Stilltu árin Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 13. júlí 2015 07:00 Um síðustu helgi fór ég í árlega bústaðarferð með „strákunum“. Þessi sex manna og samtals rúmlega 200 ára gamli hópur hefur róast í skrallinu með árunum. Hávært dauðarokk og viskí af stút hefur vikið fyrir ostafylltum sveppum, göngutúrum og Somersby í dós. Ég kom til baka í bæinn með álíka mikið magn áfengis og ég tók með mér í bústaðinn. Við grínumst stundum með það hvað við séum nú orðnir gamlir, þrátt fyrir að við teljumst nú líklega enn þá nokkuð ungir, svona í stóra samhenginu. Ég fékk áfall um daginn þegar það rann upp fyrir mér að það er jafn langt frá því ég fæddist og tíminn sem leið frá endalokum seinni heimsstyrjaldar og þar til ég fæddist. Það er út í hött. En svona virkar þetta. Tíminn líður. Ungir verða gamlir, gamlir verða að beinum og bein verða að ryki. Í fyrradag var laugardagur. Ég fór með fjölskylduna í Ikea. Um kvöldið horfðum við svo á breskan sjónvarpsþátt um líf og störf ljósmæðra í Lundúnum í gamla daga. Fórum svo í háttinn rétt fyrir miðnætti. Á laugardagskvöldi - villtasta kvöldi vikunnar. En fyrir mér var þetta fullkominn dagur. Þrátt fyrir að unglingsár mín hafi verið laus við dramatík að mestu þá fór það mér aldrei neitt sérstaklega vel að vera unglingur. „Villtu árin“ á milli tvítugs og þrítugs voru skemmtilegri en það er ástæða fyrir því að ég set þau í gæsalappir. Þau voru nefnilega ekkert sérlega villt. Ég reyndi að vera drykkfelldur dólgur og alltaf í stuði en það var bara ekki ég. Ég er nefnilega frekar óáhugaverður náungi. Mannmergð hræðir mig og mér líður hvergi betur en heima í stofu í ljótu, rauðu stuttbuxunum mínum. Það hefur ekkert með aldur að gera. Svona hef ég alltaf verið. Meira að segja þegar ég reyndi að þykjast vera eitthvað annað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun
Um síðustu helgi fór ég í árlega bústaðarferð með „strákunum“. Þessi sex manna og samtals rúmlega 200 ára gamli hópur hefur róast í skrallinu með árunum. Hávært dauðarokk og viskí af stút hefur vikið fyrir ostafylltum sveppum, göngutúrum og Somersby í dós. Ég kom til baka í bæinn með álíka mikið magn áfengis og ég tók með mér í bústaðinn. Við grínumst stundum með það hvað við séum nú orðnir gamlir, þrátt fyrir að við teljumst nú líklega enn þá nokkuð ungir, svona í stóra samhenginu. Ég fékk áfall um daginn þegar það rann upp fyrir mér að það er jafn langt frá því ég fæddist og tíminn sem leið frá endalokum seinni heimsstyrjaldar og þar til ég fæddist. Það er út í hött. En svona virkar þetta. Tíminn líður. Ungir verða gamlir, gamlir verða að beinum og bein verða að ryki. Í fyrradag var laugardagur. Ég fór með fjölskylduna í Ikea. Um kvöldið horfðum við svo á breskan sjónvarpsþátt um líf og störf ljósmæðra í Lundúnum í gamla daga. Fórum svo í háttinn rétt fyrir miðnætti. Á laugardagskvöldi - villtasta kvöldi vikunnar. En fyrir mér var þetta fullkominn dagur. Þrátt fyrir að unglingsár mín hafi verið laus við dramatík að mestu þá fór það mér aldrei neitt sérstaklega vel að vera unglingur. „Villtu árin“ á milli tvítugs og þrítugs voru skemmtilegri en það er ástæða fyrir því að ég set þau í gæsalappir. Þau voru nefnilega ekkert sérlega villt. Ég reyndi að vera drykkfelldur dólgur og alltaf í stuði en það var bara ekki ég. Ég er nefnilega frekar óáhugaverður náungi. Mannmergð hræðir mig og mér líður hvergi betur en heima í stofu í ljótu, rauðu stuttbuxunum mínum. Það hefur ekkert með aldur að gera. Svona hef ég alltaf verið. Meira að segja þegar ég reyndi að þykjast vera eitthvað annað.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun