir því að Sólin kemur þarna fram er sú að Kiddi Casio var að fá bílprófið aftur,“ segir hann og hlær. Halldór ætlar þó að reyna fá sér bröns með fjölskyldu sinni til þess að fagna með henni í dag. Halldór er ungur í anda og segist í raun hugsa ennþá eins og hann sé átján ára. „Mér finnst ég vera að hugsa það sama og ég var að hugsa þegar ég var átján ára, nema það er erfiðara að framkvæma þær hugsanir í dag,“ segir Halldór og hlær. Hann á farsælan feril að baki sem leikari og hefur leikið í um sextíu leikritum en hvað skyldi standa upp úr á löngum ferli? „Ég hef verið heppinn og hef gert margt skemmtilegt. Það sem hefur líklega gefið mér mest og það sem mér þykir vænst um er Sigtið. Við áttum það alveg sjálfir, skrifuðum og lékum, það var svo geggjað. Mér þykir líka vænt um ævintýrin í barnatímunum á sínum tíma,“ útskýrir Halldór. Hans helstu fyrirmyndir í gegnum tíðina hafa verið Charlie Chaplin og Woddy Allen. „Tónlistarmaðurinn Frank Zappa var líka fyrirmynd. Hann var snillingur, svo klikkaður og óútreiknanlegur. Hann gat verið stórkostlegur og frábær og líka hundleiðinlegur.“ Talandi um tónlist, þá ætlar Halldór að halda tónleika þann 18. júní næstkomandi og leika sitt eigið efni ásamt hljómsveit. „Tónleikarnir verða á Kexi hosteli, þar mun ég koma fram og spila lög eftir sjálfan mig. Lögin spanna um það bil 25 ára tímabil.“ Tónlist Mest lesið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira
Halldór Gylfason leikari og tónlistarmaður stendur á miklum tímamótum í dag en hann fagnar 45 ára afmæli sínu. „Ég finn í raun engan mun, maður eru bara orðinn miðaldra. Helsti munurinn á því að vera miðaldra og ungur, er sá að ég nýti góða veðrið til þess að þvo bílinn minn, er kominn með vatnsglas á náttborðið og hækka í fréttunum,“ segir Halldór spurður út ellimerkin. Þó að dagurinn í dag sé mikill tímamótadagur í lífi Halldórs er hann að mestu lagður undir í vinnu. „Í dag er Sólin frá Sandgerði að spila í 40 ára afmælisveislu Bílabúðar Benna, það verður hellings stuð þar. Svo er ég að leika í Billy Elliot á morgun þannig að það er nóg gera,“ segir Halldór. Halldór er eins og alþjóð veit söngvari Sólarinnar frá Sandgerði en heitir þó Kiddi Casio þegar hann stígur á svið með sveitinni. „Ástæðan fyrir því að Sólin kemur þarna fram er sú að Kiddi Casio var að fá bílprófið aftur,“ segir hann og hlær. Halldór ætlar þó að reyna fá sér bröns með fjölskyldu sinni til þess að fagna með henni í dag. Halldór er ungur í anda og segist í raun hugsa ennþá eins og hann sé átján ára. „Mér finnst ég vera að hugsa það sama og ég var að hugsa þegar ég var átján ára, nema það er erfiðara að framkvæma þær hugsanir í dag,“ segir Halldór og hlær. Hann á farsælan feril að baki sem leikari og hefur leikið í um sextíu leikritum en hvað skyldi standa upp úr á löngum ferli? „Ég hef verið heppinn og hef gert margt skemmtilegt. Það sem hefur líklega gefið mér mest og það sem mér þykir vænst um er Sigtið. Við áttum það alveg sjálfir, skrifuðum og lékum, það var svo geggjað. Mér þykir líka vænt um ævintýrin í barnatímunum á sínum tíma,“ útskýrir Halldór. Hans helstu fyrirmyndir í gegnum tíðina hafa verið Charlie Chaplin og Woddy Allen. „Tónlistarmaðurinn Frank Zappa var líka fyrirmynd. Hann var snillingur, svo klikkaður og óútreiknanlegur. Hann gat verið stórkostlegur og frábær og líka hundleiðinlegur.“ Talandi um tónlist, þá ætlar Halldór að halda tónleika þann 18. júní næstkomandi og leika sitt eigið efni ásamt hljómsveit. „Tónleikarnir verða á Kexi hosteli, þar mun ég koma fram og spila lög eftir sjálfan mig. Lögin spanna um það bil 25 ára tímabil.“
Tónlist Mest lesið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira