Fáum ráð hjá Rúnari og Pétri Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. júní 2015 06:00 Stuðningsmenn Celtic vekja athygli hvar sem þeir koma. Liðið mætti KR í fyrra. vísir/daníel Annað árið í röð mætir Íslandsmeistarinn skoska stórveldinu Celtic í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu en í þetta sinn kemur það í hlut Stjörnunnar. Celtic er sterkasta liðið sem Stjarnan gat fengið samkvæmt styrkleikalista Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, og ljóst að það verður við ramman reip að draga. Fyrri leikur liðanna verður í Skotlandi 14. eða 15. júlí og sá síðari á Samsung-vellinum viku síðar. „Sænsku og dönsku liðin sem við gátum fengið eru líklega svipuð að styrkleika en Celtic er hins vegar stærsta félagið af þeim sem við gátum fengið,“ sagði Brynjar Björn Gunnarsson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið í gær. „En þetta er spennandi og með frábærum stuðningi á heimavelli er allt hægt,“ sagði hann, en ævintýri Stjörnumanna í fyrra er Garðbæingum enn í fersku minni. Þá sló liðið út skoska liðið Motherwell og Lech Poznan frá Póllandi. „Celtic er betra en Motherwell en lakara en Lech Poznan. En til að vinna svona rimmur þarf heppni og allt að ganga upp,“ segir hann. KR tapaði fyrir Celtic í sömu keppni í fyrra, samanlagt 5-0, eftir að hafa tapað 1-0 á KR-vellinum í fyrri leiknum. „Það er aldrei að vita nema að við heyrum í Rúnari [Kristinssyni] og Pétri [Péturssyni, þáverandi þjálfurum KR] til að fá ráð hjá þeim. Það gæti komið okkur til góða.“ Kosturinn við að mæta Celtic nú er að liðið verður nýkomið úr sumarfríi þegar leikirnir fara fram. „Það verða enn tvær vikur í að þeir spili sinn fyrsta deildarleik þegar þeir spila við okkur,“ segir Brynjar Björn og bætir við að hann sé heilt yfir sáttur við að mæta Celtic. „Það er alltaf skemmtilegast að fá sterkustu liðin og prófa sig á móti þeim. Það er dýrmæt reynsla fyrir leikmennina.“ Meistaradeild Evrópu Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Annað árið í röð mætir Íslandsmeistarinn skoska stórveldinu Celtic í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu en í þetta sinn kemur það í hlut Stjörnunnar. Celtic er sterkasta liðið sem Stjarnan gat fengið samkvæmt styrkleikalista Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, og ljóst að það verður við ramman reip að draga. Fyrri leikur liðanna verður í Skotlandi 14. eða 15. júlí og sá síðari á Samsung-vellinum viku síðar. „Sænsku og dönsku liðin sem við gátum fengið eru líklega svipuð að styrkleika en Celtic er hins vegar stærsta félagið af þeim sem við gátum fengið,“ sagði Brynjar Björn Gunnarsson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið í gær. „En þetta er spennandi og með frábærum stuðningi á heimavelli er allt hægt,“ sagði hann, en ævintýri Stjörnumanna í fyrra er Garðbæingum enn í fersku minni. Þá sló liðið út skoska liðið Motherwell og Lech Poznan frá Póllandi. „Celtic er betra en Motherwell en lakara en Lech Poznan. En til að vinna svona rimmur þarf heppni og allt að ganga upp,“ segir hann. KR tapaði fyrir Celtic í sömu keppni í fyrra, samanlagt 5-0, eftir að hafa tapað 1-0 á KR-vellinum í fyrri leiknum. „Það er aldrei að vita nema að við heyrum í Rúnari [Kristinssyni] og Pétri [Péturssyni, þáverandi þjálfurum KR] til að fá ráð hjá þeim. Það gæti komið okkur til góða.“ Kosturinn við að mæta Celtic nú er að liðið verður nýkomið úr sumarfríi þegar leikirnir fara fram. „Það verða enn tvær vikur í að þeir spili sinn fyrsta deildarleik þegar þeir spila við okkur,“ segir Brynjar Björn og bætir við að hann sé heilt yfir sáttur við að mæta Celtic. „Það er alltaf skemmtilegast að fá sterkustu liðin og prófa sig á móti þeim. Það er dýrmæt reynsla fyrir leikmennina.“
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira