Öll stærstu nöfnin á sama kvöldinu á ATP Gunnar Leó Pálsson skrifar 2. júlí 2015 09:00 "Þeir sem kvarta yfir þessu eru líklega þeir sömu og myndu kvarta yfir því hversu þungar gullstangir sem þú gæfir þeim væru,“ segir Barry léttur í lundu. Vísir/Getty Það hefur vakið athygli að flest af þeim stóru nöfnum sem fram koma á ATP tónlistarhátíðinni í ár skuli koma fram á sama kvöldinu, sem er í kvöld. Um er að ræða hljómsveitirnar Run the Jewels, Belle & Sebastian, Iggy Pop og Public Enemy. Barry Hogan, stofnandi og skipuleggjandi hátíðarinnar, segir ástæðuna fyrir þessu vera einfalda. „Þetta er eina dagsetningin sem allar þessar hljómsveitir voru lausar. Ef við hefðum viljað láta þær spila á föstudegi eða laugardegi þá hefðu þær ekki spilað á hátíðinni,“ segir Barry. Spurður hvort að kvartanir hafi borist segist hann ekki hafa orðið var við þær. „Vissulega eru þessar hljómsveitir mest þekktar en gæðin á þeim hljómsveitum sem koma fram hina dagana eru ekki síðri og sumar jafnvel betri tónleikasveitir. Ef fólk er ekki sátt við þetta þá getur það bara fengið sér dagpassa og þá þarf það ekki að hafa neinar áhyggjur,“ segir Barry og bætir við: „Þeir sem kvarta yfir þessu eru líklega þeir sömu og myndu kvarta yfir því hversu þungar gullstangir sem þú gæfir þeim væru,“ segir Barry léttur í lundu. Nokkrir listamenn komu til landsins snemma til þess að skoða landið, til dæmis bandaríska rokkhljómsveitin Deafheaven, bandaríska söngkonan Chelsea Wolfe og nokkrir meðlimir bandarísku hljómsveitarinnar Drive Like Jehu. „Godspeed og Belle & Sebastian ætla líka að nýta tímann á Íslandi til að skoða þetta fallega land,“ bætir Barry við. Hann hvetur fólk til þess að mæta að sjá stjörnur á borð við Iggy Pop og Public Enemy og segir það einstakt að þessir listamenn séu að koma fram hér á landi. „Ólíkt Wu-Tang Clan þá eru allir meðlimir Public Enemy að koma. Það er einstakt tækifæri að sjá þá á Íslandi og líka Iggy Pop og Run The Jewels.“ Miðasalan hefur gengið vel og nú þegar hafa tvöfalt fleiri útlendingar keypt sér miða á hátíðina en í fyrra. Hátíðin fer fram á Ásbrú í Keflavík og stendur yfir helgina. ATP í Keflavík Tengdar fréttir Chuck D úr Public Enemy spreytir sig á íslenskunni „Helvítis fokking fokk,“ segir rappfrumkvöðullinn. 29. júní 2015 18:04 ATP hefst á fimmtudag: Dagskráin klár Tónlistarhátíðin ATP á Íslandi hefst fimmtudaginn næstkomandi. Er þetta í þriðja sinn sem hátíðin er haldin og stefnir allt í þrusu hátíð líkt og fyrri ár. 29. júní 2015 17:00 Hlustaðu á lögin sem reikna má með að Belle & Sebastian taki á ATP Skotarnir í Belle & Sebastian verða á meðal þeirra hljómsveita sem trylla munu lýðinn á ATP tónlistarhátíðinni sem hefst á Ásbrú í Keflavík á fimmtudaginn. 30. júní 2015 10:31 60% kaupenda útlendingar Gert er ráð fyrir fleiri gestum í ár en í fyrra en um 3.000 miðar hafa selst á ATP-tónlistarhátíðina sem fram fer á Ásbrú í Keflavík 2.-4. júlí. 25. júní 2015 09:00 Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Það hefur vakið athygli að flest af þeim stóru nöfnum sem fram koma á ATP tónlistarhátíðinni í ár skuli koma fram á sama kvöldinu, sem er í kvöld. Um er að ræða hljómsveitirnar Run the Jewels, Belle & Sebastian, Iggy Pop og Public Enemy. Barry Hogan, stofnandi og skipuleggjandi hátíðarinnar, segir ástæðuna fyrir þessu vera einfalda. „Þetta er eina dagsetningin sem allar þessar hljómsveitir voru lausar. Ef við hefðum viljað láta þær spila á föstudegi eða laugardegi þá hefðu þær ekki spilað á hátíðinni,“ segir Barry. Spurður hvort að kvartanir hafi borist segist hann ekki hafa orðið var við þær. „Vissulega eru þessar hljómsveitir mest þekktar en gæðin á þeim hljómsveitum sem koma fram hina dagana eru ekki síðri og sumar jafnvel betri tónleikasveitir. Ef fólk er ekki sátt við þetta þá getur það bara fengið sér dagpassa og þá þarf það ekki að hafa neinar áhyggjur,“ segir Barry og bætir við: „Þeir sem kvarta yfir þessu eru líklega þeir sömu og myndu kvarta yfir því hversu þungar gullstangir sem þú gæfir þeim væru,“ segir Barry léttur í lundu. Nokkrir listamenn komu til landsins snemma til þess að skoða landið, til dæmis bandaríska rokkhljómsveitin Deafheaven, bandaríska söngkonan Chelsea Wolfe og nokkrir meðlimir bandarísku hljómsveitarinnar Drive Like Jehu. „Godspeed og Belle & Sebastian ætla líka að nýta tímann á Íslandi til að skoða þetta fallega land,“ bætir Barry við. Hann hvetur fólk til þess að mæta að sjá stjörnur á borð við Iggy Pop og Public Enemy og segir það einstakt að þessir listamenn séu að koma fram hér á landi. „Ólíkt Wu-Tang Clan þá eru allir meðlimir Public Enemy að koma. Það er einstakt tækifæri að sjá þá á Íslandi og líka Iggy Pop og Run The Jewels.“ Miðasalan hefur gengið vel og nú þegar hafa tvöfalt fleiri útlendingar keypt sér miða á hátíðina en í fyrra. Hátíðin fer fram á Ásbrú í Keflavík og stendur yfir helgina.
ATP í Keflavík Tengdar fréttir Chuck D úr Public Enemy spreytir sig á íslenskunni „Helvítis fokking fokk,“ segir rappfrumkvöðullinn. 29. júní 2015 18:04 ATP hefst á fimmtudag: Dagskráin klár Tónlistarhátíðin ATP á Íslandi hefst fimmtudaginn næstkomandi. Er þetta í þriðja sinn sem hátíðin er haldin og stefnir allt í þrusu hátíð líkt og fyrri ár. 29. júní 2015 17:00 Hlustaðu á lögin sem reikna má með að Belle & Sebastian taki á ATP Skotarnir í Belle & Sebastian verða á meðal þeirra hljómsveita sem trylla munu lýðinn á ATP tónlistarhátíðinni sem hefst á Ásbrú í Keflavík á fimmtudaginn. 30. júní 2015 10:31 60% kaupenda útlendingar Gert er ráð fyrir fleiri gestum í ár en í fyrra en um 3.000 miðar hafa selst á ATP-tónlistarhátíðina sem fram fer á Ásbrú í Keflavík 2.-4. júlí. 25. júní 2015 09:00 Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Chuck D úr Public Enemy spreytir sig á íslenskunni „Helvítis fokking fokk,“ segir rappfrumkvöðullinn. 29. júní 2015 18:04
ATP hefst á fimmtudag: Dagskráin klár Tónlistarhátíðin ATP á Íslandi hefst fimmtudaginn næstkomandi. Er þetta í þriðja sinn sem hátíðin er haldin og stefnir allt í þrusu hátíð líkt og fyrri ár. 29. júní 2015 17:00
Hlustaðu á lögin sem reikna má með að Belle & Sebastian taki á ATP Skotarnir í Belle & Sebastian verða á meðal þeirra hljómsveita sem trylla munu lýðinn á ATP tónlistarhátíðinni sem hefst á Ásbrú í Keflavík á fimmtudaginn. 30. júní 2015 10:31
60% kaupenda útlendingar Gert er ráð fyrir fleiri gestum í ár en í fyrra en um 3.000 miðar hafa selst á ATP-tónlistarhátíðina sem fram fer á Ásbrú í Keflavík 2.-4. júlí. 25. júní 2015 09:00
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög