Þetta eru allt sögur fólksins af svæðinu Magnús Guðmundsson skrifar 20. júní 2015 11:00 Åshild Pettersen, Fanney Kristjánsdóttir, Frid Halmøy, Aðalbjörg Árnadóttir, Katla Rut Pétursdóttir og Jenný Lára Arnórsdóttir við Snartastaðakirkju. Mynd/Mariell Amélie „Ég er stödd hérna miðja vegu uppi á Melrakkasléttu í gargandi kríu að undirbúa morgundaginn,“ segir Aðalbjörg Árnadóttir leikkona sem vinnur að leiksýningunni Heima er þar sem ég halla mér sem verður frumsýnd á sólstöðuhátíð á Kópaskeri í dag. „Þetta er leiksýning en í óhefðbundinni leikmynd. Við bjóðum áhorfendur velkomna inn í rútu á Kópaskeri og þar með hefst ævintýrið þegar rútan keyrir áleiðis fyrir Melrakkasléttuna til Raufarhafnar. Á leið sinni munu áhorfendur verða vitni að alls konar uppákomum, ekki bara inni í rútunni, heldur líka út um gluggann og á ákveðnum stöðum á leiðinni. Að lokinni sýningu er svo leikhúsgestum skilað inn á Kópasker.“ Aðalbjörg segir að upphaf þessa verkefnis megi rekja til átaksins Aftur heim, þar sem listamenn eru hvattir til þess að koma aftur í heimahaga sína og vinna þar að sköpun sinni. En yfirumsjón með verkefninu hafa Aðalbjörg og Jenný Lára Arnórsdóttir. „Við Jenný kynntumst í gegnum Aftur heim og við eigum báðar okkar rætur hér á þessu svæði. Amma mín er frá Oddstöðum og Jenný er úr Mývatnssveit. En auk okkar þá taka þátt í þessu þær Katla Rut Pétursdóttir, Fanney Kristjánsdóttir og norsku listakonurnar Frid Halmoy, Ashild Pettersen og Mariell Amelie. Norsku listakonunum kynntumst við í gegnum sambærilegt verkefni sem er unnið þar og þá einkum í Norður-Noregi.“ Í leiksýningunni Heima er þar sem ég halla mér er leitast við að taka inn sögu og umhverfi svæðisins með ýmsum hætti. „Ástæðan fyrir því að leiksýningin fer fram í rútuferð er ekki síst sú að fólk hefur í gegnum tíðina ferðast þennan spotta í alls kyns erindagjörðum. Margir hafa komið á svæðið til að sækja sér atvinnu. Til að taka þátt í síldarævintýri, þýskar konur í leit að betra lífi, verkamenn til að vinna hjá Fjallalambi, tónlistarmenn að spila á böllum, embættismenn í ýmsum erindagjörðum og fleiri og fleiri. Það eru sögur þessa fólks og sögur heimafólks af samskiptum við það sem við erum að skoða.“ Aðalbjörg segir að heimfólkið hafi verið algjörlega frábært og reynst verkefninu afar hjálplegt. „Við erum ákaflega þakklát fyrir allan þann stuðning sem við höfum fengið hér á svæðinu. Bæði fyrirtæki og einstaklingar hafa reynst okkur vel. Nú er að verða uppselt í rútuna og ég játa það að ég er orðin dálítið spennt að sjá hverjir eru að koma til okkar. Svo er þetta líka sérstaklega stór dagur fyrir mig þar sem ég á tíu ára leikafmæli. Krakkarnir sem ég útskrifaðist með ætla að hittast í bröns en ég er alsæl að vera frekar að leika hér um sléttuna þvera og endilanga. Þetta verður alveg rosalega gaman.“ Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Ég er stödd hérna miðja vegu uppi á Melrakkasléttu í gargandi kríu að undirbúa morgundaginn,“ segir Aðalbjörg Árnadóttir leikkona sem vinnur að leiksýningunni Heima er þar sem ég halla mér sem verður frumsýnd á sólstöðuhátíð á Kópaskeri í dag. „Þetta er leiksýning en í óhefðbundinni leikmynd. Við bjóðum áhorfendur velkomna inn í rútu á Kópaskeri og þar með hefst ævintýrið þegar rútan keyrir áleiðis fyrir Melrakkasléttuna til Raufarhafnar. Á leið sinni munu áhorfendur verða vitni að alls konar uppákomum, ekki bara inni í rútunni, heldur líka út um gluggann og á ákveðnum stöðum á leiðinni. Að lokinni sýningu er svo leikhúsgestum skilað inn á Kópasker.“ Aðalbjörg segir að upphaf þessa verkefnis megi rekja til átaksins Aftur heim, þar sem listamenn eru hvattir til þess að koma aftur í heimahaga sína og vinna þar að sköpun sinni. En yfirumsjón með verkefninu hafa Aðalbjörg og Jenný Lára Arnórsdóttir. „Við Jenný kynntumst í gegnum Aftur heim og við eigum báðar okkar rætur hér á þessu svæði. Amma mín er frá Oddstöðum og Jenný er úr Mývatnssveit. En auk okkar þá taka þátt í þessu þær Katla Rut Pétursdóttir, Fanney Kristjánsdóttir og norsku listakonurnar Frid Halmoy, Ashild Pettersen og Mariell Amelie. Norsku listakonunum kynntumst við í gegnum sambærilegt verkefni sem er unnið þar og þá einkum í Norður-Noregi.“ Í leiksýningunni Heima er þar sem ég halla mér er leitast við að taka inn sögu og umhverfi svæðisins með ýmsum hætti. „Ástæðan fyrir því að leiksýningin fer fram í rútuferð er ekki síst sú að fólk hefur í gegnum tíðina ferðast þennan spotta í alls kyns erindagjörðum. Margir hafa komið á svæðið til að sækja sér atvinnu. Til að taka þátt í síldarævintýri, þýskar konur í leit að betra lífi, verkamenn til að vinna hjá Fjallalambi, tónlistarmenn að spila á böllum, embættismenn í ýmsum erindagjörðum og fleiri og fleiri. Það eru sögur þessa fólks og sögur heimafólks af samskiptum við það sem við erum að skoða.“ Aðalbjörg segir að heimfólkið hafi verið algjörlega frábært og reynst verkefninu afar hjálplegt. „Við erum ákaflega þakklát fyrir allan þann stuðning sem við höfum fengið hér á svæðinu. Bæði fyrirtæki og einstaklingar hafa reynst okkur vel. Nú er að verða uppselt í rútuna og ég játa það að ég er orðin dálítið spennt að sjá hverjir eru að koma til okkar. Svo er þetta líka sérstaklega stór dagur fyrir mig þar sem ég á tíu ára leikafmæli. Krakkarnir sem ég útskrifaðist með ætla að hittast í bröns en ég er alsæl að vera frekar að leika hér um sléttuna þvera og endilanga. Þetta verður alveg rosalega gaman.“
Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira