Skálmaldarbræður býtta á græjum Gunnar Leó Pálsson skrifar 27. júní 2015 10:00 Bræðurnir Snæbjörn og Baldur Ragnarssynir skiptast á hljóðfærum í kvöld. Vísir/GVA „Við bræðurnir þurfum að skiptast á græjum, það er skemmtilegt að það skuli gerast á sama kvöldinu,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, betur þekktur sem Bibbi í Skálmöld. Hann og bróðir hans, Baldur Ragnarsson, einnig úr Skálmöld, bregða út af vananum þegar þeir koma fram hvor á sínum heiðurstónleikunum til að leika „cover-lög“. Bibbi ætlar að taka af sér bassann sem hann plokkar í Skálmöld og setja upp Gibson Explorer-gítar í eigu bróður síns og leika Metallica-lög. Á meðan fær Baldur lánaðan Gibson Les Paul frá bróður sínum til að leika Clash-lög. Bibbi kemur fram með Metallica-heiðurssveitinni Melrökkum, sem skipuð er miklum kanónum úr tónlistarheiminum, í kvöld á Gauknum þar sem Metallica platan Kill ‘Em All verður leikin. Baldur kemur fram með hljómsveit, sem einnig er skipuð kanónum úr tónlistarheiminum, sem ætla að leika þekktustu lög The Clash á Græna hattinum í kvöld. Bræðurnir eru lítt þekktir fyrir það að leika svokölluð „cover-lög“ heldur fyrir að vera saman í Skálmöld og Ljótu hálfvitunum. „Við höfum hvorugur komið nálægt því að spila cover-lög í ansi mörg ár,“ segir Baldur og bætir við að þegar boð um að spila í tökulagasveit sem leikur lög eftirlætishljómsveita sé lítið annað í boði en að stökkva á vagninn. „Við erum búnir að æfa meira en Skálmöld hefur gert síðustu tvö árin. Við erum gríðarlegir félagar, bandið brjálæðislega gott þannig að þetta er hrikalega skemmtilegt,“ segir Bibbi og bætir Baldur við; „Við höfum alveg rosalega gaman af að spila þessa Clash tónlist og hún steinliggur alveg.“ Hvorir tveggja tónleikarnir hefjast klukkan 22.00. Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
„Við bræðurnir þurfum að skiptast á græjum, það er skemmtilegt að það skuli gerast á sama kvöldinu,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, betur þekktur sem Bibbi í Skálmöld. Hann og bróðir hans, Baldur Ragnarsson, einnig úr Skálmöld, bregða út af vananum þegar þeir koma fram hvor á sínum heiðurstónleikunum til að leika „cover-lög“. Bibbi ætlar að taka af sér bassann sem hann plokkar í Skálmöld og setja upp Gibson Explorer-gítar í eigu bróður síns og leika Metallica-lög. Á meðan fær Baldur lánaðan Gibson Les Paul frá bróður sínum til að leika Clash-lög. Bibbi kemur fram með Metallica-heiðurssveitinni Melrökkum, sem skipuð er miklum kanónum úr tónlistarheiminum, í kvöld á Gauknum þar sem Metallica platan Kill ‘Em All verður leikin. Baldur kemur fram með hljómsveit, sem einnig er skipuð kanónum úr tónlistarheiminum, sem ætla að leika þekktustu lög The Clash á Græna hattinum í kvöld. Bræðurnir eru lítt þekktir fyrir það að leika svokölluð „cover-lög“ heldur fyrir að vera saman í Skálmöld og Ljótu hálfvitunum. „Við höfum hvorugur komið nálægt því að spila cover-lög í ansi mörg ár,“ segir Baldur og bætir við að þegar boð um að spila í tökulagasveit sem leikur lög eftirlætishljómsveita sé lítið annað í boði en að stökkva á vagninn. „Við erum búnir að æfa meira en Skálmöld hefur gert síðustu tvö árin. Við erum gríðarlegir félagar, bandið brjálæðislega gott þannig að þetta er hrikalega skemmtilegt,“ segir Bibbi og bætir Baldur við; „Við höfum alveg rosalega gaman af að spila þessa Clash tónlist og hún steinliggur alveg.“ Hvorir tveggja tónleikarnir hefjast klukkan 22.00.
Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira