6-4 jafntefli Guðmundur Kristján Jónsson skrifar 19. júní 2015 10:00 Forsætisráðherra varð tíðrætt um jafnrétti í ávarpi sínu á Austurvelli á þjóðhátíðardaginn. Með vísan í alþjóðlega mælikvarða Sameinuðu þjóðanna færði hann okkur fagnaðarerindið, að Ísland væri nú orðið fyrirmynd í samfélagi þjóðanna, meðal annars vegna þess að kynjafnrétti væri hvergi meira. Sami ráðherra stóð nýlega fyrir kynningu í Hörpu um losun fjármagnshafta. Þar leiddu fimm karlmenn okkur í skilning um þetta mikilvæga hagsmunamál. Kannski voru þær fáu konur sem fengu að koma að þessari vinnu allar uppteknar þennan dag eða kannski sá enginn af þessum körlum sem tala um jafnrétti á tyllidögum ástæðu til þess að gefa þeim pláss. Þetta er auðvitað bara lítið dæmi frá síðustu viku sem kann að líta út fyrir að vera útúrsnúningur en staðreyndin er engu að síður sú að við karlmenn tökum alltof mikið pláss í íslensku samfélagi árið 2015. Við ráðum enn yfir miklum meirihluta þess fjármagns sem flæðir um landið, við tökum ákvarðanir um hvert það fer og með hvaða hætti því er skipt. Stjórnir stærstu fyrirtækja landsins eru að meirihluta skipaðar karlmönnum og stjórnendur þessara fyrirtækja eru líka karlmenn. Karlmenn eru í meirihluta í ríkisstjórn Íslands, á Alþingi og í sveitarstjórnum. Með karlmenn í broddi fylkingar er stöðugt verið að afvegaleiða jafnréttisumræðuna með þeim hætti að jafnrétti er orðið stigskipt hugtak. Á hátíðisdögum tala karlmenn í valdastöðum um mikið eða lítið jafnrétti. Það er óásættanlegt því að orðið jafn má finna í fjölmörgum samsetningum í íslenskri tungu og í nær öllum tilfellum er merking þess algjörlega klippt og skorin. Jafntefli í íþróttum er gott dæmi um þetta. Jafntefli er ekkert túlkunaratriði. Annaðhvort ríkir jafnrétti eða ekki, alveg sama hvað Sameinuðu þjóðirnar segja við Sigmund Davíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Kristján Jónsson Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun
Forsætisráðherra varð tíðrætt um jafnrétti í ávarpi sínu á Austurvelli á þjóðhátíðardaginn. Með vísan í alþjóðlega mælikvarða Sameinuðu þjóðanna færði hann okkur fagnaðarerindið, að Ísland væri nú orðið fyrirmynd í samfélagi þjóðanna, meðal annars vegna þess að kynjafnrétti væri hvergi meira. Sami ráðherra stóð nýlega fyrir kynningu í Hörpu um losun fjármagnshafta. Þar leiddu fimm karlmenn okkur í skilning um þetta mikilvæga hagsmunamál. Kannski voru þær fáu konur sem fengu að koma að þessari vinnu allar uppteknar þennan dag eða kannski sá enginn af þessum körlum sem tala um jafnrétti á tyllidögum ástæðu til þess að gefa þeim pláss. Þetta er auðvitað bara lítið dæmi frá síðustu viku sem kann að líta út fyrir að vera útúrsnúningur en staðreyndin er engu að síður sú að við karlmenn tökum alltof mikið pláss í íslensku samfélagi árið 2015. Við ráðum enn yfir miklum meirihluta þess fjármagns sem flæðir um landið, við tökum ákvarðanir um hvert það fer og með hvaða hætti því er skipt. Stjórnir stærstu fyrirtækja landsins eru að meirihluta skipaðar karlmönnum og stjórnendur þessara fyrirtækja eru líka karlmenn. Karlmenn eru í meirihluta í ríkisstjórn Íslands, á Alþingi og í sveitarstjórnum. Með karlmenn í broddi fylkingar er stöðugt verið að afvegaleiða jafnréttisumræðuna með þeim hætti að jafnrétti er orðið stigskipt hugtak. Á hátíðisdögum tala karlmenn í valdastöðum um mikið eða lítið jafnrétti. Það er óásættanlegt því að orðið jafn má finna í fjölmörgum samsetningum í íslenskri tungu og í nær öllum tilfellum er merking þess algjörlega klippt og skorin. Jafntefli í íþróttum er gott dæmi um þetta. Jafntefli er ekkert túlkunaratriði. Annaðhvort ríkir jafnrétti eða ekki, alveg sama hvað Sameinuðu þjóðirnar segja við Sigmund Davíð.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun