Kvikur tónavefurinn var skýr og lifandi Jónas Sen skrifar 26. júní 2015 13:00 Spilamennska þeirra Víkings Heiðar og Sayaka Shoji á sónötu Ravel fyrir fiðlu og píanó var ekki af þessum heimi. Visir/GVA Tónlist Reykjavík Midsummer Music Tónleikar á vergum Reykjavík Midsummer Music laugardaginn 20. júní í Norðurljósum í Hörpu. Margir Argentínubúar hafa illan bifur á Astor Piazzolla. Hann umbylti tangóhefðinni í heimalandi sínu, kom með nýja strauma inn í tónlist þjóðarinnar. Það er erfitt að dansa tangó við tónlist Piazzollas. Hún er svo frjálsleg að hún hljómar eins og hún sé leikin af fingrum fram með tilheyrandi bjögun á takti. Þekktasti tangóinn eftir Piazzolla er Libertango, frelsistangó sem er frjáls úr hlekkjum þessa venjulega og viðtekna. Hann er til í óteljandi útsetningum. Á tónleikum á Reykjavík Midsummer Music í Norðurljósum í Hörpu á laugardagskvöldið var hann leikinn af tveimur píanóleikurum. Það voru Víkingur Heiðar Ólafsson og Marianna Shirinyan sem fluttu tangóinn og gerðu það vel tæknilega séð. Samspilið var nákvæmt, kvikur tónavefurinn var skýr og glitrandi. Hugsanlega var túlkunin dálítið yfirspennt; það er ákveðinn tregi í tónlistinni sem ekki skilaði sér almennilega í leiknum. Mögulega var hraðinn aðeins of mikill. Næsta atriði á efnisskránni var meira sannfærandi. Þetta var hið svokallaða Ævintýri eftir Janacek sem var spilað af Shirinyan og Jan-Erik Gustafsson á selló. Túlkunin var full af hlýju, hún var leikandi og hugmyndarík, unaðslega fögur. Síðasta verkið fyrir hlé var sömuleiðis frábært, sónata fyrir fiðlu og píanó eftir Ravel í flutningi Sayaka Shoji og Víkings. Sónatan er undir miklum áhrifum af djassi og blús, en fágaðri en slík tónlist yfirleitt er. Spilamennskan var enda fínleg og innhverf, akkúrat eins og tónsmíðin krafðist. Þetta var hástemmd fegurð, ekki af þessum heimi. Heldur syrti í álinn eftir hlé. Þá var fyrstur á dagskránni Álfakóngur Schuberts í útsetningu fyrir einleiksfiðlu eftir Heinrich Wilhelm Ernst. Hann var fiðlusnillingur á fyrri hluta nítjándu aldarinnar og hafði gaman af því að búa til VIÐBJÓÐSLEGA erfið verk fyrir hljóðfærið sitt. Álfakóngurinn er af þeirri gerðinni og Eric Silberger, sem lék hann nú, náði honum ekki almennilega. Tónlistin komst aldrei á flug. Það vantað spennuna í hana. Eina spennan sem maður upplifði var hvort Silberger kæmist yfirleitt á endastöðina eða ekki. Það má deila um hvort það heppnaðist. Tvö önnur verk eftir Ernst voru áheyrilegri, sérstaklega tilbrigði um írska þjóðlagið The Last Rose of Summer. Ef til vill var Silberger bara kominn betur í gang þegar hér var komið sögu. Hlaup og heljarstökk eftir strengjum fiðlunnar heppnuðust yfirleitt ágætlega og tónlistin rann nokkuð ljúflega niður þótt hún væri í sjálfri sér ekkert sérlega bitastæð. Lokatónsmíðin á tónleikunum var hins vegar skemmtileg, Hallelujah Junction eftir John Adams. Hún er frá árinu 1986 og er nefnd eftir umferðarmiðstöð á landamærum Kaliforníu og Nevada. Tónlistin er mínímalísk, þ.e. byggir á síendurteknum tónabrotum sem smám saman taka breytingum. Hermt er eftir glaumnum á umferðarmiðstöðinni, sífelldu skvaldri, fótataki og umferðarnið. Þau Víkingur og Shirinyan lék verkið á tvo flygla og gerðu það með afbrigðum glæsilega. Hárfínn rytminn var hnitmiðaður, samspilið svo gott sem fullkomið, stígandin úthugsuð og markviss. Það var magnað.Niðurstaða: Yfirleitt skemmtileg dagskrá með snilldar hljóðfæraleik. Gagnrýni Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist Reykjavík Midsummer Music Tónleikar á vergum Reykjavík Midsummer Music laugardaginn 20. júní í Norðurljósum í Hörpu. Margir Argentínubúar hafa illan bifur á Astor Piazzolla. Hann umbylti tangóhefðinni í heimalandi sínu, kom með nýja strauma inn í tónlist þjóðarinnar. Það er erfitt að dansa tangó við tónlist Piazzollas. Hún er svo frjálsleg að hún hljómar eins og hún sé leikin af fingrum fram með tilheyrandi bjögun á takti. Þekktasti tangóinn eftir Piazzolla er Libertango, frelsistangó sem er frjáls úr hlekkjum þessa venjulega og viðtekna. Hann er til í óteljandi útsetningum. Á tónleikum á Reykjavík Midsummer Music í Norðurljósum í Hörpu á laugardagskvöldið var hann leikinn af tveimur píanóleikurum. Það voru Víkingur Heiðar Ólafsson og Marianna Shirinyan sem fluttu tangóinn og gerðu það vel tæknilega séð. Samspilið var nákvæmt, kvikur tónavefurinn var skýr og glitrandi. Hugsanlega var túlkunin dálítið yfirspennt; það er ákveðinn tregi í tónlistinni sem ekki skilaði sér almennilega í leiknum. Mögulega var hraðinn aðeins of mikill. Næsta atriði á efnisskránni var meira sannfærandi. Þetta var hið svokallaða Ævintýri eftir Janacek sem var spilað af Shirinyan og Jan-Erik Gustafsson á selló. Túlkunin var full af hlýju, hún var leikandi og hugmyndarík, unaðslega fögur. Síðasta verkið fyrir hlé var sömuleiðis frábært, sónata fyrir fiðlu og píanó eftir Ravel í flutningi Sayaka Shoji og Víkings. Sónatan er undir miklum áhrifum af djassi og blús, en fágaðri en slík tónlist yfirleitt er. Spilamennskan var enda fínleg og innhverf, akkúrat eins og tónsmíðin krafðist. Þetta var hástemmd fegurð, ekki af þessum heimi. Heldur syrti í álinn eftir hlé. Þá var fyrstur á dagskránni Álfakóngur Schuberts í útsetningu fyrir einleiksfiðlu eftir Heinrich Wilhelm Ernst. Hann var fiðlusnillingur á fyrri hluta nítjándu aldarinnar og hafði gaman af því að búa til VIÐBJÓÐSLEGA erfið verk fyrir hljóðfærið sitt. Álfakóngurinn er af þeirri gerðinni og Eric Silberger, sem lék hann nú, náði honum ekki almennilega. Tónlistin komst aldrei á flug. Það vantað spennuna í hana. Eina spennan sem maður upplifði var hvort Silberger kæmist yfirleitt á endastöðina eða ekki. Það má deila um hvort það heppnaðist. Tvö önnur verk eftir Ernst voru áheyrilegri, sérstaklega tilbrigði um írska þjóðlagið The Last Rose of Summer. Ef til vill var Silberger bara kominn betur í gang þegar hér var komið sögu. Hlaup og heljarstökk eftir strengjum fiðlunnar heppnuðust yfirleitt ágætlega og tónlistin rann nokkuð ljúflega niður þótt hún væri í sjálfri sér ekkert sérlega bitastæð. Lokatónsmíðin á tónleikunum var hins vegar skemmtileg, Hallelujah Junction eftir John Adams. Hún er frá árinu 1986 og er nefnd eftir umferðarmiðstöð á landamærum Kaliforníu og Nevada. Tónlistin er mínímalísk, þ.e. byggir á síendurteknum tónabrotum sem smám saman taka breytingum. Hermt er eftir glaumnum á umferðarmiðstöðinni, sífelldu skvaldri, fótataki og umferðarnið. Þau Víkingur og Shirinyan lék verkið á tvo flygla og gerðu það með afbrigðum glæsilega. Hárfínn rytminn var hnitmiðaður, samspilið svo gott sem fullkomið, stígandin úthugsuð og markviss. Það var magnað.Niðurstaða: Yfirleitt skemmtileg dagskrá með snilldar hljóðfæraleik.
Gagnrýni Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira